Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1974, Blaðsíða 34

Ægir - 01.11.1974, Blaðsíða 34
eða við sjálfar vindurnar. Línuvinda er af gerðinni HL- 3; losunar- og akkerisvinda af gerðinni HAL 2,5-3,0 t með tromlu, tveimur keðjuskífum og tveimur koppum; bómu- vinda af gerðinni HB-1. Auk þess er ein hjálparvinda (við togveiðar), gerð HLA-3, með tromlu og kopp. Tvær Brun- inghaus stimpildælur eru fyr- ir togvindur, drifnar af aðal- vél gegnum deiligír. Á deili- gír er einnig Vickers dæla fyr- ir aðrar vindur. Á annarri hjálparvélinni er varadæla fyr- ir vindur. Á bátaþilfari er vökvadrifinn krani Hiab 550, sem fær afl frá rafknúinni dælu. í skipið er fyrirhugað að setja nótaveiðibúnað frá Rapp, sem samanstendur af kraft- blökk, gerð 31R-1100 ásamt kraftblakkarkrana svo og U 700 fiskidælu. Fiskilest er einangruð með polyurethan og klædd með 4ra mm stálplötum. Lestarstoðir eru úr stáli, en stíu- og hillu- borð úr áli. í skipinu eru þrjú kæli- og frystikerfi. Fyrir fiskilest er Bitzer kæliþjappa, gerð IV W. afköst 4500 kcal/klst (h-10° /-/ + 25°C). Kælileiðslur eru í lofti lestar. Fyrir beitufrysti og affrystiklefa fyrir beitu er Bitzer IV W kæliþjappa, af- köst 2250 kcal/klst (-^-20° ,/-/ + 25°C). í hvorum klefa er Kuba blásturselement. Fyrir matvælafrysti og matvælakæli er ein Bitzer kæliþjappa. Kuba blásturselement er í matvæla- frysti en kælileiðslur í mat- vælakæli. Kælimiðill er Freon 12. Helstu tæki í stýrishúsi og kortaklefa eru: Ratsjá: Sperry MK 10, 50 sml. Ratsjá: Tokyo Keiki MR 101, 48 sml. Miðunarstöð: Konel KDF-363 Loran: Nelco Autofix 500 Sjálfstýring: Hitaka, gerð Tony Star TN 70S. Dýptarmælir: Simrad EK 38 m. stækkun Fisksjá: Simrad CI Asdik: Simrad SL Talstöð: Redifon GR 377, 125 W S.S.B. Örbylgjustöð: Redifon GR 674 Skipstjóri á Mumma KE er Einar Daníelsson og 1. vél- stjóri Smári Sigurðsson. Framkvæmdastjóri útgerðar- innar er Jónas Guðmundsson. Sæljón SU 104 12. október s.l. afhenti Slippstöðin h.f. Akureyri ný- smíði 54. Skip þetta var byggt fyrir Seley h.f. Eskifirði og hlaut nafnið Seley SU 10, er því var hleypt af stokkunum í júlí í sumar, en hefur nú hlotið nafnið Sæljón SU 104 og er í eigu Friðþjófs h.f. Eski- firði. Sæljón SU er byggt eftir sömu teikningu og Mummi KE og er allur véla- og tækja- búnaður samsvarandi nema vindubúnaður og tæki í brú. Vindubúnaður skipsins er vökvaknúinn og samanstendur af eftirfarandi vindum, sem eru láþrýstiknúnar: Tog- vindu frá Vélaverkstæði Sig- Sveinbjömssonar h.f. sem er af svonefndri 16 t gerð. Vind- an hefur tvær togtromlur (230 mmf* x 1040 mm** x 700 mm), löndunartromlu, tvær keðju- skífur og tvo koppa. Tog- tnomlur eru gefnar upp fyrir 535 faðma af 3” vír. Togátak vindu á miðja tromlu (635 mm<*) er 6,8 t og tilsvarandi virahraði 60/mín. Línuvinda er frá Norwinch, togátak 2,5 t og sömuleiðis bómuvinda, 1,5 t togátak. Fyrir ofangreindar vindur er ein Allweiler SNH 2200 dæla (drifin af aðalvél gegnum Marco úttak), sem skilar um 1750 1/mín. við 1200 sn/mín. og 30 kg/cm2 þrýst- ing. Auk þess er ein Allweiler SNH 440 lágþrýstidæla, drifin af annarri hjálparvélinni. Kraftblökk er frá Rapp, gerð 31R-1100 með KK4 kraft- blakkarkrana. Fiskidæla er Rapp U 700. Fyrir kraftblökk og fiskidælu er ein tvöföld Vickers dæla, drifin af aðal- vél. Á bátaþilfari er vökva- drifinn krani, Hiab 550, með Framh. á bls. 311. 328 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.