Ægir - 01.06.1979, Side 66
A TÆKJAMARKAÐNUM
Kraftblakkir frá ABAS
Fyrirtækið Aukra Bruk A.S., skammstafað
ABAS, var stofnað þann 8. jan. 1949 á eyjunni
Gossen, sem er sunnarlega við vesturströnd Noregs.
í fyrstu voru aðalverkefni fyrirtækisins viðhald og
endurbyggingar á skipum, ásamt lengingum á
smærri stálskipum. Fljótlega fór fyrirtækið að taka
að sér stærri verkefni, svo sem nýsmíði stálskipa,
og á árinu 1960 samdi fyrirtækið um smíði á
tveim 1800 dwt stálskipum.
Á árinu 1977 hafði fyrirtækið komið sér upp
aðstöðu til að byggja allt að 92 m löng skip. í
tengslum við stálskipasmíðina er dráttarbraut, sem
getur tekið upp skip allt að 1200 t að þyngd.
Auk þeirra verkefna sem hér hafa verið nefnd,
er unnið margháttuð stálsmíði á vegum fyrirtæk-
isins, ásamt framleiðslu á vélrænum búnaði svo sem
vökvaknúnum vindum, kraftblökkum o.fl.
Hér á landi eru kraftblakkir og færslublakkir
þekktastar af framleiðslu ABAS, en þær eru fram-
leiddar af ýmsum stærðum og gerðum. í janúar
1979 kom á markaðinn ný gerð af kraftblökk frá
ABAS, GE 16/140, þessi kraftblökk kemur í stað
gerðar GD 16/110, en megin breytingin virðist fólgin
í því að þvermál dráttarhjólsins hefir verið aukið
úr 110 cm í 140 cm.
Meðfylgjandi myndir eru af kraftblökkum frá
ABAS, gerðir GE 22/140 - GE 16/140 - GE II/
140. Ytri mál þessara þriggja gerða eru þau sömu
en munur milli gerðanna er fólginn í mismunandi
dráttargetu eins og fram kemur í meðfylgjandi
töflu.
Myndirnar sýna uppbyggingu kraftblakkarinnar
í megin atriðum í láréttum og lóðréttum fleti.
Helstu einingar kraftblakkarinnar eru bómustóll,
bóma, vökvatjakkur, rúlla og kraftblakkarhaus.
Eins og fram kemur á myndinni er bómustóllinn
byggður upp sem þrífótur, en rétt er að geta þess
að um nýja útfærslu er að ræða, og enn sem komið
er hefir engin kraftblökk verið flutt hingað til lands
með þessari útfærslu á bómustólnum. Bóman
gengur í gegnum legu efst í bómustólnum en neðri
endi hennar hvílir í legu sem fest er í botnplötu
800»ax
680 m. n
Myrxdirnar sýna GE 22/140, GE 16/140 og GE 11/140 i
lóðréllu og láréltu plani.
þrífótarins. Vökvatjakkur tengist bómunni oggetu.r
snúið henni um allt að 120° í láréttu planl'
Kraftblakkarhausinn tengist bómunni um lið en yf[r
liðinn er tengdur vökvatjakkur sem getur hrey*1
kraftblakkarhausinn í lóðréttu plani um 80 -
60° uppfyrir og 20° niðurfyrir lárétta miðlinU
kraftblakkaröxulsins. Kraftblakkarhjólið er knúi
af tveim vökvamótorum frá Staffa, gerð B-30.
Helztu tæknilegar stærðir.
GE GE GE
Gerð 22/140 16/140 11/140
Hámarks togátak 0-770 8.4 4.6 4.6 tonn
Dráttarhraði 0-770 0-40 0-60 0-40 m/nun-
Snúningshraði .... 16 24 16 sn/mín- 1,/rnín-
Olíumagn 170 150 85
H ámarksþrýstingur 210 210 210 bar-
Vinnuþrýstingur ... 180 180 180 baf- hö-
Hámarksaflþörf ... 95 80 45
382 — ÆGIR