Ægir - 01.07.1980, Blaðsíða 46
Már SH ! Ólafsvíkurhöfn. (Ljósm. Bœring Cecilsson).
að stefni, tvær í hvorum gangi, þannig að unnt er
að hafa tvær vörpur undirslegnar og tilbiínar til
veiða. Aftarlega á togþilfari, til hliðar við vörpu-
rennu, eru síðuhús (skorsteinshús) og er stiga-
gangur í s.b.-húsi niður á neðra þilfar. Nokkru
framar á togþilfari eru þilfarshús í síðum, sem eru
fyrir togvindumótora. Yfir afturbrún skutrennu er
toggálgi, en yfir frambrún skutrennu er bipod-
mastur, sem gengur niður í skorsteinshúsin.
Hvalbaksþilfar er heilt frá stefni aftur að skips-
miðju, en þar greinist það í tvennt og liggur með-
fram báðum síðum aftur að skorsteinshúsum.
Aftarlega á heilu hvalbaksþilfari, nokkru framan
við skipsmiðju, er yfirbygging á tveimur hæðum,
þ.e. íbúðarhæð og stýrishús (brú). Á brúarþaki
er ratsjármastur m.m., en á afturhlið brúarþaks
eru hífingablakkir. Á framlengdu hvalbaksþilfari,
s.b.-megin, er stjórnklefi fyrir vindur.
Vélabúnaður:
Aðalvél er frá A/S Wichmann, sjö strokka tví-
gengisvél með forþjöppu og eftirkælingu. Vélin
tengist skiptiskrúfubúnaði frá Wichmann, í gegnum
vökvatengsli. í skipinu er búnaður til brennslu
á svartolíu.
Tœknilegar upplýsingar (aðalvél m/skrúfubúnaði):
Gerð vélar.............. 7 AXA
Afköst ................. 2350 hö við 375 sn/mín
Hraðahlutfall .......... i:i
Efni í skrúfu .......... Ryðfrítt stál
Blaðafjöldi ............ 4
Þvermál................. 2050 mm
Snúningshraði .......... 375 sn/mín
Skrúfuhringur .......... Wichmann
Við fremra aflúttak aðalvélar tengist deiligír fra
Frank Mohn (Framo) af gerð SP5B með innbyggð'
um vökvakúplingum og fimm úttökum fyrir drift a
riðstraumsrafal (óútkúplanlegur), togvindurafölum
og vökvaþrýstidælum fyrir vindur. Snúningshraði
á úttökum er 1500 sn/mín (riðstraumsrafall) og
1491 sn/mín (jafnstraumsrafalar og dælur) miðað
við 360 sn/mín á aðalvél, og hámarks aflyfirfærsla
deiligírs er 1400 hö.
Aflgjafar knúnir af aðalvél:
Riðstraumsrafall ...
Afköst ..............
Spenna, straumur ..
Notkun ..............
Jafnstraumsrafalar ..
Afköst ..............
Spenna, straumur ..
Notkun ..............
Vökvaþr.d. (tannhj.d.)
Afköst ..............
Þrýstingur, olíustreymi
Notkun ..............
Newage Stamford MC 534 D
304 KW (380 KVA)
3x380 V, 577 A, 50 Hz
Rafkerfi skipsins
2 x indar N-355-M-a
2 x 165 KW
440 V, 2 x 375 A
Togvindur
2 x Voith IPH 6/6/6-
100/80/80
2 x 150 hö
180 kp/cm2, 2 x 373 I/mín
Vökvaknúnar vindur o.fl.
í vélarúmi eru tvær hjálparvélasamstæður, önnur
s.b.-megin en hin b.b.-megin.
Hjálparvél s.b.: Cummins, gerð KT 1150 G, sex
strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkæln
405 hö við 1500 sn/mín. Vélin knýr beintengdan
Newage Stamford MC 534 C riðstraumsrafal, 24
KW (310 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz, og eina Voith
IPH 5/ 5-50/50 tvöfalda vökvaþrýstidælu, 55 hö vi
1500 sn/mín, umTwin Disc tengsli, sem er varadæ 3
fyrir vökvaknúnar vindur o.fl.
Hjálparvél b.b.: Cummins, gerð KT 1150 p-
sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftit
kæli, 405 hö við 1500 sn/mín. Vélin knýr bein
tengdan Newage Stamford MC 534 C riðstraums
rafal, 248 KW (310 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz, og
Indar N 250L-b jafnstraumsrafal, 70 KW, 220 ■
um Twin Disc tengsli, sem er vararafall fyrir tog
vindur. ...
Fyrir upphitun er olíukyntur miðstöðvarketi
frá Pyro af gerð 1118, afköst 90000 kcal/ klst,
sem er í vélarreisn b.b.-megin.
Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Tenfjot
gerð 6M200-2GM420, snúningsvægi 6000 kpm-
406 — ÆGIR