Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1980, Blaðsíða 30

Ægir - 01.07.1980, Blaðsíða 30
Félagssamtök norskra fiskimanna og stjórnvöld hafa komist að samkomulagi um að veittar verði alls 1.400 milljónir n.kr., eða sem svarar 135,8 milljörðum ísl. kr. (26/06/80) í styrki og uppbætur ,til sjávarútvegsins á þessu ári. Upphaflega hafði Stórþingið samþykkt að veittar yrðu 850 milljónir n.kr., eða sem svarar 82,5 milljörðum ísl. kr., en norska ríkisstjórnin bætti um betur með viðbótar- fjárveitingu sem hljóðar upp á 53,3 milljarða ísl. kr. Þegar hefur verið ákveðið að af þessari viðbótar- fjárveitingu muni um 30 milljörðum verða varið til aðstoðar þeim er þorskveiðar stunda, 10,7 mill- jörðum til handa síldveiðimönnum, sem er mjög athyglisverður liður miðað við aðstæður þar eð síldveiðar hafa verið bannaðar með öllu um nokk- urt skeið og 12,6 milljarðar verða notaðir til að draga úr almennum kostnaði við Fiskveiðar. Vaxandi innflutníngur sjávarafurða til Bretlands hefur vakið upp mikla reiði meðal fiskmanna þar í landi og hafa þeir nýlega haft í frammi harkalegar mótmælaaðgerðir gegn ríkisstjórninni, sem m.a. hafa falist í því, að allstór floti fiskibáta sigldi upp Thames-fljót til Lundúna og var síðan góðum slatta af Fiski sturtað á tröppur heimilis fiskimála- ráðherrans, en áður hafði lögreglan komið í veg fyrir að samskonar aðgerðir yrðu hafðar í frammi gagnvart forsætisráðherranum, frú Thatcher, að Downingstræti 10. Krefjast Fiskimennirnir þess af stjórnvöldum að þau aðhafist eitthvað raunhæft til að sporna við þróuninni á þessu sviði. Ein aðalkrafa þeirra er að tollar af sjávarafurðum verði hækkaðir verulega og benda á að núverandi tollar séu ekkert annað en sýndarmennska sem engum til- gangi þjóni. Þrátt fyrir stöðugt minnkandi aflamagn inn- lendra fiskimanna hefur Fiskverð sist hækkað að undanförnu, þar sem innfluttar Fiskafurðir hafa gert -betur en bæta upp minnkandi afla þeirra, bæði á ísFisk- og freðFiskmörkuðunum. Árið 1971 veiddu breskir fiskimenn 84% af öllum þeim botnfiski sem neytt var í Bretlandi, en á s.l. ári var þetta hlut- fall komið niður í 52%, og ef fram heldur sem horFir á þessu ári munu þeir einungis veiða 30%- Á fyrstu þrem mánuðum þessa árs var flutt inn til Bretlands 103.986 tonn að verðmæti 95,3 miH" jónir £, en á sama tímabili í fyrra var heildar- innflutningurinn á sjávarafurðum 66.465 tonn að verðmæti 58,4 milljónir £, og er magnaukningin 58%, en verðmætisaukningin 63% á milli þessar tveggja tímabila. Hlutföll innflutnings á sjávarafurðum til Bret- lands á milli einstakra landa hefur tekið eftirfar- andi breytingum: 1977 1979 % % ísland ............................ 2,0 21.7 Noregur............................. 6.8 6.6 Kanada ............................. 3.9 6,3 Bandaríkin ......................... 2,9 2.5 Efnahagsbandalöndin ............... 64,0 54,6 önnur lönd ........................ 20,4 8.3 100 100 Eins og málin standa í dag, eru allar bolla- leggingar um stórkostlega aukningtl á útflutning' sjávarafurða héðan til Bretlands líklega draumsýn'r einar og megum við allt eins reikna með að nokkur samdráttur verði innan skamms, þar sem aðalgagn' rýni sú er hér er um fjallað beinist. að íslenskun1 innflutningi sjávarafurða. Heildarafli Norðmanna á árinu 1979 varð rúmar 2,4 milljónir tonna og er magnið það sama og án áður, en miðað við 1977 er þetta um 24% afla' rýrnun. Aflaverðmætið, miðað við aflann upp ur sjó, varð um 3 milljarðar n.kr., eða um 60 miH' jónum meira en 1978, en rúmlega 100 milljónurn n.kr. minna en 1977. Uppsjávarfiskar gáfu af ser1 390 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.