Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1980, Blaðsíða 56

Ægir - 01.07.1980, Blaðsíða 56
Brautskráning nemenda Vélskóla íslands 1980 Brautskráning nemenda Vélskóla íslands í Reykjavík fór fram laugardaginn 17. maí s.l. Um 350 nemendur stunduðu nám við skólann á liðnum vetri, þar af um 300 í Reykjavík, en vélskóla- deildir eru einnig starfræktar á Akureyri, ísafirði, Akranesi, í Keflavík og í Vestmannaeyjum. Um 150 nýir nemendur hófu nám á síðast liðnu hausti og var rétt á mörkum, að vanda, að hægt væri að sinna öllum umsóknum vegna hinnar miklu aðsóknar. Um 350 vélstjórar eru útskrifaðir á þessu vori með vélstjóraréttindi af ýmsum stigum en undir lokapróf gengu 87 nemendur. Árlegur kynningardagur skólans, skrúfudagur- inn, var haldinn 19. apríl og var gestkvæmt að venju. Þá gefst öllum tækifæri til að kynna sér starfsemi skólans og er þetta tilvalið tækifæri fyrir væntanlega nemendur og foreldra þeirra að heim- sækja skólann. Gamlir vélstjórar koma gjarna og gæða sér á ljúffengum veitingum vélstjórakvenna en kvenfélagið Keðjan hefur kaffisölu í skólanum þennan dag. Árshátíð skólans var haldin um kvöldið og var fjölsótt. Svonefnd starfsvika er nú orðin fastur liður í skólastarfinu. Þá eru nemendur sendir í náms- og kynningarferðir undir leiðsögn til ýmissa fyrirtækja og stofnana. Heimsóttar voru smiðjur og verkstæði, Hitaveita Reykjavíkur, Sementsverksmiðjan á Akranesi, Áburðarverksmiðjan, Rannsóknastofnun iðnaðarins að Keldnaholti, Landhelgisgæslan, Þjóðminjasafnið, Handritastofnun, Veðurstofa ísl- ands, Landmælingar íslands, Hampiðjan, Plast- verksmiðjan á Reykjalundi, Ullarverksmiðjan á Álafossi, Hitaveita Suðurnesja, Hekla hf. o.fl. Móttökur allar voru forráðamönnum þessara stofnana og fyrirtækja til hins mesta sóma og er Vélskólinn þeim mjög þakklátur fyrir veitta fyrir- greiðslu. Lokaprófsvélstjórar fóru í náms- og kynn- isferð til nokkurra Evrópulanda er þótti takast hið besta. Þá voru haldin námskeið í eldvörnum á vegum Slökkviliðs Reykjavíkur og námskeið í skyndihjálp og meðferð gúmbjörgunarbáta á vegum Slysa- varnafélags íslands. Bestum árangri í vélfræði náðu eftirtaldir nem- endur: Heimir Vilhjálmur Pálmason í 1. stigi, Guð- mundur Grettisson í 2. stigi, Eggert Atli Benónýs- son í 3. stigi og Markús Jón Ingvason í 4. stigi- Bestum árangri í ensku náðu: Jakob Rúnarsson, l.A, Guðmundur Grettisson, 2.A, Þorkell Gunn- arsson, 2.E, Jón Gunnlaugur Sigurðsson, 3.A. Sigurjón Ólafur Halldórsson, 4.A og Ragnar Elías Maríasson, 4.D. Bestum árangri í dönsku náðu Heirnir Vilhjálmur Pálmason, l.A og Nikulas Magnússon, 2.C. Bestum árangri í íslensku náðu Páll Sigurðsson, l.C, Sverrir Árnason, 2.D, Björg- vin Karlsson, 3.A og Eggert Atli Benónýsson. Ofangreindir nemendur hlutu bókaverðlaun sem gefin voru af Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar, Sendiráði Dana, Minningarsjóði Stein- gríms Pálssonar cand. mag og verðlaunasjóði Vélskólans. Eggert Atli Benónýsson hlaut ser- stök heiðursverðlaun, fagran grip, frá Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna. í vetur bárust skólanum kærkomnar gjafir. olíuskilvinda af Titan-gerð frá Landsmiðjunni og þvingusett frá fsól hf. og þakkaði skólastjóri fyr'r veitta vinsemd. Tíu ára afmælisárgangur vél- stjóra færði skólanum að gjöf fagra myndastyttu. Helgi Laxdal mælti fyrir munn þeirra nemenda. Guðmundur Eiríksson flutti kveðjur frá 25 ára nemendum og Sigmundur Guðbjartsson kveðjur fra 50 ára nemendum. Skólastjóri þakkaði góðar gjafir og hlýhug. þakkaði nemendum og kennurum fyrir samstarfið á liðnum vetri og sagði skólanum slitið. Andrés Guðjónsson skólastjóri. Mvndin sýnir Helga Laxdal (t.h.) afhenda skólastjóra Andres' Guðjónssyni (t.v.) myndastyttu fyrir hönd 10 ára árgangs nen< enda. 416 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.