Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1980, Síða 63

Ægir - 01.11.1980, Síða 63
kr. a) Síld, 33 cm og stærri, hvert kg .......... 202.00 b) Síld, 30 cm að 33 cm, hvert kg .......... 143.00 c) Síld, 27 cm að 30 cm, hvert kg .......... 101.00 d) Síld, 25 cm að 27 cm, hvert kg ........... 87.00 Stærðarflokkunin framkvæmist af Framleiðslu- eftirliti sjávarafurða. Verðið er miðað við síldina upp til hópa komna á flutningstæki við hlið veiðiskips. Reykjavik, 22. október 1980. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Hörpudiskur Tilkynning nr. 31/1980. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á hörpudiski frá 1. október til 31. desember 1980. . kr. Hörpudiskur i vinnsluhæfu ástandi: a) 7 cm á hæð og yfir, hvert kg.......... 160.00 b) 6 cm að 7 cm á hæð, hvert kg.......... 131.00 Verðið er miðað við að seljendur skili hörpu- diski á flutningstæki við hlið veiðiskips og skal hörpudiskurinn veginn á bílvog af löggiltum vigt- armanni á vinnslustað og þess gætt, að sjór fylgi ekki með. Verðið miðast við að gæða- og stærðarmat Framleiðslueftirlits sjávarafurða og fari gæða- og stærðarflokkun fram á vinnustað. Reykjavík, 24. október 1980. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Reytingur Framhald af bls. 581 Líffræðilega hefur sú þróun orðið hjá báðum þessum stofnum, að síldin hefur vaxið hraðar og orðið kynþroska yngri en áður. Fyrir 1970 varð síldin kynþroska 5—6 ára, en nú verður hún það að jafnaði fjögurra ára gömul. Fiskifræðingar i Noregi, svo og Alþjóðahaf- rannsóknaráðið, lögðust eindregið gegn því að síld væri veidd úr þessum stofnum í ár, en þrátt fyrir það hafa norsk stjórnvöld leyft veiðar á 100.000 hektólítrum, eða tæplega 10.000 tonnum. Á undanförnum árum hefur eftirlit Norðmanna, með því hve mikið hefur verið veitt af síld við strendur landsins, þótt nokkuð tilviljunarkennt og takmarkað. Er því e.t.v. lítið að marka aflatölur þær sem hið opinbera hefur gefið út um þessar veiðar. Þykir þó rétt að láta hér fylgja með síld- veiðiaflatölur þær sem norsk yfirvöld hafa gefið út á undanförnum árum. Er hér um að ræða eingöngu síld sem veiðst hefur norðan 62. breidd- argráðu: tonn tonn 1972 13.161 1976 436 1973 7.017 1977 12.706 1974 7.619 1978 9.824 1975 3.713 1979 2.864 Graham Hellyer, framkvæmdastjóri „British United Trawlers” hefur tilkynnt að hann muni draga sig í hlé, og lýkur þar með að mestu afskift- um hinnar frægu Hellyer fjölskyldu af út- gerðarmálum í Bretlandi. Hellyerbræður hófu útgerð frá Hafnarfirði árið 1924 og voru þar í sex ár, lengst af með 7 togara. Margir af okkar frægustu togaraskipstjórum byrjuðu sinn skipstjóraferil hjá þeim bræðrum. Var það mikið lán fyrir Hafnarfjörð að fá þessa athafnamenn í plássið, en þá voru mjög erfiðir tímar í mörgum sjávarþorpum íslands. Hellyer fjölskyldan var viðriðin útgerðarsögu Bretlands alveg frá upphafi togaraútgerðar þar í landi, og hófst þeirra þáttur með því að um miðja síðustu öld kom langafi Grahams Hellyer til Hull og hóf þaðan útgerð sem þótti alla tíð ein sú best rekna þar um slóðir, og átti á blómatíma sínum allt að hundrað togara. Áhugi Breta fyrir kræklingseidi er mikill um þessar mundir og eru þeir með áform um að stór- auka þetta eldi í náinni framtíð. Við rannsóknir á þessu verkefni, hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu, að allt uppi sextánfalda megi krækl- ingsuppskeruna á mörgum af þeim svæðum sem eru undir ræktun. Núverandi framleiðsla á kræklingi í Bretlandi er um 6.000 tonn á ári. Fram til þessa hafa Bretar mest treyst á að móðir náttúra sæi um endurnýjun á kræklingsstofninum, en nú ætla þeir að taka upp áður reyndar aðferðir í seiðaeldi kræklings sem Hollendingar hafa útfært með góðum árangri. Hér við land er sjávarhiti svo lágur að krækl- ingseldi kemur vart til greina, sökum hægs vaxtar. ÆGIR — 623

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.