Ægir - 01.06.1979, Síða 11
Tölvuvæðing í
hraðfrystiiðnaði
^r- Rögnvaldur Ólafsson:
Rafvogir og skrán-
jngartæki fyrir
Inngangur.
í þessari grein verður
fyrst rætt nokkuð um
hönnun Raunvísindastofn-
unar Háskólans á raf-
eindabúnaði fyrir frysti-
hús. Þá verður stuttlega
skýrður sá búnaður sem
notaður er, þ.e. rafeinda-
vogir og örtölvur og hveijir
eru kostir hans og gallar.
Að lokum verður sagt frá
þeim vogum, sem smíð-
reynslu sem af þeim hefur
,tasP'ega eins árs skeið hefur verið unnið á
tcekj- VSln^astofnun Háskólans að smíði rafeinda-
se^ au»r’r ffy^tihús. Takmarkið var að búa til tæki
Hð v Ve'ðuðu vigtun og gagnavinnslu í húsunum.
Voru ar°. ffjótt ljóst að það sem erfiðast var að fá
húsi eVn°^'r Sem Þyldu vera staðsettar í frysti-
frystihn Ve8na bleytu, salts og mikils álags verða
te^ast vera raftækjum erfiðari en flest
undirst1»nat5arflnsnæði. Þar sem góðar vogir eru
ákveðið an un(ftr gagnasöfnun í frystihúsum var
við h- byrja á að smíða rafeindavogir. Vinna
nnun °g smíði voganna hófst sumarið 1978
trystihús
aðar hafa
íengist.
og hafa nú verið smíðaðar tvær vogir og reyndar
í frystihúsum, 1000 kg innvigtunarvog fyrir Meit-
ilinn hf. í Þorlákshöfn og 12 kg borðvog eða
pökkunarvog fyrir Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf.
Báðar hafa þessar vogir verið í notkun um nokkurt
skeið og árangur verið það góður að nú er verið
að smíða töluverðan fjölda í viðbót sem reyndur
verður á nokkrum stöðum á landinu í sumar.
Svo sem fyrr segir eru vogirnar undirstaðan
undir skráningarkerfi húsanna, því lítið gagn er í
að skrá frá lélegum og óáreiðanlegum vogum.
Þegar ljóst var að vogirnar myndu verða nothæfar,
var hafist handa um að hanna önnur skráningar-
tæki og gagnavinnslutæki. Fyrst var hönnuð svo-
nefnd millivog fyrir skipt kerfi, en það er vog sem
vigtar frá snyrtiborðum inn í pökkun. Þessi vog
vigtar ekki aðeins, heldur má einnig skrá inn á
takkaborð, sem fylgir henni, upplýsingar um hrá-
efnið og vinnsluna og tengir vogin þær upplýsingar
við vigtina og sendir síðan gögnin til tölvu, skrán-
ingarstöðvar eða prentara. Millivogin er nú að
mestu tilbúin og verður reynd á Húsavík í sumar.
Þótt gögnin frá millivoginni séu tilbúin til tölvu-
vinnslu er mjög æskilegt að geta leiðrétt þau og
frumunnið í húsinu sjálfu jafnóðum. Þetta verður
gert með svonefndri safnstöð, en það er tölva sem
tekur við gögnum, bæði frá millivoginni og pökk-
unarvogunum, og reiknar út nýtingu, afköst og
fleira. Einnig er hægt að leiðrétta rangar skrán-
ingar. Þótt þarna sé um tölvu að ræða mun safn-
stöðin miklu frekar koma fram sem skynsamt tæki
en tölva og verður væntanlega bónusskráningarfólki
til allmikils hagræðis. Vinna við safnstöðina er vel
á veg komin og verður fyrsta stöðin reynd með
millivoginni á Húsavík í sumar.
Að fengnum vogum, millivog og safnstöð má
segja að einungis vanti tímaskráningarkerfi til þess
að allar þær upplýsingar sem þarf til bónusreikn-
ÆGIR — 327