Ægir - 01.02.1982, Síða 14
vanta mannlíf í togarasögu mína
frá 1974. Ég get vel tekið undir
það, enda ekki ætlunin að rita
persónusögu, heldur að gera
grein fyrir atvinnurekstri, at-
vinnutækjum, félagsmálum og
afkomu þessarar útgerðar. Það
var heldur ekki ætlunin að leggja
mikið til mála um veiðislóðir
togaranna. Nú hefur raunar
verið bætt að nokkru úr þeim
skorti í sögu Ásgeirs af Tryggva
Ófeigssyni og er það vel.
5. Ásgeir Jakobsson hefur
það eftir mér úr togarasögunni,
að ég segi rekstur Coots ,,hafa
gengið erfiðlega allt árið“, þ.e.
fyrsta útgerðarár skipsins og tel-
ur hér of mælt. Orðrétt segir um
þetta í bókinni (bls. 66): ,,Um
rekstur Coots er það að segja, að
hann mun hafa gengið heidur
erfiðlega fyrsta árið, einkum
vegna bilana þeirra, er áður voru
nefndar.“ Það er auðvitað
nokkur munur á ,,erfiðlega“ og
„heldur erfiðlega“, svo að ekki
hefur Ásgeir tekið þetta ná-
kvæmlega rétt eftir mér. Vænt-
anlega hef ég fremur verið að
hugsa um erfiðleika vegna vélar-
bilana en fjármála, þegar orðið
,,erfiðlega“ var sett á blað.
6. Einna fastast hnykkir Ás-
geir á um ávirðingar mínar við
ritun togarasögu í þessari máls-
grein: „Það er hrein della hjá
Heimi að halda, að Coot hafi
ekki getað stundað veiðar í Faxa-
flóa að haustinu.“ En lítum nú
nánar á það, sem ég hef um þetta
sagt. Á bls. 67 segir: „Togarinn
Coot var ekki stórt skip, jafnvel
ekki að þeirrar tíðar hætti. Hann
var eiginlega ekki úthafstogari,
heldur ætlaður til veiða á inn-
sævi, svo sem í Norðursjónum.
Af þessu hlauzt, að hann stund-
aði mest veiðar í Faxaflóa, en fór
þó i fáein skipti til veiða suður
fyrir land. Hann gat ekki heldur
stundað veiðar í svartasta
skammdeginu, þegar veður voru
verst.“ Það er semsagt aldrei
nefnt neitt haust, heldur talað
um svartasta skammdegið. Sú
hugsun er á bakvið, að það var
alkunna, að minnstu togurum
Breta var í fyrstu bannað að
stunda veiðar við ísland yfir
vetrarmánuðina. Áhættan þótti
of mikil í íslenzkum vetrar-
veðrum.
7. Ásgeir Jakobsson gagnrýn-
ir mig fyrir að nota orðið stór-
útgerð um útgerð Coots, af því
að hún hafi verið svo smá í snið-
um. Hann kallar þetta „sögulega
villandi umsögn og undarleg(a)
hjá sagnfræðingi, sem er að
glugga í sjávarútvegssögunni“.
Ég varð satt að segja mjög
undrandi við að lesa þetta, því
að eftir minni málvitund (ég er
fæddur og uppalinn í Reykjavík)
merkir stórútgerð það sama og
togaraútgerð og annað ekki.
Einar Guðfinnsson í Bolungar-
vík var því (eftir minni málvit-
und) lengi vel ekki stórútgerðar-
maður, þó að hann gerði út
marga báta, en Tryggvi Ófeigs-
son var auðvitað stórútgerðar-
maður og það jafnvel, meðan
hann gerði aðeins út einn togara
eða jafnvel bara togara með öðr-
um. Ég er líka nokkurn veginn
viss um, að Jón frá Ljárskógum
hefur verið að tala um togaraút-
gerðarmann, þegar hann yrkir
um það, að sú káta Víkurmær
verði „konuefni stórútgerðar-
manns“. Til þess að fullvissa
mig um, að ég væri ekki einn um
þennan skilning á orðinu stórút-
gerðarmaður, leit ég í Ægi og
fann þar fljótlega tvo kunna rit-
höfunda um sjávarútvegsmál,
sem höfðu þennan sama skilning
á orðinu stórútgerð og ég. Lúðvik
Kristjánsson segir í janúarheÚ1
Ægis árið 1939 (bls. 1). „Þótt at'
koma smáútgerðarinnar værl
engan veginn góð, má telja $
hún hafi verið sæmileg samaa'
borið við afkomu togaraútgerð'
arinnar. Hér á landi mun ut'
koma stórútgerðarinnar aldre1
hafa verið jafn bágborin sem íar
og hefir hún þó verið léleg ufld'
anfarin ár.“ Hér fer ekki mi^1
mála, að stórútgerð er hið sarua
og togaraútgerð, en önnur ut'
gerð er kölluð smáútgerð'
Tveimur árum seinna, 19^!
skrifar Davíð Ólafsson svo i
(bls. 1): „Árið 1935 var sv°
komið, að til að fyrirbyggja hrul1
smábátaútvegsins og línuguf11'
skipanna voru sett lög ul"
skuldaskilasjóð vélbátaeigend3'
Stórútgerðin — togararnir — vaí
þarna skilin útundan, þótt hul1
hafi ekki síður verið þurfi fýr,r
aðstoð en smáútgerðin, eða
var um mikinn hluta hennar-
Hér þarf ekki að fara í grafgötaí
um notkun orðsins stórútger •
— í seðlasafni Orðabókar
skólans má finna nokkur daeu1’
um orðið stórútgerð, ýmist
merkingunni togaraútgerð
meiri háttar útgerð. Elzta
fyrri merkingarinnar er úr
frá árinu 1927. Þar segir Kristja
Bergsson (bls. 89) ,,... Þe^
stórútgerðin (togararnir) ver ‘
að liggja undir...“
IV. Lokaorð
Ég hef nú farið yfir nok^
atriði úr Ægisgreinum Ásge1^
Jakobssonar, þar sem mér fau
ég þyrfti að gera athugaseru
eða koma að leiðréttingum- '
vil þakka honum fyrir að vlJ
leiðrétta það, sem honum fatl ",
rangt eða vansagt hjá mér. u
sumt er ég ekki sammála hoUUI
62 — ÆGIR