Ægir

Volume

Ægir - 15.05.1976, Page 24

Ægir - 15.05.1976, Page 24
Davíð Ólafsson sextugur Hinn 25. apríl síðastl. varð Davíð Ólafsson seðlabanka- stjóri, fyrrum fiskimálastjóri, sextugur. Mun mörgum raun- ar finnast það ótrúlegt, að þessi spengilegi maður, jafn- léttur í hreyfingum og hann er, skuli vera orðinn sextíu ára. Þegar hins er aftur á móti gætt, hversu lengi hann hefur verið í forystu ís- lenzkra þjóð- og atvinnu- mála, er aldurinn ekki ótrú- legur. Davíð er fæddur að Bakka- gerði, Borgarfirði eystra, 1916, sonur Ólafs Gíslasonar síðar framkv.stj. í Viðey og Jakobínu Davíðsdóttur, af traustum austfirzkum og ey- firzkum ættum. Hann nam hagfræði í Þýzkalandi og lauk prófi 1939. Á árinu 1940 var hann kjörinn fiskimálastjóri. — Gegndi hann því starfi til árs- ins 1967, að hann var ráðinn bankastjóri við Seðlabankann. Jafnframt sat hann á Alþingi frá 1959 til 1967, fyrst sem varamaður, en frá 1963 sem aðalmaður. Of langt mál yrði að telja hér upp öll önnur trúnaðar- störf, sem honum hafa verið falin á hinum langa starfs- ferli. Segja má samt, að fátt hafi gerzt innanlands og er- lendis á sviði sjávarútvegs- mála, að hann hafi ekki lagt þar hönd á plóginn. Hann átti drjúgan þátt í að móta störf Matvælastofunar S. Þ. (FAO) og Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OE- CD) á sviði sjávarútvegs- mála. Hann var formaður sendinefndar íslands á fund- um NA-Atlantshafsfiskveiði- ráðsins og forseti þess um skeið. Einnig var hann fasta- fulltrúi íslands í Alþjóðahaf- rannsóknaráðinu frá 1952 og í stjórn þess um nokkurra ára bil. Þessi upptalning verður að nægja, enda þótt hér sé að- eins um hluta þeirra mikils- verðu málaflokka að ræða, er hann hefur sinnt fyrir sjáv- arútveginn á erlendum vett- vangi. Ótalinn er þáttur hans sem fiskimálastjóra í þróun ís- lenzks sjávarútvegs og mark- aðsmála. Nefna má störf hans á nýsköpunarárunum, þátt hans í stofnun og þróun Afla- tryggingasjóðs. Hann var for- maður stjórnar sjóðsins frá upphafi. Störf hans við endur- skipulagningu haf- og fiski- rannsókna og rannsókna í þágu fiskiðnaðarins. Báðaf þær þýðingarmiklu og blórn- legu stofnanir, er nú sinna þessum málum, eru raunar af' kvæmi Fiskifélagsins. Davíð var stjórnarformaður beggJ3 þessara stofnana um árabil, og formaður byggingarnefndar húss Rannsóknastofnana sjav" arútvegsins. Að síðustu vil ég nefna f°r' göngu hans í útvegun fyrsta fiskleitartækisins til landsins- svo og kraftblakkarinnar a sínum tíma og í framhaldi a þessu námskeið þau er FisKi' félagið beitti sér fyrir í með' ferð fiskleitartækja. Állir þekkja árangur þessa og Þa byltingu er varð í tæknibún' aði fiskiskipa og fiskveiðum okkar íslendinga. Enn eru P° ótalin störf hans hjá FisK' málasjóði og Fiskveiðasjoð1 og raunar mörg önnur trun aðarstörf. Ekki verður afmælisbarns ins minnzt á síðum ÆglS> án þess að geta hans ágætu el® inkonu Ágústu Gísladóttu^ prests að Mosfelli í Gríms^ nesi. Á heimili þeirra ^í°n höfum við Fiskifélagsmen átt margar ánægjustun 1 ’ enda gestrisni þeirra og g13^ værð orðlögð. Ágústa er> ^ svo má að orði kveða, ein okkur. .a Að lokum vil ég ÞaKn. Davíð og Ágústu áratuga V1 . áttu og samvinnu og 1 na .. stjórnar og starfsfólks lr,s . félagsins óska afmælisba■ inu og fjölskyldu hans a heilla. Már Elísso"- náttúruauðlindunum jafnframt því að vinna að því að bæta lífskjörin fyrir þá sem vinna eða munu vinna að fiskveiðum og fiskvinnslu, í þeim tilgangi að stöðva fólksflóttann frá sjávarplássunum meðfram ströndum landsins. , A aUka Norðmenn vilja einnig vinna að þvi ao ^ arðsemi fiskveiða og fiskvinnslu og reynanll. framleiða eins mikið af eggjahvítu til m eldis og mögulegt er. u 174 — Æ GIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.