Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1980, Blaðsíða 12

Ægir - 01.07.1980, Blaðsíða 12
eru fiskmjölsverksmiðjum láti skip sín frekar landa í heimahöfn enda yrði það sjálfsagt vinsælt meðal sjómanna líka. Hætt er við því að verksmiðjur á smærri stöðum sem lítið hafa upp á að bjóða annað en þróarrými og löndunaraðstöðu verði undir í þeirri samkeppni um hráefnið sem fyrirsjáanleg er. Vel getur svo farið að hinum eiginlegu loðnu- verksmiðjum eigi eftir að fækka nokkuð af þessum orsökum. Einnig getur í því sambandi haft afger- andi áhrif hvort ströngum kröfum um mengunar- varnir verður haldið til streitu. Hráefnisnýting og vinnslutækni Nýting og vinnslutækni í íslenskum fiskmjöls- verksmiðjum hefur verið gagnrýnd nokkuð óvægi- lega af hráefnisseljendum undanfarin ár. Vinnslu- tæknin hefur þróast hægar hjá okkur en í ná- grannalöndunum. Ástæðurnar hafa fyrst og fremst verið lánsfjárskortur og einnig það fyrirkomulag sem hér tíðkast við verðlagningu á hráefni. Nú er það yfirlýst stefna að Fiskveiðasjóður skuli veita meira fé en verið hefur til tæknilegra endurbóta í fiskmjölsverksmiðjum, einkum til orkusparandi og nýtingarbætandi aðgerða. Einnig hefur í Verð- lagsráði að undanförnu verið tilhneiging í þá átt að hækka viðmiðunarmörk hráefnisnýtingar i átt að æskilegu marki og taka þá ekki eingöngu tillit til meðaltalsnýtingar verksmiðjanna næstu vertíðar á undan. Nýting hráefnis í fiskmjölsverksmiðjum hefur batnað mikið undanfarin ár eins og taflan hér á eftir sýnir. (Skýrslur Loðnunefndar og Ægir). Líklegt er að nýtingin muni batna eitthvað á Loðnu- og síldarbræðslan Vopnafirði. 372 — ÆGIR Hráefnisnýting loðnu í mjöli í fiskmjölsverksmiðjum. Ár Vetur Suntar / hausl 1975 15.7% 1976 15.8% 1977 16.1% 1978 17.2%') (15.5%)- 1979 17.3% 1980 (17.5%)-’) 16.0% 1) Þurrefnisinnihald loðnunnar var óvenju hátt þessa ver- tíð. 2) Sennilega unnið allmikið af beinum með. 3) Áætlaðskv. uppgefnum tölum flestra stærri verksmiðja. næstu árum einkum á sumarvertíð en því eru þó tak- mörk sett. Það er t.d. varla við því að búast að meðalmjölnýting úr loðnu á vetrarvertíð verði mikið yfir 18% þó svo að tækjakostur verksmiðj- anna batni og geymslutími styttist vegna minnk- andi hráefnisframboðs. Samkvæmt skýrslum fra Norsku síldarmjölseinkasölunni ,,Norsildmel“ var miölnýting norsku verksmiðjanna veturinn 1979 um 17.9%. Þó að vandséð sé hvaða tækja- og tæknibúnaður verður látinn sitja í fyrirrúmi á næstu árum þa verður að telja líklegt að verksmiðjurnar legS1 áherslu á að bæta sinn tækjakost, einkum þann er stuðlar að bættri nýtingu hráefnis og orku- sparnaði. Niðurlag Því miður virðist ekki tilefni til að vera mjög bjartsýnn á afkomu fiskmjölsiðnaðarins í nánustu framtíð. Engar líkur eru á umtalsverðum verðhækkunum á erlendum mörkuðum. Flest bendir til minnkandi hráefnisframboðs. Vinnslukostnaður, einkum orkuverð, mun ef- laust halda áfram að hækka. Að gefnum þessum þrem forsendum er augljó*1 að afkoma í heild mun fara versnandi. Til að bæta hag iðnaðarins þarf verulegra fjárfestinga við sem miða að orkusparnaði, bættri nýtingu og auknum afurðagæðum. Ekki er rökrétt að álykta að verk smiðjurnar hafi bolmagn til að standa undir Þe*111 fjármagnskostnaði í versnandi afkomu. Varla er Þa nema um tvennt að ræða, þ.e. opinbera fyrirgreiðsl11 eða lækkað hráefnisverð. Hvor kosturinn fyr‘r valinu verður eða hvorugur skal engu spáð um. e11 hitt er alveg ljóst að útgerð og sjómenn eru ekker betur í stakk búin að taka á sig versnandi afkom11 með minnkandi afla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.