Ægir - 01.11.1980, Qupperneq 30
Gabriel Syre, syni Ole G. Syre segist svo frá í
Morgunbl. 20. febr., þar sem hann leiðréttir
frásögn Jens í Kaldalóni en frásögn Halldórs i Ægi
hafði hann þá ekki séð:
„...Simon Olsen kom ekki með m/s Ametu til
íslands, eins og Jens skrifar.
M/S Ameta var 180 tonna mótorskip, sem
Norðmenn gerðu út á Grænlandsfiskirí og rak i
óveðri inná Breiðafjörð og uppá land. Faðir minn,
Ole G. Syre keypti skipið á strandstað og náði því á
flot. Haustið 1927 var skipið komið í slipp í
Reykjavík. Það var síðar gert útá síld og var einnig
í flutningum.
Afturámóti kom Simon Olsen til íslands á 50
tonna mótorbát, sem faðir minn keypti af þeim
Simoni og Ole Omundsen og hét hann Hrönn (ex
Sólunder, ath.semd höf.). Þessi bátur var meðal
annars gerður út á smásíldarveiðar í ísafjarðar-
djúpi, bæði með nót og lagnet...“
Það held ég sé rétt áður en lengra er haldið, að
skjóta hér inn stuttri frásögn af O.G. Syre, en hans
hlutur í fyrstu tilraununum er jafnan lítið rakinn.
Það var fyrir nokkrum árum, að ég skrifaði grein á
Sjómannasíðu Morgunblaðsins og byggði hana á
frumheimildinni, greininni 1935 í Skutli og nefndi
Syre um leið og Simon Olsen en ekki meir, enda
vissi ég ekkert að gagni um Syre. Þegar greinin
birtist hringdi í mig gamall ísfirðingur sem sagði
mig hafa gert hlut Syre of lítinn. Hann hefði
komið meira við söguna en fram kæmi í grein
minni.
Saga Símonar Olsen hefur viða verið rakin, og
ekki er meiningin að hafa neinn heiður af honum
sem upphafsmanni, þótt Syre sé getið meir en gert
hefur verið.
I bókinni „Islands Næringsliv“, sem Bjarni
Jónsson frá Vogi tók saman um íslenzk fyrirtæki
og gaf út 1915 er að finna eftirfarandi frásögn:
„Ole G. Syre”
—Fisk- og Tranforretning—
O.G. Syre er fæddur í Noregi (í Skudenshavn á
Karmöy.—höf.) 15. okt. 1978 og gekk á liðs-
foringjaskóla 1 Kristianssand og tók þar próf 1889.
Þá næst vann Syre í 3 ár við Lénsmannskontor-
inn í Skudenes og var þá um tíma settur lénsmaður
og jafnframt var hann eftirlitsmaður í sýslunni
með fiskveiðum.
Árið 1903 fór Syre með reknetakútter til íslands
að kynna sér fiskveiðar þar.
1905 keypti hann sér skip (eget Fartoy) og fór til
íslands á þessu skipi, sem ,,Förer“ (eflaust merkir
,,Förer“ þarna skipstjóri, því að Syre hafði skip-
stjórnarréttindi. —Ath.semd höf.) og á þessu skip>
stundaði hann fiskveiðar við ísland um þriggja ára
skeið. Árið 1908 „yfirtók” (overtog) hann stóran
íslenzkan kútter og byrjaði að kaupa fisk og lifur
m.m.
1909 tók Syre sér fasta búsetu á ísafirði og setti
upp þar lifrarbræðslu og í Hnífsdal og Önundar-
firði, byggði íshús í Aðalvík og þar einnig lifrar-
bræðslu og fæst nú við nótabrúk og síldarsöltun.
(Það er orðað svo, að Syre sé „interesset i Notbrug
og Sildesaltning“ og er af því orðalagi helzt að
skilja, að hann hafi verið í félagi við aðra).
Af þessari frásögn er glöggt, að O.G. Syre hefur
verið þaulkunnugur við Djúp vestra, þegar þeir fe-
lagar gerðu fyrstu rækjuveiðitilraunina 1924.
Hann hefur vitað að fiskur var þar oft fullur af
rækju auk þess, sem rækjan kom oft í síldarnet til
dæmis lagnæturnar í innfjörðum Djúpsins. Hann
var úti í Noregi veturinn 1924, og það er ekki óeðh-
legt að álykta, að það hafi verið að hans undirlag1
að þeir komu upp vorið 1924, Simon Olsen og Ole
Amundsen, enda keypti hann af þeim bátinn, sem
þeir komu á. Og samkvæmt manntalinu 1925 er
Ole Amundsen talinn hjá Syre í Grænagarði 1925.
Sé það rétt, sem flest bendir til, að Simon Olsen og
Ole Amundsen hafi tekið með sér rækjunót, þegaf
þeir komu á Solunder, því þeir og Syre gera ti -
raunina þetta sama sumar 1924, þá hefur það et-
laust verið vegna frásagnar Syre um rækju í Djup'
inu og veiðimöguleika þar.
Það er svo áfram af Syre að segja í sambandi vi
rækjuveiðisöguna, að hann er í félagi við Símon,
þegar þeir gerðu aftur tilraun þá sem framha
varð á sumarið 1935 og þeir eru saman á bátnum,
sem þeir leigðu fyrst og Halldór segir að heitið ha >
„Bolvíkingur” en Gabriel Syre, segir í leiðréttingu
sinni hann hafa heitið „Óla“, hvorttveggja getur
verið rétt. Það var algengt, að bátar bæru önnur
nöfn í daglegu tali en þau, sem skráð voru. 1
dæmis átti Einar Guðfinnsson bát sem var skírðm
og skráður „Óli“ en aldrei kallaður annað en Sör >
og gizka ég á að um sama bátinn sé að r®ða,
Sveinn frá Góustöðum hafi keypt þennan bát ffU
Boíungavik og af því hafi Óli fengið sitt anna
uppnefnið og verið kallaður „Bolvíkingur”. ^n
þetta skiptir nú engu máli. Þeir Símon og Syre
590 — ÆGIR