Ægir - 01.09.1981, Blaðsíða 26
Jón Þ. Þór:
Hákarlaveiðar Eyfirðinga
á síðari hluta 19. aldar
Framhald
IV. Stofnun hins eyfirzka ábyrgðarfélags
Þess hefir verið getið hér að framan, að oft mun
það hafa staðið í vegi fyrir því, að menn kæmu sér
upp þilskipi, að þeim þótti áhættan fullmikil og
spurðu því sjálfa sig: „Hvernig fer, ef skipið
tapast?“ Mun þessi hræðsla við það að verða á
einni svipstundu fyrir allt að því óbætanlegu tjóni
einnig oft hafa valdið því, að sömu menn áttu oft
tvö eða jafnvel fleiri skip i samlögum, stundum
tveir og tveir, en stundum enn fleiri saman. Dæmi
um slíkan sameignarbúskap finnast að visu áður en
þilskipin komu til sögu, en þá jókst hann að mun,
og stafaði það eðlilega einnig mjög af því, að menn
töldu sig ekki nægilega sterka fjárhagslega til þess
að koma sér upp þilskipi einir sér, a.m.k. ekki fyrst
í stað.
Hafi mönnum ekki verið frá upphafi ljós sú
hætta, sem því fylgdi að gera út til hákarlaveiða,
þá varð hún a.m.k. öllum ljós um leið og þilskipin
komu til sögunnar. Samtímis sáu menn einnig
þörfina á því, að stofnað yrði félag til að
vátryggja skipin. Þess hefur verið getið hér að
framan, að Norðlendingar litu í upphafi allmikið
til Vestfjarða um fyrirmyndir í þilskipaútgerð. Um
1850 höfðu ísfirðingar komið sér upp sjóði, er
bæta skyldi eftir föngum skaða þá, er verða kynnu
á þilskipum þar vestra. Ekki varð þó skaðabóta-
sjóður þeirra ísfirðinga langlifur, né heldur
athafnasamur, a.m.k. ekki ef miðað er við það, er
siðar varð Norðanlands.
Þar er fyrst minnzt á ábyrgðarfélagshugnyndina
á prenti norðanlands, er Norðri skýrir frá því i
marz 1854, að ísfirðingar hafi þá um veturinn
misst tvær jaktir, en hafi nú ráðstafað af
skaðabótastofni sínum 200 rd. til þeirra, sem
verðugastir þóttu, og mest nauðsyn var að hjálpa.
Af þessari frásögn virðist mega ráða, að
skaðabótasjóður þessi hafi ekki einungis verið
skipatryggingafélag heldur einnig að einhverju
leyti líftryggingasjóður sjómanna. Svo virðist sem
ráðstafað hafi verið fjármunum til fátækra
sjómannaheimila, ef fyrirvinnan fórst í sjó. Þa
skýrir Norðri einnig frá því, að ísfirðingar hafi nu
tekið sig saman um að mynda nýtt skaðabótafélag>
sem fyrst um sinn ætli að tryggja helming í 15
þilskipum. Segir blaðið tólf þilskipaeigendur
standa fyrir hinum nýja sjóði og leggi hver fram
500 rd. eða samtals 6000 rd., sem standi sem veð
fyrir helmingi af andvirði hinna fimmtán þilskipa-
Að þessari frásögn lokinni, hvetur svo Norðri til
þess, að menn í öðrum landsfjórðungum stofni til
samtaka um slík ábyrgðarfélög, svo að ekki þurt'
ætíð að flýja á náðir erlendra tryggingafélaga. Svo
sem að framan getur, minnist höfundur greinar-
innar ,,Um nytsemi innlendra þiljuskipa við
ísland”, sem birtist í ágústblaði Norðra 1854,
einnig á nauðsyn þess að stofna skipatryggingU'
félag, en annars er ekki svo að sjá sem hugmynd
þessi hafi fengið byr undir báða vængi þegar í upp'
hafi. Sú tregða, sem var á framkvæmd málsins a
þessu stigi, hefur vafalaust stafað mikið af því, að
menn voru ekki enn búnir að átta sig á þvi, um hve
mikilsvert mál var að ræða. Þeir voru því vanastir
frá fornu fari að pukra hver í sínu horni og treysta
á hjálp guðs og góðra manna ef illa færi. Einnig er
það veigamikið atriði, þegar rætt er um þá töf, er
varð á stofnun ábyrgðarfélagsins, jafnvel lönga
eftir að öllum var orðin ljós þörfin, að það var
enginn sá máttur fyrir hendi, er var nægileg3
afgerandi til þess að drífa félagsstofnunina af stað-
Tilfellið er, að á þessum tímum vildu menn sem
minnst undir náunganum eiga, engu siður en nú a
dögum.
Frá því að þær greinar, er nú þegar er getið, birt'
490 — ÆGIR