Ægir - 01.11.1980, Side 52
strokka fjórgengisvél, 70 hö við 1500 sn/mín. Vél-
in knýr einn Laurence Scott riðstraumsrafal, 40
KW (50 KVA), 3 x 440 V, 50 Hz, og eina útkúplan-
lega ræsiloftþjöppu.
Til viðbótar er ein 12 ha Russell—Newbery
hjálparvél í hjálparvélarými afturskips, sem knýr
austur- og slökkvidælu (neyðardælu).
í skipinu er ketill frá Spanner Boilers Ltd. til
gufuframleiðslu, sem fær varma frá afgasi aðalvél-
ar, eða er olíukyntur.
Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Donkin
& Co.
Til hreinsunar á brennsluolíu og smurolíu eru
tvær skilvindur frá Alfa Laval af gerðinni MAB
104 B—14. Fyrir ræsiloftkerfið er ein rafdrifin
Hamworthy loftþjappa af gerð 2 SF 4, afköst 60
m3/klst við 30 kp/cm2 þrýsting, og áðurnefnd vél-
drifin loftþjappa, afköst 22 m3/klst við 30 kp/cm2
þrýsting. Fyrir vélarúm og loftnotkun véla eru
tveir rafdrifnir blásarar frá Woods of Colchester,
afköst 9300 m3/klst hvor blásari.
Rafkerfi skipsins er 440 V, 50 Hz riðstraumur
fyrir rafmótora og stærri notendur, en 220 V, 50
Hz riðstraumur til ljósa og almennra nota í íbúð-
um. Fyrir 220 V kerfið eru þrír spennar 440/220 V.
í skipinu er landtenging.
í skipinu er austurskilja frá Ferguson & Timp-
son af gerð Victor Minor, afköst 2 t/klst. Fyrir
geyma skipsins er tankmælikerfi frá Kelvin
Hughes. í skipinu er CO2—slökkvikerfi. Fersk-
vatnsframleiðslutæki er í skipinu, afköst 2-3 tonn
á sólarhring.
Til að hita upp skipið er komið fyrir gufuhitaeli-
menti í loftrás sem fær varma frá gufukatli. í höfn
er ketill kyntur með olíu. Auk þess eru
rafmagnsofnar í brú og í snyrtiklefum. Til upp-
hitunar á vatni er hitakútur tengdur katli. Fyrir
eldhús eru sér blásarar. í skipinu eru tvö
vatnsþrýstikerfi frá Mono Pumps fyrir
hreinlætiskerfi, annað fyrir sjó og hitt fyrir
ferskvatn, stærð þrýstigeyma 125 1.
Fyrir lágþrýstiknúnar hjálparvindur eru þrjár
rafdrifnar Allweiler vökvaþrýstidælur, tvær í stýr-
isvélarrúmi fyrir hjálparvindur á afturþilfari, og
ein í geymslu fremst á neðra þilfari fyrir akkeris-
vindu. Fyrir flotvörpuvindu, og aðrar háþrýsti-
knúnar vindur, er ein rafdrifin háþrýstidæla í klefa
fyrir togvindumótor. Fyrir vökvaknúnar lúgur,
Rún HF342, myndin er tekin þegar skipið bar nafnið C.S. For-
ester.
færibönd o.fl. eru fjórar rafdrifnar vökvaþrýsti-
dælur í hjálparvélarými afturskips. Tvær rafdrifn-
ar vökvaþrýstidælur eru fyrir stýrisvél.
Fyrir lestarkælingu er ein rafdrifin kæliþjappa
frá J & E Hall, kælimiðill Freon 22. Fyrir
matvælageymslur er rafdrifin kæliþjappa frá Bock
af gerð F2, kælimiðill Freon 12.
íbúðir:
í íbúðarými á neðra þilfari eru fremst matvæla-
geymslur, en s.b.—megin þar fyrir aftan er þvotta-
herbergi, einn 2ja manna klefi og tveir
eins—manns klefar, borðsalur, eldhús, búr og
aftast geymsla (áður borðsalur fyrir yfirmenn)-
B.b.—megin er fremst snyrting með tveimur sal-
ernisklefum og sturtu, þá klefi matsveins fyrir
miðju, þrír 2ja manna klefar, einn 3ja manna klefi
og setustofa aftast. Vélarreisn er aftantil '
íbúðarými, fyrir miðju, og íbúðagangar beggj3
megin, en framan við vélarreisn er matvælafrystir
og matvælakælir.
í íbúðarými á efra þilfari, b.b.—megin, er íbúð
skipstjóra fremst, sem er svefnklefi, setustofa og
snyrting (sameiginleg), þar fyrir aftan er einn eins-
manns klefi fyrir stýrimann með aðgang að snyrt-
ingu skipstjóra. S.b.—megin í yfirbyggingu á efra
þilfari eru fjórir eins—manns klefar fyrir yfir-
menn, snyrting fyrir yfirmenn, en að auki eru '
þessu rými hlífðarfatageymsla og aftast klefi fynr
togvindumótor og klefi fyrir loftræstibúnað.
í brú er fremst stýrishús, loftskeytaklefi aftast
s.b.—megin, og kortaklefi og klefi fyrir rafbúnað
aftast b.b.—megin.
612 — ÆGIR