Ægir - 01.11.1974, Blaðsíða 9
Hér er þá svarið í meginatriðum við fyrstu
spurningunni: Náttúrlegar aðstæður slæm-
ar en skipin smá.
Sóknarhvatarnir . . .
Það er fiskimanninum eðlilegt sem veioi-
rnanni að sækja fast eftir veiðinni. Hann legg-
ur fram alla orku sína, nýtir til fullnustu
veiðitæki sín og stundum leggur hann líf
sitt í hættu. Þetta eru grundvallarstað-
reyndir í lífi fiskimannsins sem mönnum vilja
gjarnan gleymast, eins og fleiri upprunaleg-
ar staðreyndir mannlífsins, og eru svo sí-
fellt að undrast háttalag mannsins. Heming-
Way skrifaði fræga sögu um fiskimanninn og
eðli hans, sem slysanefndin ætti kannski að
lesa, fyrst hún nennir ekki að lesa íslands-
söguna, sem er miklu lengri en saga Heming-
Ways, en sýnir hið sama. Fiskimaðurinn á í
baráttu við náttúruöflin og þeim hefur ver-
ið lýst hér að framan. Hann getur ekki bætt
veðurfarið né fært fiskinn inn á firði sér til
aukins öryggis. Hann á undir högg að sækja
°g hann veit aldrei fyrirfram, hvað það högg
Verður þungt né úr hvaða átt það kemur.
Hann er allt sitt líf að sæta lagi með einum
eða öðrum hætti í þessari baráttu. Veiði-
áhuginn og fleira, sem nefnt er verður hér á
eftir, knýr hann til að tefla djarft, stundum of
djarft og stundum misreiknar hann sig.
Það er ekki hægt að gafa fiskimanninum
forskrift í baráttu hans við náttúruöflin og
fiskinn, og hann verður að hafa frjálsræði til
að nýta tækifærin þegar þau gefast skyndi-
lega og óvænt.
Af því, sem hér hefur verið sagt, að fiski-
maðurinn nýtir ævinlega alla möguleika til
veiðanna og hefur frjálsræði til þess, leiðir
Það, að auknir sóknarmöguleikar leiða alltaf
tii aukinnar sóknar. Þetta er meginsvarið við
annarri spurningunni og það má koma því fyr-
'r í einfaldri formúlu: bættur skipakostur —
aukin sókn — sama hætta. En það er gild
ástæða til að fjalla nánar um sóknarhvat-
ana og það mikilsverða atriði að fiskimaður-
inn heldur sókninni aldrei á fyrra stigi, ef
sóknarmöguleikar aukast, og enn er að nefna
eitt meginatriði til í sókninni: Fiskimaður-
mn leitar alltaf eftir hámarkssóknargetu skips
Slns> þá jafnframt hættumörkum þess.
»Það er til lítils að hafa stórt skip og sækja
ekki,“ sagði árabátaformaðurinn vestra, þeg-
ar vélar voru fyrst að koma í báta og hann
hafði borðhækkað sexæringinn sinn og sett
í hann 4 ha. vél. Á svona stóru og öflugu
skipi náði svo engri átt annað en sækja út
fyrir árabátamiðin, og hann fórst svo nokkru
síðar og þeir fórust fleiri meðan þeir voru að
átta sig á hættumörkunum fyrir þessi nýju
skip, sem þeir kölluðu svo, því að sú var tíð-
in að sexæringar voru kallaðir skip en minni
fleytur bátar. Hin breytilega skilgreining á
því, hvað séu skip og hvað bátar segir reynd-
ar sína sögu, í því efni, sem hér um ræðir, þó
að hún verði ekki rakin hér. En þannig er
þetta sem sé, að fái fiskimaðurinn stærra
skip og betur búið, býður hann því meira en
fyrra skipinu, sækir lengra og heldur lengur
til. Hann fer að sækja á dýpri mið en áður,
og hafi hann getað verið að í 7-8 vindstigum
á eldra skipinu, reynir hann að vera að í
9-10 stigum á því nýja. Hann notar einnig
allt burðarmagn skipsins, ef hann þarf á að
halda, hvort sem það er mikið eða lítið.
En það er ekki aðeins að fiskimaðurinn
leiti eftir hámarksgetu skips síns, heldur leit-
ar hann einnig eftir hámarksgetu veiðarfær-
anna og reynir að nýta hana líka til hins
ýtrasta, og hún getur reynzt meiri en há-
marksgeta skipsins og þá lendir hann í rétt
einu uppgjörinu við sjálfan sig. Ef veiðar-
færið er svo sterkt að það þolir öll veður og
veiðir í öllum veðrum, getur það leitt til
aukinnar hættu fyrir skipið, því sé ofboðið og
einnig og ekki síður fyrir skipshöfnina við
vinnu sína á dekkinu. Ef bæð skip og veiðar-
færi þola flest veður, þá eykst hættan enn
fyrir skipshöfnina. Skipstjórinn verður að
hætta hennar vegna og það mat getur af
ýmsum ástæðum verið erfiðara en hvenær eigi
að flýja af miðunum vegna skips eða veiðar-
færa. Ljóst dæmi um áhrif veiðarfæris í sókn-
inni er línan (lóðin). Meðan línan var úr
náttúrlegum efnum var þýðingarlítið að róa
í manndrápsveðrum, það kostaði oft aðeins
veiðarfæratap, eins bjargaði það mönnum oft
frá því erfiða uppgjöri, hvenær ætti að hætta
að draga í áhlaupsveðri, að lóðin gekk í sund-
ur og fannst ekki aftur. Þegar farið var að
nota hina sterku gervilóð jókst sóknin, það
var hægt að halda áfram að draga í hvaða
veðri sem var. Þá var ekki aðeins skipið í
aukinni hættu heldur einnig mannskapurinn
á dekkinu.
Æ GI R — 303