Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1980, Blaðsíða 50

Ægir - 01.07.1980, Blaðsíða 50
Skólaslit Stýrimannaskólans í Reykjavík Stýrimannaskólanum í Reykjavík var slitið í 89. sinn 23. maí. í skólanum voru 156 nemendur þegar flestir voru. Auk þess var 1. stigs deild á ísafirði í tengslum við Iðnskólann þar. Utan venjulegrarstundaskrár voru haldin nokkur námskeið við skólann svo sem brunavarnarnám- skeið á vegum Slökkvistöðvarinnar og verkstjórn- arnámskeið á vegum Iðntæknistofnunar íslands. Auk heilsufræðikennslunnar í skólanum fengu nemendur að fylgjast með aðgerðum á slysadeild Borgarspítalans. Ennfremur fóru nemendur 2. og 3. stigs æfingaferðir með varðskipum ríkisins. Prófi 1. stigs luku samtals 60 nemendur auk 8 á ísafirði. Prófi 2. stigs lauku 70 og prófi 3. stigs. 29. Efstur á prófi 3. stigs var Valur Símonarson, 9.57, og hlaut hann verðlaunabikar Eimskipafélags íslands, farmannabikarinn. Efstir á prófi 2. stigs voru Hólmsteinn Björnsson og Viðar Ásmundsson Ólsen með 9.88 og báru þeir brott á milli sín verðlaunabikar öldunnar, Öldubikarinn. Lands- samband íslenskra útvegsmanna veitti verðlaunfyr- ir hæstu einkunn í siglingafræði, fiskimanni á 2. stigi og hlaut þau Páll Ægir Pétursson, klukku með foftvog. Bókaverðlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar skólastjóra hlutu eftirtaldir nemendur. Á 3. stigi: Halldór Benóný Nellet, Tryggvi Gunnar Guðmundsson og Valur Símonar- son. Á 2. stigi: Aðalsteinn Arnar Halldórsson, Ágúst Aðalsteinn Ragnarsson, Barði Ingibjarts- son, Friðrik Jón Arngrímsson, Guðlaugur Ágústs- son, Hólmsteinn Björnsson, Páll Ægir Péturs- son, Sigtryggur Gíslason, Sigurður Vilhjálms- son, Sverrir Hans Konráðsson og Viðar Ásmundur Ólsen. Bókaverðlaun fyrir góða frammistöðu í dönsku veitti danska sendiráðið þeim Val Sím- onarsyni á 3. stigi og Pétri Daníel Vilbergssyni og Viðari Ásmundssyni Ólsen á 2. stigi. Eftir afhendingu skírteina ávarpaði skólastjóri nemendur og brýndi fyrir þeim að gæta þeirrar ábyrgðar sem fylgir því að taka að sér stjórn á skipi. Viðstaddir skólaslit voru mjög margireldri nem- endur skólans og færðu honum gjafir. Af hálfu 50 ára nemenda talaði Sigurður Guðjónsson. f*eir gáfu fjárhæð í Styrktarsjóð nemenda til minn- ingar um látna skólabræður og kennara. Af hálfu 30 ára nemenda talaði Sigurður Óskarsson. Gáfu þeir fjárhæð í Minningarsjóð Friðriks Ólafssonar skólastjóra. Orð fyrir 25 ára nemendum hafð' Guðjón Reynisson. Þeir gáfu skólanum fjárhæð til ráðstöfunar að eigin óskum. Fyrir 20 ára nemendur talaði Gunnar Arason. Þeir gáfu skólanum mál- verk eftir Jón E. Gunnarsson til minningar um látinn skólabróður, Pétur Jóhannsson. Af hálfu 10 ára farmanna talaði Helgi ívarsson. Þeir ásamt þeim sem voru í öldungadeild skólans fyrir 15 árum gáfu skólanum Loran C staðarlínu- tæki. Fiskimenn 10 ára gáfu fjárhæð í Tækjasjóð skólans. Orð fyrir þeim hafði Bjarni Sveinsson- Jónas Þorsteinsson frá Akureyri færði skólanum ljósrit af Siglingafræði Einars Ásmundssonar í Nesl frá sér og syni sínum. Siglingafræði þessi er hand- skrifuð og er önnur elsta siglingafræði sem samm hefur verið á íslensku. Núverandi nemendur færðu Styrktarsjóði fjar' hæð, ágóða af skólaverslun. Að lokum þakkaði skólastjóri gestum komuna og gjafir sem skólanum höfðu verið færðar. Let hann í ljós sérstaka ánægju sína yfir heimsókn eldri nemenda. Þá þakkaði hann kennurum, skóla- nefnd og prófdómendum störf þeirra og góða sam- vinnu á liðnu skólaári og sagði skólanum slitið. Þessir luku prófi. 3. slig: 1. Aðalsteinn Freyr Kárason Reykjavík 2. Bjarni Sæberg Þórarinsson Garðabæ 3. Einar Hjaltason Kópavogi 4. Einar Helgi Kjartansson Reykjavík 5. Guðmundur Skúlason Akranesi 6. Gunnar Valgeirsson Hvammstanga 7. Gunnar Þorláksson Grindavík 8. Halldór Guðbjörnsson Vestmannaeyjum 9. Halldór Benóný Nellet Reykjavík 10. Halldór Ólafsson Zoega Kópavogi 11. Haraldur Jónasson Akureyri 12. Jóhannes Ellert Eiriksson Reykjavík 13. Jón Snæbjörnsson Seltjarnarnesi 14. Magnús Guðjónsson Kópavogi 15. Oddur Magni Guðmundsson Garðabæ 16. Ólafur Einarsson Reykjavík 17. Ómar Örn Karlsson Reykjavík 18. Páll Garðar Andrésson Reykjavík 19. Páll Breiðfjörð Eyjólfsson Hafnarfirði 410 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.