Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1981, Page 30

Ægir - 01.09.1981, Page 30
Hákarlaskip á Oddeyrartanga. Nœst á myndinni er skútan Vonin. þyrftu ekki að hætta útgerð eða jafnvel að verða öreigar, eins og dæmi væru til. Síðar segir greinar- höfundur mjög hreinskilnislega frá því, að þar eð um félagsskap hafi verið að ræða hafi margir verið tregir til þátttöku og vonað, að útgerð ábyrgðar- lausra skipa mundi slampast einhvern veginn enda höfðu margir sett það skilyrði fyrir þátt- töku sinni, að sjóðurinn yrði tvískiptur, á Siglu- firði og Akureyri. Raunar segir þessi grein, þótt stutt sé, allt það, sem maður þarf að fá að vita. Allir sáu nauðsyn- ina, en enginn gat haft nauðsynlegt frumkvæði, og enginn þorði að treysta öðrum. Þar lá hundurinn grafinn. Þá segir og í greininni, að eftir allmarga fundi, sem vafalaust hafa ekki gengið hljóðalaust fyrir sig, hafi menn þó komið sér saman um að kjósa nefnd, er semja skyldi: a) lög hins eyfirzka ábyrgðarfélags, b) erindisbréf virðingarmanna, c) skuldbindingar fyrir skipseigendur, d) skuldbind- ingar fyrir skipstjóra og e) skuldbindingar fyrir háseta. í þessa nefnd voru kosnir þeir Steincke, Tryggvi Gunnarsson og Einar Ásmundsson. Vitað er, að þeir boðuðu til stofnfundar félagsins fyrir vertíðarbyrjun 1868, og var þá m.a. kosin nefnd virðingarmanna, og skoðuðu þeir öll þilskip félagsmanna, áður en veiðar hófust þá um vorið. Þetta fyrsta starfsár félagsins voru tryggð hjá því 17 þil' skip af 31, sem á félagssvæðinu voru, en þes* verður að gæta, að Siglfirðingar tóku ekki þátt > stofnun félagsins.17 Ekki er ólíklegt, að er Steincke tók við stjórn- taumunum árið 1867, þegar allt stóð fast, haf> endanlega soðið upp úr og Siglfirðingar hreinlegn neitað að taka þátt í stofnun félagsins. Þá hefur Steincke tekið það ráð, sem vafalaust hefur verið hið eina rétta, að láta þá sigla sinn sjó, en reyna að halda Eyfirðingum saman um málið. Hins vegar var þess vandlega gætt að búa svo um lög og reglur félagsins, að Siglfirðingar geti gengið í félagið að ári, ef ekki fyrr. Sú varð líka raunin á, næsta ar voru félagsmenn orðnir 54 og skip í tryggingu alls 31 en 32 voru þá talin á félagssvæðinu. Þetta eina skip, sem ekki var tryggt mun hafa verið Látra- Felix, sem aldrei var tryggður, þar eð eigendur hans trúðu því ekki að hann mundi farast.18) Raunar var skipið, er hér var komið sögu, orðið mjög gamalt og fúið, og er því hæpið, að það mundi hafa fengizt tryggt. 494 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.