Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1981, Side 35

Ægir - 01.09.1981, Side 35
ram einhvern tíma um 1860, notaði Einar er|nslubók í siglingafræði, sem hann hafði sjálfur samið, en að einhverju leyti virðist hann hafa jnuðzt við danskar kennslubækur í þessum efnum, 'j0rt sem um beinar þýðingar hefur verið að ræða a ekki. Ekki veit ég með vissu, hvenær Einar æ«i bessari kennslu, en vart mun hún hafa staðið nm margra ár skeið. Þegar Einar lét af sjómanna- , er|nslu, mun Jón Loftsson hafa tekið við sem öfuðkennari ungra skipstjóraefna. Eitthvað mun P° kennsla Jóns hafa verið brotakennd, enda bjó ann um þetta leyti í Keflavík í Fjörðum, og var PVl ekki hægt um vik að sækja til hans. Svo sem þegar er getið, tók Ábyrgðarfélagið petta mikla nauðsynjamál upp á sína arma þegar í uPPhafi, og hinn 29. október 1870 auglýsir félagið 1 Norðanfara, að á aukafundi þá um haustið hafi 'erið samþykkt að verja árlega 100 rd. úr sjóði fé- agsins til þess að kosta kennslu 8 formannsefna arie&a- Kennsluna átti Jón Loftsson, sem þá var uttur að Efra-Haganesi í Fljótum, að annast. Það Nar mikið happ Ábyrgðarfélaginu að fá Jón til þess a annast þessa kennslu, því að hann var, eins og ''ðurnefni hans ,,mikli skipstjórinn” sýnir, ein- Ver bezt menntaði skipstjórinn á öllu félags- Svaeðinu. Það má hins vegar furðu gegna, að ennslu þessari var ekki haldið uppi nema um ^Sgja vetra skeið, þrjá mánuði hvorn vetur. yrra veturinn útskrifuðust 8 piltar, en 9 þann siðari. 1 lögum Ábyrgðarfélagsins var m.a. tekið fram, a útgerðarmenn, skipstjórar og hásetar skyldu flta uöfn sín undir þær greinar sjómannlaga félags- 'ns> sem þá snertu. Eins og áðru er getið, er nú ekki ullljóst, hvað í þessum lögum fólst, en hvað I asetum viðvék var um skráningarreglur að ræða, °ngu áður en almenn skráningarlög gengu í gildi. Vað skipstjórum viðkom, var m.a. kveðið svo á, a Þeir skyldu halda dagbækur. Hér var þó ekki e'ngöngu um venjulegar skipsdagbækur að ræða, eldur öðrum þræði siglingarfræðilegar rann- s°knir á norðurströnd landsins og hafinu þar utu.ndan. ^rangur þessarar nýbreytni lét heldur ekki á sér standa, sem sjá má af grein, sem birtist í Norðan- b^ marz 1872. Þar segir m.a., að eitt hið f. zta at mörgum þörfum verkum, sem Ábyrgðar- ^e agið hafi unnið, væri það, að félagið hafi Vegað nýtt kort yfir strendur landsins, sem standi 1Itu eldra korti mun framar, m.a. fyrir það, að það nái mun lengra norður í hafið. Þá er þess og getið, að á hinu nýja korti séu flest örnefni á ís- lenzku, en á hinu eldra hafi þau flest verið ákaflega afbökuð, og raunar mörg hver ekki átt sér neinn stað. Þar að auki segir svo, að þetta nýja kort sé mun ódýrara en hið gamla. Að lokum fylgir svo skýrsla yfir dýptarmælingar og athuganir skip- stjóranna. Vaflaust hefur þetta nýja kort að ein- hverju leyti verið byggt á athugunum skip- stjóranna. Hversu mikið skiptir ekki meginmáli heldur hitt, að hinir lítt menntuðu eyfirzku sæfarar skyldu geta unnið slík störf. Hér hefur nú verið getið allra hinna merki- legustu mála, er Ábyrgðarfélagið barðist fyrir á þessu tímabili. Öll stuðluðu þau að því að bæta skipakostinn og auka öryggi sæfara. Ekki er að efa, að öll hafa þessi mál haft mjög bætandi áhrif. Hins vegar komu þau ekki öll fullkomlega að tilætluðum notum, og olli því mest, að þegar skip- in bötnuðu, jókst sókn manna eftir afla svo, að oft stappaði nærri hreinni vitfirringu. Því var það, að síður en svo dró úr hinum miklu slysförum, sem ætíð höfðu fylgt hákarlaveiðunum. Þegar at- vinnutækin bötnuðu, var líkt og allt það þrek og allur sá athafnahugur, sem bældur hafði verið með þjóðinni um aldaraðir, brytist fram og yrði að beljandi straumi. Gegn þeim straumi gat enginn mannlegur máttur staðið. Árið 1875 hvarf B. A. Steincke úr þjónustu Á- byrgðarfélagsins og fór af landi brott. Hann hafði verið formaður félagsins frá upphafi og „primus motor” í öllum helztu framkvæmdum þess. Eftir brottför Steincke starfaði Ábyrgðarfélagið með blóma enn um hríð, en þegar árið 1876, einu ári eftir brottför Steincke, urðu þau stórtíðindi í at- vinnumálum Norðlendinga, sem þegar er getið, og raunverulega veittu hákarlaútveginum bana- höggið. Þar með var í raun og veru einnig kippt grundvellinum undan hinu blómlega starfi félags- ins. Niðurlag í næsta blaði. ÆGIR — 499

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.