Ægir - 01.09.1981, Síða 10
KEVLAR
Nýtt gerviefni frá DuPont
Komið er á markaðinn nýtt gerviefni, kevlar,
sem er byggt upp af sameindakeðjum likt og önnur
gerviefni nema hvað sameindirnar i þessum þræði
eru stærri og sterkari.
Visindamenn DuPont-fyrirtækjasamsteypunnar
fundu upp nylonið á sínum tíma og var hafin fram-
leiðsla á því rétt fyrir upphaf heimstyrjaldarinnar
síðari, en sakir stríðsins stöðvaðist sala til almenn-
ings á þessari framleiðslu þeirra og fór allt nylon til
stríðsrekstursins, s.s. framleiðslu þeirra og fór allt
nylon til stríðsrekstursins, s.s. framleiðslu fall-
hlífa, hjólbarða fyrir flugvélar o.fl., en eins og
menn rekur e.t.v. minni til, þá varð nafn þessa
fyrirtækis víðfrægt eftir stríð þegar nylonsokkarnir
hófu sigurgöngu sína um heiminn. Á s.l. fjórum
áratugum hefur fyrirtækið siðan sett á markaðinn
hvert gerviefnið af öðru og er kevlar bein afleiðing
af rannsóknastörfum vísindamanna fyrirtækisins á
þessu sviði.
Kevlar þráðurinn er sterkasta gerviefnið sem
fáanlegt er á almennum markaði í dag. Kevlar er
fimm sinnum sterkara en stál miðað við þyngd, og
þegar er hafin framleiðsla á t.d. skotvestum úr
þessu efni og hjólbarðar sem ætlað er að standast
ströngustu kröfur, eru styrktir með þvi. Vegna
þols og styrkleika miðað við léttleika ryður kevlar
sér nú einnig til rúms á mörgum öðrum sviðum,
s.s. i eldflauga- og flugvélaiðnaðinum, en efnið
þolir mjög vel hita og kulda og frá 180° hita niður í
-e-196° missir það ekkert af styrkleika sínum eða
upphaflegu eiginleikum.
Annar kostur þessa gerviefnis fram yfir þau sem
fyrir eru á markaðinum varðar öryggi þeirra sem
með því vinna. Þegar kevlar slitnar vegna átaks, þa
gerist það ekki allt í einu, eða með sprengiafli.
heldur hægt og rólega og er ástæðan fyrir því sú,
að kevlar teygist mjög lítið áður en það slitnar, eða
aðeins 2,4—4%. Nylon teygist allt að 19% áður en
það hrekkur í sundur og allir sem haft hafa það
undir höndum við slikar aðstæður kannast vel við
hið hættulega ástand sem skapast þegar það eða
Mynd 1. Plaslkápan svo og polyasterfléttan eru til að halda kevlarmergnum saman og verja Itann hnjaski. Kevlar tekur ekki t stS
vatn.
474 — ÆGIR