Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1974, Blaðsíða 29

Ægir - 01.11.1974, Blaðsíða 29
um, heldur neyzlubreytingin, sem virðist á þá lund, að fólk leiti meira en áður í ódýran ufsa, sem Japanir flytja inn og virðist selj- ast mikið. Innflutningur þorsk- og ýsublokkar og síð- an ufsablokkarinnar í ár og í fyrra gefur sennilega nokkra hugmynd um hvað sé að gerast. Innflutningur á þorskblokk jan./júlí 1974: 30.860 lestir (1973: 40.583 lestir). Ýsublokk jan./júlí 1974: 4.982 lestir (1973: 6.725 lestir). Innflutningstölurnar fyrir ufsablokkina, og þar er hlutur Japans náttúrlega langstærst- ur, voru þessar yfir sama tímabil, jan./júlí bæði árin: 1974: 33.278 lestir (1973: 18.213 lestir). Birgðir hafa að vísu safnast fyrir af ufsa- blokkinni og talsvert meira en í fyrra, þar uiunar rúmum 7 þús. lestum. Birgðir af ufsa- blokkum voru í júlílok nú 11.560 en 1973 4.882, en greinilegt er þó að ufsablokkin jap- anska er í mikilli sölu, hvað sem verður. Neyzlan á mann í Bandaríkjunum var 1973 12,6 pd. og það er búist við minnkandi fisk- neyzlu fremur en hitt. Birgðir eru miklar af skelfiski, einkum rækju og humar og það er talið að neyzlan haldist uppi í þessum sjáv- arafurðum og minnkunin yrði þá væntan- lega mest í þorskafurðunum. Svo virðist því, sem ekki geti verið um ann- að að ræða en vinna aftur markað af ufsa- blokkinni. Fróðir menn telja, að ekki sé ólík- legt að það takist að einhverju leyti og þá vonandi í það miklum mæli, að ekki verði um naikinn samdrátt að ræða á okkar afurðum þegar til lengdar lætur. Ásg. Jak. Markaðshorfur . . . Framh. af bls. 321. Gerviframleiðslan mun einnig aukast, ef hún borgar sig, og aukist hún nægjanlega til að mæta aukningu hinna þáttanna tveggja að ekki sé talað um, ef hún getur alveg fullnægt þcrfinni fyrir eggjahvítu í fóðurblöndun, er framleiösla fiskmjöls fyrir núverandi markað úr sögunni óhjákvæmilega að minnsta kosti að verulegu leyti. Það virðist óhætt að gera ráð fyrir mikl- um breytingum í fiskmjölsframleiðslunni næstu 5-10 árin og kannski verður fiskmjöl aðeins notað sem bætiefni sérstakrar gæða- framleiðslu í smáum stíl fremur en sem eggja- hvítuauðugt efni í stórframleiðslu fóðurs. Hér hefur verið stiklað á stóru í þýðing- unni á ofangreindri grein, enda flest annað í henni okkur mæta vel kunnugt, svo sem um aflabrögð Perúmanna, heimsaflann almennt og verðlag undanfarandi ára á fiskmjöii. Mér þótti hins vegar ályktanir höfundarins og spár, þó eiga sérstakt erindi við okkur, því að ekki er glæsilegt ef þær skildu rætast innan fárra ára, svo mikið fé, sem við eigum bundið í fiskmjölsverksmiðjum og svo mikill þáttur, sem fiskmjölsframleiðsla er í útflutningi okk- ar. Þessi maður er sagður sérfróður í þessum efnum og því ástæða til að gefa orðum hans gaum. Ef einhver vill kynna sér greinina í heild, betur en af þessari hrafllýsingu, þá er hún sem áður segir í marzheftinu af Mar- ine Fisheries Review. Ásg. Jak. ÞEIR FISKA SEM RÓA MEt) VEIÐARFÆklN FRÁ SKAGFJÖRÐ Æ G I R — 323

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.