Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1979, Page 34

Ægir - 01.06.1979, Page 34
hagkvæmt sé að samræma gagnasöfnunina og úr- vinnsluna sem mest og skipuleggja einnig notkun upplýsinganna til samræmis við það stjórnunar- kerfi sem fyrir hendi er eða æskilegt verður að þróa. Það er augljóst mál að flest frystihús í dag eru ekki reiðubúin að hagnýta sér flókið upplýsinga- kerfi nema það sé vel aðlagað að stjórnunarkerf- inu. Slíka samræmingu mætti fá fram með eftir- farandi sundurliðun kerfisins í þætti: 1. Skráningarþáttur: Hér þarf að skilgreina hvaða upplýsingum beri að safna. Þarf þá að liggja fyrir vitneskja um hvaða þættir vinnslunnar eru mikilvægastir fyrir afkomu rekstrarins, og hvaða upplýsingar lýsa best ástandi þess þáttar. leiðir af sér aukna nákvæmni og rekstrarörygg1 miðað við þær mekanisku vogir sem nú eru 1 notkun. Örtölvan gerir alla uppbyggingu voganna og möguleika á úrvinnslu gagna frá þeim mun þróaðri án þess að rafkerfið verði of flókið eða dýrt í framleiðslu. Hönnunarforsendur kerfisins hafa að mestu veri unnar í samráði við Framleiðni sf. sem er rekstrar ráðgjafarfyrirtæki Sambandsfrystihúsa, auk starfs manna Sjávarafurðadeildar Sambandsins og einj stakra frystihúsa sem kaupa og prófa frumeinto þeirra tækja sem nú eru í smíðum. Við upp' byggingu heildarkerfisins hefur að verulegu leV11 verið stuðst við þær forsendur sem lýst er í liðum I-IV hér að framan. Gert er ráð fyrir að eftirtalm tæki verði hönnuð: 2. Söfnunar- og geymsluþáttur. Þegar ákvarðað hefur verið hvaða upplýsingar eru mikilvægastar er næsta þrep að ákvarða hvernig þeim verði best safnað og þær geymdar. Er þróun tækjabúnaðar mikilvæg á þessu stigi. Hér þarf einnig að skilgreina hver er ábyrgur fyrir söfnun gagnanna og hvernig þær skuli meðhöndlaðar, t.d. á eyðublöðum. 1. Innvigtunarvogir fyrir hráefni við verðlagningu- Hér yrði um nokkrar mismunandi útfærslur a ræða þar sem geymslutækni og aðstæðum V1 móttöku hráefnis er mismunandi varið í frystl húsum eins og áður er getið. Áætlað er að þessar vogir geti annað gagnasöfnun fyrir verðlagning11 hráefnis með notkun þar til gerðs skráningar borðs sem tengt yrði voginni. 3. Úrvinnslu- eða skýrsluþáttur. Þegar uppsöfnun gagna hefur átt sér stað þarf að vinna upplýsingarnar fyrir hin ýmsu skráningar- kerfi og skýrslur. Áætlun þarf að liggja fyrir hvernig það skuli gert, hver og hvenær beri að gera það. 4. Notkunarþáttur. Að endingu ber að gera áætlun um hver eigi að fá skýrslur, hvenær þær skuli liggja fyrir og hvernig beri að nota þær. T.d. ákveða viss mörk sem gefa ástæðu til ráðstafana og hver sé ábyrgur fyrir þeim ráðstöfunum sem gera þarf. Þessi þáttur fléttast eðilega inn í starfslýsingu yfirmanns. V. Uppbygging vigtunar- og skráninga- kerfís Raunvísindastofnun háskólans (RH) hefur und- anfarna mánuði unnið að hönnun voga og skrá- ningarkerfis til notkunar við eftirlit með vinnslu- rásum í frystihúsum. Hönnun vélræns hluta bún- aðarins er í höndum Verkfræðistofnunar Há- skólans. Kerfið byggir á rafeindatækni, allar vogir kerfisins eru búnar kraftnemum og örtölvum sem 2. Innvigtunarvogir fyrir flökunar- og flatnings kerfi. í þessu tilviki koma einnig nokkrar útfærsl11 til greina: a) 1000 kg pallvog fyrir lyftarakassa. b) 200 kg pallvog fyrir staðsetningu framan V1 hausunarvél. c) Innbyggð vog fyrir lyftur. Gert er ráð fyrir möguleika á flokkun upP lýsinga eftir fisktegundum, stærðarflokkum vinnsluleiðum. 3. Vogir fyrir frávigtun frá flökunar- og flalíl ingskerfum. Gert er ráð fyrir 20 kg vog sem hefði skráningar borð fyrir flokkun eftir tegund og flökunarlei • tengda prentara sem skrifaði þyngd og flokkun málmhúðaða pappírsmiða sem síðan fylgdu bök um til snyrtiborða. Þessa skráningu á bökkm11 má einnig gera sjálfvirka með notkun segulspjalda7' ráka- eða gatakortalesara en ekki er gert ráð fyr,r því í frumgerðum tækjanna. 4. Safnstöð fyrir flökun. Stefnt er að því að hanna söfnunar- og l,r 350 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.