Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1981, Side 29

Ægir - 01.09.1981, Side 29
að ööru leyti telur höfundur ráðlegt að skipta skipunum í þrjá flokka, að ábyrgðargjald af hverj- Urn 100 rd. í andvirði skipanna verði 2 rd. í fyrsta fjokki 2'A rd. í öðrum flokki og 3 rd. í þriðja lokki. Þá telur höfundur einnig, að efla mætti sjoð félagsins með ýmsu móti, m.a. með því að skattleggja aflahluti, t.d. dauða hluti um 24 sk., en hluti skipverja um 16 sk. Að lokum setur hann svo lram þá tillögu, að hafa beri fasta stjórn á sjóði Þessum er sjái um, að skipin verði vandlega skoðuð og metin í upphafi hverrar vertíðar og ekki ‘elur hann, að bæta skuli minni skaða en 100 rd. t-kki er fullkomlega ljóst, hvert varð næsta stig í Próun þessarar hugmyndar, en ljóst er, að menn gripu feginshendi það tækifæri, er nú bauðst, er Pögn sú, er lengi hafði umvafið málið, var rofin. , voru haldnir fundir og málið reifað og rætt og syndist sitt hverjum sem vænta mátti. Þótt mér hafi ekki tekizt að ná í gögn er skýra uHkomlega frá þessum undirbúningsfundum, sem aldnir voru bæði við Eyjafjörð og Siglufjörð, er Pað þó ljóst, að allir voru á einu máli um nauðsyn Þess, að félagið yrði stofnað, en um fátt fleira gátu l^enn orðið sammála. Mestur virðist ágreiningur- lnr> hafa orðið um það, hvar aðsetur sjóðstjórnar- 'nnar skyldi vera. Eyfirðingar vildu hafa stjórnina a Akureyri en Siglfirðingar á Siglufirði. Þegar engi hafði verið deilt um þetta kom fram sú tillaga, aö hafa félagið í tveim deildum og láta sína deild- 'na sitja á hvorum stað, Akureyri og Siglufirði. eizt mörgum þetta afbragðshugmynd, en ekki áru menn gæfu til samþykkis að heldur. Nú var aiálið komið í sjálfheldu, og var ekki annað sýnna en að smásmuguleg tortryggni og hreppapólitík ^Pundu gera útaf við þetta mikla nauðsynjamál. ^annig var ástandið haustið 1867, en þá var það, aÞ B. A. Steincke, verzlunarstjóri Guðmannsverzl- anar á Akureyri, tók málið upp á sína arma. aunar má segja, að með komu þessa danska Verzlunarmanns hafi norðlenzku útgerðarmennirn- lr ^engið það eina er á hafði skort, kraftmikinn og afgerandi leiðtoga. Það verður að teljast mjög eðli- e8r, að Steincke skyldi nú koma til sögu á þann att> sem raun varð á. Hann var alla tíð mjög um- °ta- og framfarasinnaður og raunar lífið og sálin ' öllum félagsmálum á Akureyri þann tíma, er ann átti þar heima. Þar að auki virðist hann hafa Verið haldinn ólæknandi áhuga á tryggingamálum um Petta leyti, m.a. má oft sjá í blöðum auglýsingar ra honum, þar sem hann reynir að fá menn til liðs B.A. Sleincke kaupmaður. við sig um stofnun lífsábyrgðarfélags fyrir kýr, hvað þá annað. Þá ber og að gæta þess, og skiptir ekki svo litlu í þessu máli, að verzlun sú, sem Steincke veitti forstöðu, Guðmannsverzlun, átti stóran hlut í lýsisbræðslunni á Torfunesi og hugði að auki á að koma sér upp skipastól til hákarla- veiða, þótt meira yrði síðar. Þegar allt þetta er haft í huga, er engan veginn hægt að segja, að málið hafi verið Steincke óskylt, því að vitanlega hlaut það að vera beggja hagur, lýsiskaupmannsins á Akureyri og útvegsbóndans út með Eyjafirði, að félag til tryggingar og umbóta á flotanum kæmist á fót. Af grein, sem birtist í Norðanfara 18. júlí 1868, er ljóst, að veturinn áður hefir Steincke fengið ýmsa helztu forustumenn útgerðarmála við Eyja- fjörð til liðs við sig um undirbúning að stofnun félagsins og var hugmyndin, að það gæti tekið til starfa fyrir næstu vertíð. Annars er þessi grein ágætt dæmi um hugsunarhátt íslendinga á þessum árum, en í henni segir m.a., að frá því, að hákarla- útvegur fór að aukast ár frá ári og þilskipum að fjölga óðfluga, hafi mönnum orðið nauðsyn þess að stofna ábyrgðarsjóð þilskipa við Eyjafjörð æ ljósari. Segir einnig, að mönnum hafi ætíð verið það ljóst, að er slíkur sjóður væri til orðinn, mundi hægt að bæta mönnum stórskaða, a.m.k. að ein- hverju leyti, svo að þeir, er fyrir tjóninu yrðu, ÆGIR — 493

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.