Ægir - 01.11.1974, Blaðsíða 11
ekki eftir sjálfum sér fyrr en um þær mund-
ir sem þeir hættu sjómennsku og furða sig
manna mest á háttalagi sjómanna og „gá-
leysi“ þeirra við verkin.
Menn skyldu og minnast þess, að ef ör-
yggissjónarmiðið sæti ævinlega í fyrirrúmi
við sjóverkin og sóknina í heild, væru ís-
lenzkir sjómenn ekki afkastameiri en almennt
gerist: með grannþjóðunum. Það er krafan um
hámarksgetu bæði í sókn og við verk, sem
veldur því, að þeir þurfa ekki að búa enn við
sama orðspor og flestar aðrar atvinnustétt-
ir íslenzks þjóðfélags, að vera afkastaminni
en hliðstæðar stéttir í næstu löndum. Það má
ekki auka öryggi þeirra með því að dæma af
þeim þessa verkhefð og tugthúsa þá fyrir
hana, holdur verður að finnast önnur jákvæð-
ari úrræði.
Samræmi myndast í venjubundinni sókn, ör-
Breytingagr á sókninni . . .
Þegar sama gerð flota hefur verið í sókn-
inni nokkum tíma, hafa fiskimennirnir náð
að finna almenn sóknarmörk fyrir þann flota.
Einstaklingarnir sækja að vísu áfram mis-
jafnt og bjargast misjafnt, en almennt er
stéttin búin að koma sér niður á, hvað megi
bjóða þessum skipum sem um er að ræða og
búnaði þeirra. Þegar þessi eðlilegu sóknar-
mörk eru fundin fyrir flotann er farið að
bæta öryggisbúnaðinn og setja öryggisreglur
innan þeirra marka.
Örjggisráðstafanir eru alltaf afleiðing af
reynslu okkar af flotanum á liverjum tíma.
Smám saman myndast svo vist samræmi
milli sóknar og öryggis og ástandið verður
bærílegt þar til næst verður breyting á sókn-
inni.
Breytingar á sókninni. . . .
Þegar snöggar breytingar hafa orðið á fiski-
flotanum hafa slys færst í aukana ýmist á
skipum eða mönnum og stundum hvorttvegga.
hað varð við fyrstu breytinguna á íslenzka
fiskiflotanum, þegar kútterarnir komu en
manntjón á þessum skipum, sem menn höfðu
bundið svo miklar vonir við, varð 16 af þús-
Undi á árunum 1896-1905 á móti 10 af þús-
undi á áraskipunum gömlu, sem menn höfðu
talið hinar mestu náfleytur og voru bað nátt-
úrlega til þeirrar sóknar, sem þeir voru
ætlaðir. Slys jukust á fyrstu árum vélbát-
anna og togaranna, einkum vinnuslys á þoim
síðarnefndu. Slys hafa einnig aukizt við
breytton veiðiútbúnað, svo sem kraftblökk-
ina á síldveiðiflotanum, eða sem afleiðing af
þessum kraftmikla veiðiútbúnaði, og enn hafa
slys aukist við breytt veiðarfæri, svo sem
gervilóðina. Þessi aukning slysa við breytta
sókn, stafar af því sem að framan er sagt,
að fiskimaður leitar alltaf eftir hámarksgetu
þeirra skipa og tækja sem hann fær í hend-
ur og það tekur hann tíma.
En önnur breyting gotur einnig orðið á
sókninni og valdið auknum slysum. Það geta
af ýmsum ástæðum orðið of snögg manna-
skipti á flotanum, þannig að reynslutengslin
slitni. Það sama gerist þá í rauninni, eins og
þegar sóknartæknin breytist, er að ungu menn-
irnir fara að þreifa sig áfram upp á eigin
spýtur á flota sem eldri mennirnir vissu orð-
ið hvað mátti bjóða. Það er svo ekki verst,
eins og margir halda, þegar þossar breytingar
gerast báðar í einu, að tækni breytist og um
leið skiptist um menn. Það er jafnvel held-
ur skárra en að breytingarnar verði sín í
hvoru lagi. Það getur kostað meiri átök í
byrjun, þar sem ungu mennina skortir al-
menna sjómannsreynslu, en þeir eru fljótari að
aðlagast aðstæðunum, og þegar þeir hafa náð
tökum á sókninni er málið komið í höfn í
bili og öll stéttin hefur endurnýjast með nýj-
um skipum og ástandið ætti þá að geta orðið
gott all langan tíma, eftir að fæðingahríð-
um líkur. Þessi skipting má þó ekki verða
með þeim ósköpum að sjómannsþekking eldri
mannanna nái ekkert yfir til yngri mannanna,
og stéttin þurfi að alast upp í almennri sjó-
mennsku líkt og við hefðum aldrei stundað
hér fiskveiðar. Þó að fiskveiðar okkar og
fiskimennskan hafi aflaköst jafnan í fyrir-
rúmi, þá er sá þátturinn náttúrlega ekki
síður mikilsverður, og þess vegna þossar um-
ræður um slysin, að menn kunni að bjarga sér
sem bezt. Því aðeins geta þeir nýtt alla sókn-
armöguleikana. Það þýðir lítið fyrir þann að
sækja djarft, sem er fákunnandi í almennri
sjómennsku.
í hinni stuttu fiskveiðisögu okkar eftir að
þúsund ára tíma árabátanna leið, má sjá
nokkur skil slysaaukningar, sem rekja mætti
til skorts á sjómannsþekkingu vegna of
snöggra mannaskipta á flotanum. Það voru
Æ GI R — 305