Ægir - 01.11.1974, Blaðsíða 17
sem keypt hafa verið hingað til landsins á
allra síðustu árum, og líka vel vegna hentugs
fyrirkomulags á dekki og rýmis.
Við Islendingar stukkum inn í skuttogara-
þróunina einum 20 árum eftir að hún hófst, af
slíkum krafti að á aðeins 2 árum höfum við
eignast eina 40 slíka, nýja og notaða. Flestir
voru þeir valdir og keyptir af útgerðaraðilum
sem aldrei hafa átt við togaraútgerð fyrr. Við
voru ekkert að hafa fyrir því að smáþróa og
þjálfa skipshafnir upp í notkun skipa með
breytt fyrirkomulag og staðsetningu búnaðar
skipanna til hins betra, heldur voru skipin
valin og keypt ný og notuð af mörgum út-
gerðaraðilum sem aldrei fyrr höfðu komið ná-
lægt togaraútgerð á ævi sinni og studdust ein-
göngu við upplýsingar sölumennskunar einnar
saman. Enda varð útkoman eftir því. Slík
reynsla er oft dýru verði keypt, og sjómenn-
irnir sem mestar kröfur eru gerðar til og eru
með tækin í höndunum og nota daglega, verða
að venja sig við þær aðstæður og þann útbún-
að sem þessi skip hafa upp á að bjóða með öll-
um kostum og göllum sem þar eru um borð.
Að síðustu þori ég næstum að fullyrða að
slysatíðni er ekki meiri um borð í þessum
skipum hlutfallslega en almennt gerist á öðr-
um fiskiskipum, og með bættum útbúnaði sem
ég minntist á hér að framan og með meiri
þjálfun og kunnáttu skipshafnar mun draga
stórlega úr slysahættum um borð í þessum
skipum. En minnumst þess ætíð að sjó-
mennsku fylgir alltaf meiri slysahætta en
landvinnu. Verum þess vegna vel vakandi og
vinnum að því að draga úr þessum hættum
sem allra mest.
Matthías Bjarnason,
s j ávarútvegsr áðherra
Þann 28. ágúst s. 1. tók ný
ríkisstjórn við völdum og þá
um leið nýr sjávarútvegs-
ráðherra, og er það Matthías
Bjarnason. Matthías er fæddur
á ísafirði 15. ágúst 1921 og
ólst þar upp. Hann stundaði
nám í Verzlunarskóla íslands
og lauk þaðan prófi 1939, og
hóf þá störf vestra og þar á.
hann allan sinn starfsferil ut-
an þingsetunnar. Á Isafirði
var hann forstjóri h.f. Djúp-
bátsins um fjölda ára jafn-
framt því sem hann rak bóka-
verzlun og hafði ýmsa aðra
umsýslu, þar á meðal fram-
kvæmdastjóri útgerðarfélags-
ins Kögur og í stjórn Útgerð-
arfélags ísfirðinga um hríð.
Hann átti sæti í bæjarstjórn
ísafjarðar frá 1946-66 og þar
af tvö ár forseti bæjarstjórn-
arinnar. Matthías var kosinn
fyrst á þing 1963 og var þá
landskjörinn. Það var hann til
1967 að hann var kjördæma-
kosinn í Vestfjarðakjördæmi
og er nú fyrsti þingmaður þess
kjördæmis. Hann hefur í mörg
ár átt sæti í fjárveitinganefnd
Alþingis og sjávarútvegsnefnd
neðri deildar þingsins. Matt-
hías Bjarnason er gerkunnug-
ur málefnum sjávarútvegsins
og hefur verið tengdur þeim
atvinnuvegi frá barnæsku líkt
og flestir Vestfirðinga.
Ægir óskar honum velfarn-
aðar í starfi, enda mun ekki
af veita.
Ný fisldsldp . . .
Framh. af bls. 328.
rafdrifna vökvadælu sem afl-
gjafa.
Helstu tæki í stýrishúsi og
kortaklefa eru:
Ratsjá: Decca RM 916, 48 sml.
Ratsjá Decca RM 926, 60 sml.
Miðunarstöð: Koden KS 500
Loran: Nelco Autofix 500
Sjálfstýring: Sharp Helsman
Dýptarmælir: Simrad EQ 38
moð botnstækkun
Fisksjá: Simrad CI
Asdik: Simrad SK 3
Talstöð: Sailor T 122/R 105,
400 W S.S.B.
Örbylgjustöð: Sailor RT
142/29
Skipstjóri á Sæljóni SU er
Friðrik Rósmundsson og 1.
vélstjóri Bjarni Stefánsson.
Framkvæmdastjóri útgerðar-
innar er Árni Halldórsson.
Æ GIR — 311