Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1980, Qupperneq 18

Ægir - 01.08.1980, Qupperneq 18
líkt og þau væru í sínu eðlilega umhverfi, um borð í fiskiskipi, en skipið, sem líkt er eftir er um 50 m langt. Sónarsamlíkjarinn sendir út endurvörp sem koma fram á pappír sónartækisins, líkt og endur- vörp fiskitorfu koma fram í raunveruleikanum úti á sjó. Hlutverk nemandans er að finna endur- vörpin og nálgast þau á skipinu. Með þessu kennslu- fyrirkomulagi fær nemandinn kennslu og þjálfun í því að stjórna skipi og vinna með sónartæki sam- tímis, við tilbúnar raunverulegar aðstæður. Sá sem sér um þjálfunina hefur til umráða CD myndtölfu en á henni fylgist hann með því hvernig nemandanum tekst til við verkefni sitt, og veitir honum tilsögn og góð ráð í sambandi við notkun sónartækisins. Einnig er hægt að nota sónarsamlíkjarann með líkum hætti til kennslu á CD myndtölvu en með notkun hennar fær nemandinn mun fleiri upp- lýsingar og aðgengilegri en með sónarnum. Ýmis fleiri kennslu- og þjálfunarmynstur eru til staðar, eins og t.d. að hafa sérstakan mann við stýrið, sem stjórnar siglingu skipsins samkvæmt óskum þess sem með sónarnum vinnur. Á sýningunni sýndi Simrad einnig samlíkjara til kennslu og þjálfunar á siglinga- og staðsetningartæki, eins og dýptarmæli til siglinga, Loran C, Omega, Decca og miðunarstöðvar. Til viðbótar áðurnefndum kennslusamlíkjurum, sýndi Simrad svokallaðan „fiskveiði samlíkjara“ sem þeir ætla að fara að fjöldaframleiða og setja á markað. f meginatriðum má lýsa vinnslumáta hans þannig að hægt verður að taka upp á snældur eða diska siglingaleiðir, og þá jafnframt einstakar togslóðir og veiðisvæði. Byggt verður á tölum frá staðsetningartækjum og/eða endurvörpum frá botni, sem fram kemur á dýptarmælum, svo og á dýpi. Hægt verður að safna upplýsingum, sem byggðar eru á áðurnefndum grunni um allar helstu sigl' ingaleiðir, veiðisvæði og einstök tog, ef miðað er við togveiðar, og hliðstæðu er að finna í mörgurn öðrum veiðiaðferðum. Notagildi „fiskveiðisarn- líkjarans" gæti maður hugsað sér eitthvað á þessa leið, ef tekið er dæmi af togara, sem gerður er út frá Reykjavík og er á leiðinni í veiðiferð. Skip' stjórinn ætlar á Halamið, þegar komið er út úr Reykjavíkurhöfn er snælda sett í samlíkjarann, sem hefur að geyma siglingaleiðina á Halamið- Samlíkjarinn er tengdur sjálfstýringunni og eftir að ýtt hefur verið á einhverja takka, tekur hann við stjórn siglingarinnar. Þegar komið er á miðm velur skipstjórinn einhverja ákveðna togslóð, sem til er á snældu, kastar trollinu, ýtir snældunm í samlíkjarann og tengir hann sjálfstýringunni. Þar með hefir fiskveiðisamlíkjarinn tekið við sigl' ingu skipsins, sem er, eins og áður gat um, fyrit' fram ákveðin. Líkur eru á að eitthvað í þessa veru gæti þetta ákveðna dæmi, sem hér er tilfært gengið til í nán- ustu framtíð. Ótrúlegt finnst líklega sumum, en benda má á að þróun tækninnar, og alveg sérstak- lega örtölvutækninnar, hefur verið það ör að hun hefur orðið ótrúlegustu getgátum enn þá ótrúlegri- Fiskverð Framhald af bls. 451 Langlúra og stórkjafta: L og 2. flokkur, 250 gr og yfir, hvert kg ............................ kr. 81.00 Skarkoli og þykkvalúra: 1. flokkur, 1251 gr og yfir, hvert kg kr. 106.00 2. flokkur, 1251 gr og yfir, hvert kg kr. 81.00 1. flokkur, 453 gr. til 1250 gr, hvert kg kr. 152.00 2. flokkur, 453 gr til 1250 gr, hvert kg kr. 106.00 1. og 2. flokkur, 250 gr til 452 gr, hvert kg ............................ kr. 81.00 Sandkoli: L og 2. flokkur, 250 gr og yfir, hvert kg ............................ kr. 81.00 Verðflokkun samkvæmt framansögðu byggist a gæðaflokkun Framleiðslueftirlits sjávarafurða. Verðið miðast við, að seljendur afhendi fiskinn a flutningstæki við hlið veiðiskips. Verðuppbót á skarkola og þykkvalúru: Með vísun til 3. gr. laga nr. 4frá 1. febrúar 1980, skal greiða 15% uppbót á framangreint verð á skar- kola og þykkvalúru allt verðtímabilið að meðtöld- um uppbótum á kassafisk og línufisk. Uppbót þessl greiðist úr verðjöfnunardeild Aflatryggingasjóðs og annast Fiskifélag íslands greiðslurnar til útgerð' araðila eftir reglum, sem sjávarútvegsráðuneytið setur. Reykjavíki, 16. júní 1980- Verðlagsráð sjávarútvegsins- 426 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.