Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1974, Blaðsíða 31

Ægir - 01.11.1974, Blaðsíða 31
Vélstjóranámið er jafnt fyrir pilta og stúlk- ur. Ég býð því ennþá Guðnýju Láru velkomna til starfa. Reglugerð um vélstjóranám, sem sam- þykkt var í sumar, vil ég vekja sérstaka at- hygli á, og vona ég að nemendur kynni sér hana vel. Samkvæmt reglugerðinni, getur Vél- skóli íslands gefið út burtfararprófskírteini iðnskóla í vélvirkjun fyrir þá, sem staðist hafa öll próf. Svo að næsta vor, þegar 4. stigs skírteini verða afhent, getur viðkomandi einn- ig fengið cifhent iðnskólaprófskírteini. Þá á hann eftir verklegt nám í tæp 2 ár í smiðju og síðan að fara í sveinspróf >og fá sveins- bréf í vélvirkjun. Ennfremur stendur í reglu- gerðinni: Hlutverk og meginmarkmið vélstjóranáms er að veita nemendum bóklega og verklega menntun, sem geri þá hæfa til að hljóta próf- skírteini 1. 2. 3. og 4. stigs, og taka að sér störf í þágu atvinnuveganna í samræmi við atvinnuréttindi, sem ákvörðuð eru í lögum. Ennfremur segir: Markmið kennslunar er meðal annars að vekja skilning nemanda á gildi ríkrar ábyrgð- artilfinningar og samviskusemi gagnvart sjálf- um sér og þjóðfélaginu í heild. Um reglur og aga segir reglugerðin: Regla og agi skal miða að því að gera skól- ann að þægilegum vinnustað. Kennarar og nemendur skulu rækja störf sín af alúð og árvekni. Margt fleira er í reglugerðinni sem þarf að koma á framfæri við ykkur og verður það gert í vetur. Kæru nemendur, ég vil nú brýna fyrir ykk- ur að ganga vel um skólann og eigur hans, að vísu er húsið orðið gamalt og nýja húsið hálfbyggt. Nú hefur farið fram endurnýjun á borð- um og stólum í kennslustofunum og var tími til kominn. Alltaf hefur þurft að stækka bíla- stæði við skólann, nemendur Sjómannaskólans eiga svo marga bíla og er ekki nema allt gott um það að segja. Ég vil því biðja ykkur að sýna tillitssemi gagnvart náunganum og nota bílastæðin vel, og leggja bílunum rétt, nokkur bílastæði eru merkt og eru þau ekki ætluð nemendum. Leggið ekki bílunum á akbraut- ir þannig að það tefji aðgang til og frá skól- anum. Ég býð ykkur nýsveinar góðir sérstaklega velkomna í skólann og vona að ykkur gangi vel að semja ykkur að reglum skóians, sem er prúðmannleg framkoma, tillitsemi og um- burðarlyndi gagnvart öðrum. Við skulum hafa það hugfast að við erum öll meira og minna ólik að upplagi. Skoðanir geta verið mjög sundurleitar um ýmis mál, það er bæði eðli- legt og jafnvel æskilegt. Allir nemendur hafa sameiginlegt lokatak- mark, að verða lánsamir í nýju starfi og þjóð vorri til heilla. Ég vona að þið sem hefjið nám hér, áttið ykkur fljótlega á því að tals- verðar kröfur eru gerðar til ykkar. Það er ætlast til að þið sækið hverja kennslustund og að þið séuð virkir í náminu. Ekki þýðir að láta það á sig fá, þótt sumt virðist flókið og torskilið í fyrstu. Oft þarf talsverða þraut- seigju til að gefast ekki upp. Mikilvægast er að nemandinn geti fylgst með og geri fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín. Það er mjög varasamt að slá slöku við námið í upphafi, með það í huga að vinna það upp síðar. Að lokum býð ég ykkur öll velkomin til starfa og vona að starf Vélskóla íslands verði með sameiginlegu átaki kennara og nemenda þjóð vorri til heilla. Ég segi Vélskóla íslands settan. Nótaviðgerðir í Noregi Við yfirförum og gerum við hvers kyns nætur og troll. Ennfremur setjum við upp ný veiðarfæri og höfum troll- og snurpuvír á lager, ásamt öllum gerðum af tógi. Við tökum að okkur að geyma varanætur. Höfum einnig til leigu tvær hringnætur í fyrsta flokks ástandi. Þjónusta allan sólarhringinn. EGERSUND TRAWLVERKSTED Verkstæðissími 91-695 og 91-520. Heimasími Kaare Mong 91-681. Skrifstofan sími 91-219. Egersund, Noregi. ÆGIR — 325

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.