Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1979, Síða 57

Ægir - 01.01.1979, Síða 57
drifin loftþjappa frá Hamworthv. gerð 2 SF 3. afköst 39 klst við 30 kp cm- þrýsting. ein rafdrifin loftþjappa frá Worthington Sinrpson. gerð KH 23, afköst 50 m' klst 'ið 30 kp cm: þrýsting, og auk þess ein minni þjappa fyrir daglega notkun. Fyrir vélarúm og loftnotkun véla eru tveir rafdrifnir blásarar. Rafkerfi skipsins er 415 V riðstrumur. 50 Hz, fyrir stærri rafmótora og meiriháttar tæki en 240 V rið- straumur fyrir lýsingu og minni rafmótora. f skipinu er landtenging. Fyrir togvindu er Ward - Leonard jafnstrauniskerfi. Fyrir geyma skipsins er tankmælikerfi. í skipinu er CO2 slökkc ikerfi. Upphitun í íbúðum er með miðstöðvarvatni frá katli. Loftræsting er með rafdrifnum blásurum. í skipinu eru tvö vatnsþrýstikerfi frá Godwin fvrir hrein- lætiskerfi, annað fyrir ferskvatn. 300 1 geymir. og hitt sjó, 120 1 geymir. Fyrir vökvaknúnar vindur eru tvær áðurnefndar vél- knúnar dælur frá Brusselle og fyrir fiskilúgu er ein rafknúin vökvaþrýstidæla. Ein rafknúin vökvaþrýstidæla er fyrir stýrisvél. Ekkert lestarkælikerfi er í skipinu. en fyrir matvælakæliklefa er sjálfstætt kælikerfi. íhúðir: I íbúðarými b.b.-megin á neðra þilfari eru fremst fjórir 2ja manna klefar. þá borðsalur fyrir yfirmenn, e'dhús, borðsalur fyrir áhöfn. einn 2ja manna klefi og aftast snyrting með tveimur salernis- og tveimur sturtu- klefum. í íbúðarými s.b.-megin á neðra þilfari er fremst matvælageymsla, kæliklefi og ókæld geymsla með frysti- k>stu. en þar fyrir aftan tveir 2ja manna klefar, einn e|ns-manns klefi fyrir 1. vélstjóra, einn 2ja manna klefi °g aftast snyrting með salernisklefa og sturtuklefa. I íbúðarhæð, undir brú, er íbúð skipstjóra, sem er svefnklefi, setustofa og snyrting, tveir eins-manns klefar °g_snyrting nteð salernisklefa og sturtuklefa. Ibúðir eru einangraðar með 50 mm glerull og klæddar með plasthúðuðum plötum. Snyrtiklefar eru óeinang- raðir. Vinnuþilfar. fiskilest: Framan við skutrennu er vökvaknúin fiskilúga, sem veitir aðgang að fiskmóttöku aftarlega á neðra þilfari. Tvískipt hlið lokar skutrennu. Frá fiskmóttöku er fiskurinn fluttur með færibandi fram eftir fismóttökugangi að vinnuþilfari fremst á neðra þillari. Vinnuþilfar er búið aðgerðarborðum, færi- böndum og fiskþvottakari. Fiskilest er búin áluppstillingu. Lestin er einangruð með polyurethan og klædd með áli. Ein stór lúga, 6.7x1.2 m. er að fiskilest með tréhlerum, auk þess er ein minni lúga. Losun er um samsvarandi lúgur á efra þilfari, upp af lestarlúgum á neðra þilfari, framan við yfir- byggingu. Vindubúnaður: Togvindan er. eins og fram hefur komið, staðsett einni hæð fyrir ofan togþilfarið. Vindan er frá J. Robert- son & Sons og er búin tveimur togtromlum, sem hvor tekur um 1250 faðma af 3 1/4“ vír, tveiniur hjálpar- tromlum fyrir hífingar og tveimur tvöföldum koppum á endum. Vindan er knúin af 300 ha, 650 sn mín Lawrence Scott jafnstraumsmótor. Fyrir grandara og bobbinga eru fjórar vökvaknúnar hjálparvindur frá Brusselle, tvær hvoru megin við þil- farshús. Grandaravindur eru af gerð HHL 6, togátak 6 t. en bobbingavindur af gerð HHI. 4, togátak 4 t. Framarlega á efra þilfari er rafdrifin akkerisvinda frá Gemmel & Frow með einni keðjuskífu og tveimur koppum. Rafeindatæki, tæki í brú o.fl.: Af helztu tækjum í stýrishúsi má nefna: Ratsjá: Tvær Decca RM 326, 48 sml. Seguláttaviti: Spegiláttaviti í þaki. Gyroáttaviti: Microtecnica, Sirius. Sjálfstýring: Decca Pilot 550. Vegmælir: Bergen Nautik. Loran: Decca DL 91 MK2, sjálfvirkur loran C móttakari, með Decca skrifara. Dýptarmælar: Tveir Elac LAZ 17. Fisksjá: Elac. Talstöð: Redifon, simplexstöð (í loftskeytaklefa). Örbylgjustöð: Redifon GR 470. Örbylgjustöð: Sailor RT 144. Auk áðurnefndra fjarskiptatækja eru fullkomin loft- skeytatæki í skipinu. Af öðrum tækjabúnaði má nefna Redifon kallkerfi. Aftast í stýrishúsi eru stjórntæki fyrir togvindu (togtromlur og hífingatromlur). Átaks- mælar eru fyrir togvíra frá Humber St. Andrews. Af öryggis- og björgunarbúnaði má nefna: Tvo 20 manna gúmmíbjörgunarbáta, einn slöngubát, auk neyð- artalstöðvar. ÆGIR — 45

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.