Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1981, Page 12

Ægir - 01.09.1981, Page 12
Mynd 3 a. Smáriðinn þætti belgurinn í trolli dönsku skítfiskar- anna, sem Norðursjórinn er sópaður með allt árið, ef nota ætti eitthvað slíkl á Islandsmiðum. Vceri nœr að kalla þelta teppi en riðil. Mynd 3 b. Danskur tvílembingaskítfiskveiðari undirbýr köstun. Veiðarfærið er kevlartroll eins og lýst er I greininni. Línurnar sem liggja í sjóinn eru fremsti hluti skversins og úr kevlar. 6 blaðamenn og Ijósmyndarar frá alþjóðlegum fiskveiðitímarit- um fylgdust grattnt með fyrirbrigðinu og handbfögðunum. kaupa beint frá fyrirtækinu sjálfu og framleiða síðan það sem þeir vilja. ,,Roblon“-fyrirtækið í Frederikshavn, í Dan- mörku, sem er leiðandi og eitt stærsta sinnar teg- undar i Evrópu í framleiðslu á köðlum, linum og garni fyrir veiðarfæri, en útibú frá þeim framleiðir spunavélar, hóf fyrir nokkrum árum tilraunir með kevlar. Þessar tilraunir þeirra leiddu til þess að hafin var framleiðsla á hinum svokölluðu ,,Combiropes“. Mergurinn í þessum köðlum og línum er úr kevlar, 476 — ÆGIR Mynd 3 c. Trollið skverað fyrir köstun. en utanum hann er steyptur þunnur plasthólkur og þar utan um er fléttað einfalt lag af polyaster og framleiðir fyrirtækið þá á bilinu frá 6 mm upp í 30 mm i þvermál, og hafa þeir átaksþol frá 900 kg til 20 tonn. (Mynd 1.) Styrkleiki þessara lína eða kaðla er u.þ.b. sá sami og styrkleiki vira af sama sverleika. ,,Roblon“ hefur nú einnig hafið fram- leiðslu á ,,Combitwine“, sem er garn úr kevlar. í samvinnu við ,,Roblon“ tók netagerðin ,,Dantrawl“ i Hirsthals að þreifa sig áfram með uppsetningu á flottrolli þar sem notað er kevlar i kjaftlínurnar, þ.e. fiskilínur, höfuðlínur og hliðar- línur, svo og fremstu möskvana. (Mynd 2). Heild- arþyngd trollsins minnkaði um allt að 10°7o og staðhæfa danskir fiskiskipstjórar sem reynt hafa þetta nýja troll að þeir geti togað allt að 30°7o hraðar með því en með öðrum trollum af sam- svarandi stærð, án þess að olíueyðslan aukist. A venjulegri togferð varð oliusparnaðurinn veru- legur. Við veiðarnar kom fram að ef sami hestafla' fjöldi var notaður þegar hefðbundið troll og kevl- artroll var dregið, var togferðin með hefðbundna trollinu 2,7 sjómílur en það síðarnefnda dróst á 3,3 sjómilna hraða. í kevlarflottrolli ,,Dantrawls“ erU línurnar allt að helmingi grennri en hægt er að komast af með úr öðrum gerviefnum. A reynsluveiðunum með þetta nýja troll þótti það að öllu leyti þægilegra í meðförum, vegna þess hve léttar, mátulega stífar og meðfærilegar kevlarlinurnar eru og eins að línurnar togna ekkert sem nemur, þannig að trollið heldur alltaf lögun sinni þrátt fyrir langa notkun. (Myndir 3). ,,Dantrawl“ netagerðin er mörgum íslendingu111 að góðu kunn, en hún hefur m.a. sett upp nokkui kolmunnatroll fyrir okkur.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.