Ægir - 01.11.1974, Blaðsíða 26
Markaðsliorfur
fyrir fiskmjöl
í marzhefti Marine Fisheries Review,
sem viðskiptamálaráSuneyti Bandaríkjanna
gefur út, er fróðleg grein rituð af markaðs-
sérfræðingi um heimsframleiðsluna á fisk-
mjöli og framtíðarhorfur. Þessi grein færir
okkur ekki neinar nýjar upplýsingar en í
henni koma fram í stuttu en ljósu máli, ýmis
grundvallaratriði, um það á hverju fram-
leiðslan og salan byggist nú og í framtíðinni.
Frásögn höfundar af gervieggjahvítufram-
leiðslu og ályktanir hans í lokin eiga sannar-
lega erindi til okkar.
Hlutur okkar Islendinga í heildarframleiðslu
fiskmjöls, er ekki mikill. Höfundur segir að
ekki sé um nothæfar samanburðartölur að
ræða í heimsframleiðslunni fyrir lengri tíma,
en 7 ár. Okkar hlutur hefur þá verið mestur
1966, 4,4% en síðustu 5 árin 1,2-1,7% eða
62-67 þús. lestir af 3,9 millj. til 5,3 millj. lesta
heimsframleiðslu. En þó að svo sé að fram-
leiðsla okkar hafi ekki mikil áhrif á heims-
markaðinn, þá er fiskmjöl mikilsverður þátt-
úr í útflutningsframleiðslu okkar og því vilj-
um við jafnan fylgjast sem best með öllum
spádómum um framtíðina í því efni.
Hvað ræður eftirspurninni ?
Almennt má segja að alifuglamarkaður og
kjötmarkaður yfirleitt, svo og framboð á öðru
eggjahvítuauðugu mjöli, ráði eftirspurninni
eftir fiskmjöli. Þetta á sérstaklega við í lönd-
um, sem framleiða blandað fóður, eftir til-
teknum forskriftum á næringarríkustu sam-
setningu fóðurs en jafnframt með tilliti til
kostnaðar. Þessar forskriftir eru reiknaðar út
í tölvum, og því mætti segja að þær stjórn-
uðu orðið eftirspurninni eftir fiskmjöli. Það
er sem sagt leitað eftir því hjá þróuðum þjóð-
um að framleiða blandað fóður sem eggja'
hvítuauðugast en með sem minnstum mögU'
legum kostnaði. Það getur þannig orðið hag-
kvæmara að nota ekki í fóðurblöndur eggja'
hvítuauðugasta efnið ef verð þess er hátt,
heldur meira af eggjahvítusnauðara en ódýf'
ara efni. Þetta á ekki við um vanþróaðar
þjóðir. Þar lifir búpeningur af náttúrulegum
jarðargróðri fyrst og fremst. Kaupendur fisk-
mjöls til fóðurblöndunar eru því þróuðu þjóð'
irnar, og þá aðallega Bandaríkjamenn (°§
Kanada), Vestur-Evrópuþjóðirnar og Japan-
Austur-Evrópuþjóðirnar sækja sig þó mjög
á í þessu efni hin síðari ár og sumar með
miklum hraða.
Þessi mikla eggjahvítuþörf til blöndunat
í fóður, eykur vitaskuld eftirspurnina eftir
eggjahvítuauðugum tegundum. Fólkinu fjölg'
ar og matvælaframleiðslan verður að síaukast
og þar af eykst kjötframleiðslan. Heimsfram-
leiðslan af alifuglakjöti hefur aukist um 5,5%
árlega undangenginn áratug, svínakjötsfram-
leiðslan um 3% og holdanautum hefur fjölg'
að um 1,5% árlega síðustu árin og af þessu
öllu eykst náttúrulega fóðurþörfin og þá um
leið eftirspurnin eftir eggjahvítu til blönd-
unar í fóður.
Samkeppnin
Aðalsamkeppnistegundin við fiskmjöl a
markaðnum til þessa, hefur verið sojabauna-
mjölið. Verðið á sojabaunamjöli hefur verið
miklu stöðugra en fiskmjölsverðið. Soja'
mjölsverðið hefur sveiflast til um 10% fra
ári til árs, nema 1972/73, þegar það rauk
upp, en féll fljótlega aftur til fyrra jafnvæg'
320 — Æ GI R