Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1981, Side 19

Ægir - 01.09.1981, Side 19
Á fundi framkvæmdastjórnar alþjóðaveður- ræðistofnunarinnar árið 1976 lagði sérfræðinga- °Pur fram skýrslu um veðurfarsbreytingar. tamkvæmdastjórnin staðfesti þá skýrslu og gaf ar|a út. í febrúar 1979 var síðan haldið þing 400 Serfræðinga þar sem rætt var um veðráttuna og ^annkynið og nokkrum vikum seinna samþykkti • Þ'ng Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar víðtæka rannsóknaáætlun. í sérfræðingaskýrslunni og riti um sérfræðingaþingið er að finna ágrip af veður- arssögunni og þar er einnig fjallað um hvað valdið geti breytingunum. Það telst sannað að í 2 uulljónir ára eða svo hafi ein ísöld orðið á hverjum '00.000 árum og að síðustu 8000—10.000 árin hafi ''erið tiltölulega hlý og íslítil. Nú sem stendur er itinn á svæðunum miðsvegar milli norðurpóls og miðbaugs 5°—8° hærri en á hápunkti ísaldar og nafið stendur 80—100 metrum ofar. En hvers 'egna verða ísaldir? Ýmsar kenningar hafa komið ram um það efni og sérfræðingahópurinn telur ^enningu, sem Milutin Milankovitch setti fram Vfir 40 árum einna sennilegasta. Samkvæmt þeirri kenningu breytist hreyfing jarðar umhverfis sólu á þrjá vegu. Á hverjum 100.000 árum breytist ferillinn úr hring í sporöskju og aftur til baka. Ákveðin breyting á halla jarðmönduls gerist á hverjum 40.000 árum og að lokum er um sveifluhreyfingu eða rugg á jarðmöndlinum að ræða og hún tekur 20.000 ár. Á ákveðnum tímum er samstilling þessara þrenns konar hreyfinga þannig að það hlýnar á jörðinni en í gagnstæðri stöðu kólnar. Sé miðað við kenningar Milankovitch ættu að vera 10.000 ár til loka núverandi hlýviðraskeiðs á jörðinni. Það er vonlítið að ætla sér að mæla þá þróun í veðráttunni, sem fylgir jafnhægfara breyt- ingum á afstöðu jarðar og sólar og þessi kenning gerir ráð fyrir. Breytingar á mun skemmri tímabil- um, t.d. breytingarnar fram og til baka á einni öld eða skemmri tima, yfirgnæfa slíkar hægfara lang- tímabreytingar þótt þær síðartöldu séu mun stærri. Á núverandi hlýviðraskeiði hafa skipst á hlýir kaflar og kaldir og heimskautaísinn hefur ýmist "'ynd. Vatnuvextir. ÆGIR —483

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.