Ægir - 01.11.1974, Blaðsíða 30
Vélskóli íslands
settur
Vélskóli íslands var settur 16. sept. sl. og
við það tækifæri flutti skólastjórinn, Andr-
és Guðjónsson ræðu þá, sem hér birtist.
„Það er ánægjulegt að heilsa aftur nem-
endum, sem hafa verið við ýmis störf í sumar,
aflað sér og þjóðarbúinu tekna, og reynslu
í starfi, mæta nú fullir áhuga og vilja til að
læra meira.
Ekki er síður ánægja að heilsa nýjum nem-
endum, sem eflaust mæta hér fullir eftir-
væntingar og vilja til að menntast og verða
þjóð sinni að liði. Kennara býð ég velkomna
til starfa en á þeim hvíiir allt fræðslustarfið.
Verið öll velkomin hingað í dag.
Góð aðsókn er að skólanum eða svipað og
var s. 1. ár. Við upphaf þessa skólaárs eru
innritaðir um 295 nemendur hér í Reykjavík,
25 á Akureyri og 19 á ísafirði eða samtals
339 nemendur í Vélskóla íslands.
Fyrir tveim árum var samþykkt á Alþingi,
að Vélskólinn skyldi einnig reka skóladeild-
ir á Höfn í Hornafirði og í Ólafsvík. Aug-
lýst var eftir nemendum og sótti einn um
skólavist í Ólafsvík en enginn á Höfn í Horna-
firði, þetta endurtók sig nú. Verður því ekki
af skólahaldi á þessum stöðum í vetur. í
Vestmannaeyjum var ætlunin að hefja starf
að nýju, aðeins ein umsókn barst, svo skóla-
deildin verður því ekki rekin þar í vetur.
í vetur verður unnið að því að innrétta
vélasal og smíðastofu í gamla áhaldahúsi bæj-
arins, sem er sambyggt Iðnskólahúsinu, en
þar fór fram bóklega kennslan. Svo ætla má
að veturinn 1975-76 verði haldinn vélskóli í
stærstu verstöð landsins.
Á Akureyri verður 1. stig með 11 nemend-
um og 2. stig með 14 nemendum. Bóklega
kennslan fer fram í Iðnskólahúsinu en verk-
lega kennslan í gamla skúrnum, sem mótor-
námskeiðin voru haldin í á sínum tíma. Nú er
ákveðið að byggja á lóð Iðnskólans, hús fyf"
ir verklega kennslu á Akureyri, í því húsi
verða m. a. vélasalur, smíðasalur og raftækja-
salur. Vonir standa til að Vélskólinn geti
fengið vélasal þar til afnota næsta haust.
Á ísafirði verða 11 nemendur í 1. stigi og
8 nemendur í 2. stigi.
í athugun er að halda Vélskóladeild á Siglu-
firði, 12 nemendur vilja hefja nám í 1. stigi-
Málið er í athugun, hvort af þessu getur orð-
ið, og þá jafnvel í samvinnu við Akureyrar-
deildina.
Nýir kennarar við skólann í vetur verða:
Sigurður Tómasson, háskólanemi er kenn-
ir íslensku; Kristinn Einarsson tæknifræðing-
ur, er kennir efnafræði, og Hallgrímur Ax-
elsson verkfræðingur, er kennir stærðfræði.
Býð ég þá velkomna til starfa.
Á næsta ári, eða árið 1975 verður Vélskóli
íslands 60 ára, svo þá verður tilefni til að
minnast þesscira tímamóta, og þáttar Vélskól-
ans í mennta- og atvinnulífi þjóðarinnar.
Árið 1975 á að kalla kvennaárið eins og við
höfum oft heyrt í fréttum. Svo það fer vel
á því, að nú í fyrsta sinn í sögu skólans
hefur stúlka sótt um inngöngu í skólann, er
það ungfrú Guðný Lára Petersen. Hún er boðin
hjartanlega velkomin í okkar hóp.
Fyrir nokkrum árum var það næstum óhugs-
andi, að vélstjórastarf væri kvenmannsstarf,
en nú er öldin önnur. Ég hugsa bara til sjálfs
mín, sem nemanda í smiðju berja járn úr
eldi, lyfta þungum stykkjum, nota stórar
sleggjur. Síðan hefja störf til sjós, sem kola-
mokari. Nú getur vélstjórastarfið farið fram
í hljóðeinangruðum stjórnklefa, þar sem vél-
stjórinn stjórnar og fylgist með öllum vél-
búnaði, gildir þetta bæði til sjós og lands.
Vélstjórastarfið hefur alltaf verið tvíþætt, við-
gerðir og eftirlit eða vélstjóm.
324 — Æ GIR