Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1974, Qupperneq 20

Ægir - 01.07.1974, Qupperneq 20
Vélskóla íslands sagt upp Andrés Guðjónsson skólastjóri flutti rasðu við slit Vélskólans 1. júní s. I. og fer liér á eftir úrdráttur úr henni. ,,í fyrravor, var haldið námsskeið fyrir eldri vélstjóra vegna tilkomu hinna nýju skipa og skuttogara, bæði til upprifjunar og til þess að kynna þeim nýjungar í rafeindatækni, stýritækni og rafmagnsfræði. Aðsókn að þess- um námskeiðum var meiri en hægt var að anna, og sýnir það áhuga vélstjóra fyrir auk- inni fræðslu. Þess vegna var einnig haldið hr.ustnámskeið, og hófst skólastarísemin á því á þessu skólaári sem nú er að ljúka. I gær var svo slitið hinu þriðja námskeiði fyrir eldri vélstjóra. Það er því mikil þörf fyrir þessa fræðslu, en nú er það þannig að enginn er „fullnuma" meir eins og sagt var í gamla daga, heldur eru allir stöðugt að læra sárstaklega á sviði tækninnar þar sem eru svo örar framfarir. Aldrei hifur verið eins mikil aðsókn að skólanum eins og síðastliðið haust eða 311 nemendur í 15 bekkjardeildum. Húsnæðismálið leystist á þann hátt að teknar voru í notkun ivær stofur í vesturenda gömlu byggingar- fnnar, þar sem gamli raftækjasalurinn var aður; þar var einnig útbúin skrifstofa eða lítið fundarherbergi fyrir starfsemi nemenda- félags skólans, svo og kennaraherbergi. Hluti af nýbyggingunni er nú tekinn í notkun, og var það til stórbóta; var öll starfsemi raf- magnskennslunar flutt þangað, en því miður eru raftækjasalirnir of fáir ennþá og háir það kennslunni. Nú er verið að ganga frá reglugerð fyrir skólann, og í henni segir m. a. að heimilt sé að ráða deildarkennara sem verði yfirmenn hinna ýmsu deilda skólans; síðan mynda þess- ir kennarar ásamt skólastjóra, skólaráð; í þessu ráði eiga einnig að vera 2 fulltrúar nemenda. í reglugerðinni segir, að Vélskóli íslands skuli kenna allar bóklegar greinar vélvirkja- náms, þannig að við lok 4. stig, gefi skólinn út burtfararprófskírteini iðnskóla í vélvirkjun fyrir þá sem staðist hafa öll prófin. Árið 1966 var lögum um vélskólanám breytt þannig að nemandi gat komið í skólann án þess að hafa lokið smiðjunámi og iðnskóla, en nú er það þannig að nemandi getur hafið nám í vélskóla 17 ára að aldri, lokið 4 vetra námi og 4. stigs prófi, fengið burtfararpróf- skírteini iðnskóla í vélvirkjun, síðan farið í iðnnám í vélvirkjun sem tekur 1 ár og 9 mánuði, og þar með orðið fullgildur iðnaðar- maður; en þess ber einnig að geta að nem- andi sem hefur lokið 4. stigs vélstjóranámi fær ekki full vélstjóraréttindi fyrr en að loknu sveinsprófi í vélvirkjun. Það má segja að með tilkomu reglugerðarinnar ætti allt starf skól- ans að komast í öruggara og fastara form. Undanfarin ár hefur farið fram í skólanum ýmis tilraunastarfsemi í skólamálum svo sem skyndipróf og próffyrirkomulag í heild sinni. Nú er fyrirkomulag á þessum hlutum ákveðið í reglugorðinni. En eins og allir vita eru mannaverk ófullkomin, og sennilega þarf fljót- lega að endurskoða reglugerðina. Með tilkomu grunnskólalaganna og einnig vegna þess að lögin um vélstjóranám eru frá 1966, og þvi farin að eldast, og margt hefur breyst síðan, þarf því að endurskoða og breyta lögum um vélstjóranám mjög bráðlega. Vegna hinna ungu vélstjóra som verið er að útskrifa í dag vil ég leyfa mér að vitna í reglugerðina en þar stendur m. a.: „Hlutverk og meginmakmið vélstjóranáms er að veita nemandanum bóklega og verk- lega menntun, sem geri þá hæfa til að hljóta prófskwteini 1. 2. 3. og 4. stigs og taka að sér störf í þágu atvinnuveganna í samræmi við atvinnuréttindi sem ákvörðuð eru í lögum.“ Ennfremur segir: „Markmið kennslunar er meðal annars að vekja skilning nemanda á gildi ríkrar ábyrgð- 194 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.