Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1981, Blaðsíða 18

Ægir - 01.09.1981, Blaðsíða 18
Um veðurfræði Greinaflokkur Adda Bára Sigfúsdóttir: Veðráttan The ciimate Veðráttan, eða það hvernig viðrar um lengri eða skemmri tima, eins og Orðabók Menningar- sjóðs skilgreinir orðið, setur öllu lífi á jörðinni skorður og því er það næsta eðlilegt að þetta fyrirbrigði hefur verið mönnum umhugsunar- og umræðuefni frá örófi alda. Veður eins og það birtist okkur á hverju augnabliki eða á hverjum degi fyrir sig breytist sumstaðar ört eins og hér á landi en sums staðar sáralítið langtímum saman eins og í eyðimörkinni Sahara. En hvort sem veðrið breytist ört eða hægt á einhverjum stað er hægt að lýsa einkennum þess á tilteknu tímabili og fá þannig fram mynd af veðráttunni fyrir það tímabil á tilteknum stað eða svæði. Einnig sú mynd er breytingum undirorpin, veðráttan breytist á hverjum stað og hún breytist með tvennum hætti, annars vegar er um að ræða háttbundna sveiflu, sem fylgir árstíðunum, og hins vegar óreglulegar breytingar. Óreglulegu breytingarnar eru bæði skammtíma breytingar innan sömu árstíðar eða innan sama mánaðar og langvarandi breytingar milli ára, áratuga og alda. Raunar nota menn oftast orðin loftslag eða veður- far þegar rætt er um veðráttuna og megineinkenni hennar í mjög langan tima. Menn vita, að einnig þessi megineinkenni hafa breyst verulega í tímanna rás og þess vegna hljótum við að þurfa að gera ráð fyrir að svo verði einnig í framtíðinni. Verkefni veðurfarsrannsókna er að leita leiða til þess skyggnast inn í framtíðina og verða einhvers visari um þá veðráttu sem hún ber i skauti sér. Þekking á staðreyndum i nútið og fortíð er her grundvallarnauðsyn til þess að unnt sé að sann- reyna tilgátur og kenningar. Stærðfræði og tölvur eru síðan þau vinnutæki, sem notuð eru. Kenning' arnar eru margvíslegar, sumar byggjast á þvi sem menn hafa tekið eftir við heimildakönnun af ýmsu tagi en aðrar má rekja til ígrundunar á lögmálum eðlisfræðinnar og skyldra fræðigreina. Veðurfarsrannsóknir hafa ekki verið áberandi þáttur í störfum veðurfræðinga undanfarna ára- tugi. Veðurspár fyrir hluta úr degi, einn sólarhring ! eða nokkra sólarhringa fram í timann hafa verið höfuðviðfangsefni veðurfræðinga og alþjóðasam- starfs þeirra og það svo mjög að ýmsir hafa átt erfitt með að skilja hvað þeir veðurfræðingar, sem ekki sinna spánum, væru yfirleitt að starfa. Á þessu er að verða mikil breyting. Alþjóðaveður- : fræðistofnunin setur nú veðurfarsrannsóknir mjög ; ofarlega á lista brýnna og mikilvægra verkefna. Ástæðan er sú að undanfarna tvo áratugi hefuf veðráttan oft og víða sýnt á sér mjög harkalegaf hliðar og afleiðingarnar hafa sumsstaðar orðið átakanlegar hörmungar manna og dýra. Spurning' in um lífsskilyrði framtíðarinnar á jörðinni allf eða einstökum svæðum gerist æ áleitnari og menU spyrja að vonum hvort hér sé um ákveðna þróun i að ræða og versnandi tíðarfar framundan. Við þessum spurningum eiga veðurfræðingar enn sem komið er næsta lítil svör. Þau tíðindi úr veðurfarssögu undanfarinna ára, sem öðrum fremur hafa kallað fram viðbrögö Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar koma ffa | Afríku. Á stórum svæðum sunnan Sahara var nmf algert úrkomuleysi á árunum 1968—1973. Þaa tiðindi gat enginn sniðgengið og ber þar tvennt til- Nægar veðurathuganir eru fyrir hendi til staðfesta að þarna var um verulega veðurfarsbreyt' ingu að ræða og sú grimma hungurvofa, sem ena , gengur ljósum loga um þessi lönd, er afspreng1 | veðurfarsbreytingarinnar, þótt henni berist einmg kraftur úr öðrum áttum óskyldum. En fleif j atburði af ótiðindaskrá veðráttunnar síðustu áfl11 j er einnig vert að nefna. Miklir þurrkar í Evrópu ollu geysilegu tjóni árið 1976, veturinn 1977—78 var hinn harðasti i tvöhundruð ára söga : Bandaríkjanna og kuldi eyðilagði kaffiuppskeru 1 Brasilíu árið 1975. Hér á landi minnumst v1^ hafísáranna miklu á árabilinu 1965—1969 ! síðast liðins árs (1979) sem var það kaldasta ffa 1892. 482 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.