Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1977, Page 12

Ægir - 01.09.1977, Page 12
Davíð Ólafson: Brennandi í andanum Hann var brenn- andi í andanum, Matthías Þórðarson frá Móum, sem hleypti þessu riti af stokkunum á miðju ári 1905. Má sjá það af því, sem hann ritar í ávarpsorðum sínum til lands- manna, að honum var mikið í mun að koma þeim boðskap á framfæri hver nauðsyn væri á því að fræða þá, sem við sjávarútveg fengjust, sem mest um allt það, sem verða mætti atvinnuveginum til þrifa og framfara. Það má raunar teljast til ótrúlegrar bjart- sýni á þeim tíma að hefja útgáfu tíma- rits um sjávarútvegsmál, þegar segja má, að nútíma fiskveiðar hafi verið hér á frumskeiði, rétt þegar vélaöldin var að hefja innreið sína. En þetta reyndist tímabært brautryðjenda- starf, því þó útgáfan félli niður í tvö ár telst það varla meira en til byrjunarörðugleika og á þessu ári er sjötugasti árgangurinn að koma út, og engin ellimörk á ritinu. Fyrstu fimmtíu árin var Ægir mánaðarrit, en þegar svo réðst frá ársbyrjun 1955, að ég tæki við ritstjórninni voru uppi ráðagerðir uin að láta hann koma út oftar til að mæta ki° um tímans um örari fréttamiðlun. Niðurstao ^ varð sú, að síðan hefir Ægir komið út há s mánaðarlega. Það efni, sem Ægir hefur flutt lesendurn S1 um í sjötíu árgöngum hefur verið margvis e§ og hefur náð yfir öll svið sjávarútvegsmája P ^ skýrslur og tölulegar upplýsingar um sjav útveginn hafi verið þar fyrirferðarmestar. Eitt er þó það efni, sem gengur eins ^ rauður þráður gegnum ritið allt frá þv1 Matthías Þórðarson minntist á það í sin gr ávarpsorðum, en það er landhelgismálið- ánægjulegt til þess að vita, þegar litið er a P aldahvörf, sem orðið hafa í framvindu P ^ máls á undanförnum áratugum og l°hs ,jr fullri viðurkenningu á yfirráðum íslands y 200 mílna fiskveiðilögsögu, að þetta tirnn u skuli hafa átt sinn þátt í þeirri heillavæ11 Þróun- , írna- Sjötíu árgangar er langur tími mælt i . ritsævi og ekki síst þegar um er að ræða ^ tímarit. Fiskifélagi Islands er sómi að i)vn. iU hafa, þegar við stofnun, tekið við mfr ppi af Matthíasi Þórðarsyni og haldið ÞV1 , alla tíð síðan og á þessum tímamótum 1 ^ gáfu Ægis færi ég honum bestu óskir°^a hann megi framvegis, eins og hingað ti, íslenskum sjávarútvegi þarfur þjónn.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.