Ægir - 01.11.1980, Side 16
3 fiskar voru rannsakaðir í þessum lengdarflokki.
Aðrar rannsóknir hafa sýnt, að ljósáta er helsta
fæða ýsu af þessari stærð á svipaðan hátt og hjá
þorski.
Að öðru leyti sýnir mynd 4, að burstaormar
(polychaetes) eru ríkjandi í fæðu ýsu, enda þótt
hlutur þeirra fari heldur minnkandi með vaxandi
lengd ýsunnar. Hlutdeild skrápdýra, þ.e. slöngu-
stjörnur (ophiuroids) og ígulker (echinoids), er
einnig veruleg en fer hins vegar heldur vaxandi með
lengd ýsu. Auk þessaeru 13aðrirfæðuhóparíflokki
botndýra (benthos), t.a.m. samlokur, sæbjúgu.
sæköngulær, kuðungar og stórkrabbar, en hlutfall
hvers og eins er þó mjög lágt.
fjöldi maga
66 9 0 81 57 80 36 13
lengd steinbíts (cm)
Mynd 5. Fœða steinbíts (Brachyura = stórkrabbar, medusa = marglvtta, nekton = sunddýr, opliiuroids = slöngustjörnur, asteroids
krossfiskar, echinoids = ígulker, gastropods = kuðungar, bivalves = samlokur).
576 — ÆGIR