Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1980, Page 18

Ægir - 01.11.1980, Page 18
haft er í huga, að aðeins voru rannsakaðir 13 fiskar í þessum lengdarflokki. Engu að síður gefur þetta til kynna að athyglisverð breyting sé hugsanleg í fæðuöflun steinbíts af þessari stærð frá botndýrum yfir í annan fisk. Fæða skrápflúru Skrápflúra minni en 10 cm étur einkum selögn og ljósátu (mysids + euphausiids) eins og sjá má á mynd 6. Stærri skrápflúra étur hinsvegar aðallega slöngustjörnur (ophiuroids) og í ört vaxandi mæli með aukinni lengd skrápflúrunnar. Stærsta skráp- flúran étur nánast lítið annað en slöngustjörnur. Burstaormar (polychaetes) eru í nokkru uppáhaldi hjá smærri fiski, en hlutur þeirra fer síðan minnk- andi hjá þeim stærri. Miðlungs skrápflúra hefurlagt sér annan fisk (nekton) til munns í nokkru magni, einkum loðnu. Á hinn bóginn virðist rækja (shrimps) hafa litla þýðingu í fæðunámi skrápfiúr- unnar. Alhliða fæðutengsl Hér hefur verið lýst stuttlega fæðu fimm fiskteg- unda hverri um sig. Skal nú gerð tilraun til þess að fiétta helstu niðurstöður saman í eina heild og gefa þannig til kynna örlítið brot af því flókna samspili, sem á sér stað í hafinu í formi fæðuöflunar hinna ýmsu dýrastofna. Mynd 7 er ætlað að lýsa þessum tengslum ræningja (fisks) og bráðar (faeðu- hóps). Dæmið er þó takmarkað við sex mikilvæg' ustu fæðuhópa hvers ræningja. Breidd örvanna nia líta á sem grófan mælikvarða á það, hversu mikil' væg hver bráð er fyrir tiltekinn ræningja. Greinilegt er, að fæðuval þessara fimm ræning)3 Mynd 7. Fœðuvislfroeðileg lengsl rœningja og hráöar. 578 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.