Ægir - 01.11.1974, Blaðsíða 8
Ásgeir Jakobsson:
Sjósókn og
sjóslys
í þessari grein eru tíndar saman nokkrar
grundvallarstaðreyndir um fiskveiðisóknina og
þeim fylgja hugleiðingar og hugdettur, ekki
skoðanir, heldur eitt og annað, sem síast hef-
ur inn í höfundinn og honum finnst að sé
eða gæti verið skýring á tíðum sjóslysum.
Við íslendingar höfum sætt okkur við, að
sjóslys séu tíð hjá fiskimönnum okkar, en
stundum finnst okkur taka svo í hnjúkana,
að við hefjum umræður og skipum nefndir,
sem skila skýrslum. Þá er eins og slysafarald-
urinn færist í land og þetta verða slysaum-
ræður, slysanefndir og slysaskýrslur.
Það er eðlilegt að slysanefnd, sem skipuð
er til að rannsaka „of mörg“ sjóslys, snúi
sér að því að leita að þeim sérstaka slysavaldi,
sem hugsanlega orsakar þessi umframsjó-
slys og reyni að einangra hann sem mest, hvort
sem það er nú ofhleðsla síldarskipa, rang-
búnaður skuttogara eða eins og sumir álíta,
það hörmulega uppátæki heillar atvinnu-
stéttar að slasa sig unnvörpum við vinnu
sína af stéttlægum klaufaskap og vankunn-
áttu.
Það er vissulega varasamt að flækja mál-
in með langsóttum vangaveltum um grund-
vallaratriði í slíkum sérstökum vanda. Upp-
rifjun grundvallaratriða, sem flestum virð-
ast gleymd geta þó varpað ljósi á vandann.
Það ætti ekki að saka að velta fyrir sér
þremur grundvallarspurningum og leita svara
við þeim.
1. Af hverju eru fiskveiðar okkar áhættu-
samari fyrir líf og limu manna en önnur
atvinna?
2. Af hverju fækkar slysunum ekki með
bættum skipakosti og útbúnaði skipanna?
3. Af hverju eru sjóslys tíðust við breytta
skipagerð í sókninni eða þegar mikil manna-
skipti verða á flotanum?
Fiskveiðar okkar eru stundaðar á smáskipum
við mjög erfiðar náttúrlegar aðstæður . . .
Veðurfar á íslenskri fiskislóð er annálað
fyrir ömurlegheit af öllu tagi. Það er sér-
lega óstöðugt og vindasamt, og óútreiknan-
legt, það getur verið rok af öllum áttum
sama sólarhringinn, dimmviðri eru tíð og
óvænt ísing. Sjólag er slæmt af misvindinu
og straumunum, bæði hafstraumum sem mæt-
ast á fiskislóðinni og fallstraumum fyrir hin
mörgu annes. Botnlagið er líkt og landið
sjálft, fjöll og dalir, urð og grjót með vand-
fundnar fiskbleiðurnar inn á milli. Fiskur
rásar mikið til á slóðinni, þrátt fyrir góðan
vilja alþingis til að koma meiri skikkan á
hegðan hans — sama skipið í sókninni þarf
því að sæka afla mjög mislangt og þó að
það sé ætlað til veiða á heimamiðum, getur
það lent í að verða að veiða mörg hundruð
mílur undan (sbr. síldveiðibátana í sókninni
norður í höf, og togaranna á Nýfundnalands-
veiðunum).
í stuttu máli: Náttúrlegar aðstæður í fisk-
veiðunum eru þær, að íslensk fiskislóð er ein
sú versta sem þekkist, að veðurfari, botnlagi
og fiskferð.
Allur íslenski fiskiflotinn er grunnslóðar-
skip frá 1000 lestum mest og niður í minnstu
fleytur. Slíkur floti hlýtur að vera í hættu á
fiskislóð eins og þeirri sem lýst var. Skipin
sjálf eru ekki afburða meiri en svo að þau
eru flest í hættu fyrir veðrum og vinnuaðstaða
skipshafna á svo litlum skipum á órólegri
fiskislóð hlýtur að vera erfið ekki sízt þeg-
ar sóknin er hörð.
302 — Æ GI R