Ægir - 01.06.1979, Síða 50
hafa eiginhagsmuna að gæta, ekki síst undan
Kyrrahafsströnd Kanada, en einnig Atlantshafs-
megin.
Bandaríkin
Fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi voru Bandaríkja-
menn næststærsta fiskveiðiþjóðin í heiminum.
Síðan þá hafa þeir dottið niður i 5. sæti (1974)
og veiða aðeins um 4% af heildaraflanum, enda
þótt afli þeirra hafi einungis minnkað um 8% á
sama tíma. Heildarneysla fiskafurða hefur nær tvö-
faldast í landinu, úr 2,9 milljónum lesta árið 1950
í 5,2 milljónir lesta 1976. Vegna þess að fiskiðnaði
landsmanna hefur ekki tekist að ná til sín neinu
af þessari aukningu og einnig vegna hættunnar á
eyðingu fiskstofnanna, hafa stjórnvöld gripið til
strangra aðgerða og eru fiskveiðar útlendinga mjög
takmarkaðar. Þá hafa verið gerðar áætlanir um
uppbyggingu útgerðar og fiskiðnaðar (The Fishery
Conservation and Management Act 1976).
Bandaríkin hafa fjórðu stærstu strandlengju og
þriðju stærstu fiskveiðilögsögu í heiminum og eiga
yfir að ráða einhverjum auðugustu fiskimiðum
heims. Er talið, að nærri einn fimmta þekktra
„lifandi auðlinda“ hafsins sé að finna innan
yfirráðasvæða þeirra. Þrátt fyrir þetta hefur fisk-
iðnaði Bandaríkjanna farið hnignandi fram á
síðustu ár og fiskaflinn staðnað, þrátt fyrir aukna
eftirspurn sjávarafurða í heild. Hinni auknu eftir-
spurn hefur verið mætt með innflutningi, sem
fullnægir nú um 60% heildareftirspurnar. Þótt
útflutningur sé nokkur, var viðskiptahalli í þessu
tilliti 1,9 milljarður dollara á árinu 1976.
Á árunum um og eftir 1950 var nær ekkert
um veiðar útlendinga undan austurströnd Banda-
ríkjanna, ef frá eru taldir örfáir kanadískir bátar-
Á þeim tæplega þremur áratugum sem liðnir eru
hefur afli útlendinga nær hundraðfaldast og fjöld'
þjóða sem stunduðu veiðar þar fór yfir tvo tug1-
(Tafla XVII). Þessi þróun varð sérstaklega ör um
og eftir 1960, er sífellt fullkomnari erlend fisk'"
skip ásamt verksmiðju- og flutningaskipum baettust
í hópinn. Afleiðingin hefur verið sú, að sífellt var
nær stofnunum gengið. Um þessar mundir er taljö
að 23 stofntegundir á bandarískum miðum seu
ofveiddar og í hættu. Mikivægastar þeirra eru ýs3-
síld, yellowtail flounder (flatfisktegund), menhaden
(uppsjávar fiskur er heldur sig í torfum líkt og
síld og loðna) og Kyrrahafsufsi.
Vegna hins tiltölulega frjálsa aðgangs erlendra
flota að miðunum fór afli heimamanna stöðug1
minnkandi, sérstaklega af þeim tegundum, sem mest
eftirspurn var eftir. Ýsuveiðar við Nýja-Englaud-
sem voru stór og ábatasöm grein um 1950, haía
t.d. orðið að nær engu á síðustu árum. Var aflamagu
rúmlega tífalt þá samanborið við aflann nú, e^a
um og yfir 70 þús. lestir.
Ofveiðin er samt sem áður ekki eingöngu sök
útlendinga, þar sem um 15 af hinum ofveiddu
tegundum eru að mestu veiddar af bandarískum
fiskimönnum. Þrátt fyrir það má telja víst að
þær tegundir sem eru bæði veiddar af heima-
mönnum og útlendingum séu mikilvægari og hat'
meiri áhrif, þar sem stofnarnir voru upphafle?3
sterkir. Njóta þær einnig meiri markaðsvinsælda-
Stærðarmunurinn á skipum heimamanna og ut'
lendinga var veigamikil ástæða fyrir minnkand’
Tajla XVU.
Aflaskipting undan Norður-Atlantshafsströnd Bandaríkjanna eftir löndun.
(000 tonn).
1954 1958 1962 1966 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977*
Bandaríkin 413 446 428 933 985 966 956 1.061 1.017 980 1.037 1.009
Kanada 1 13 55 108 101 70 52 52 62 76 90 124
E.B.E - - - - 93 60 38 46 36 39 26 5
Austur-Evrópa .. - - 1 16 150 381 392 386 288 236 144 34
Sovétríkin - - 209 587 269 407 489 451 351 314 206 102
önnur lönd -■ - - 17 38 42 50 55 50 40 44 31
Samtals 414 459 693 1.661 1.636 1.926 1.977 2.051 1.804 1.685 1.547 1.305
Hlutdeild Bandar. 99,8 97,2 61,8 56,2 60,2 50,2 48,4 51,7 56,4 58,2 67,0 77,3
* Bráðabirgðatölur.
366 — ÆGIR