Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1982, Page 38

Ægir - 01.08.1982, Page 38
beitunnar berst betur um sjóinn, beitast sést betur og hreyfist og er því girnilegri, afætur eiga ekki eins greiðan aðgang að beitunni og loks er línan grennri og sést því verr og fælir fisk af þeim sökum síður frá. í þriðja lagi er línan svo lögð sem flotlína án allrar snertingar við botn. í þeim hópi eru t.d. bæði laxa- og túnfisklína. 3.2. Efni og gerð línunnar Um þetta efni er ekki margt að segja. Eins og þegar hefur komið fram, er línan yfirleitt því fiski- gæfari sem hún er grennri. Á sama hátt er lík- legra, að fiskur taki beitu, ef taumurinn er lang- ur. Þetta er þó mismunandi eftir tegundum. Ef taumarnir eru lengdir, eykst einnig bilið á milli þeirra, þannig að færri önglar verða á ákveðna lengd af línu. Það leiðir svo af sjálfu sér, að mjög misjafnt getur verið, hvað best hentar á hverjum stað. Það verður reynslan að leiða í ljós. 3.3. Önglar Önglarnir eru ævagömul veiðarfæri og hafa því haft yfrið nægan tíma til að þróast og fullkomnast. Athuganir í fiskabúrum og með neðansjávarsjón- varpi hafa þó sýnt svart á hvítu, að önglarnir eru afar ófullkomin veiðitæki. í ljós kom, að af lýsu veiddist aðeins 3—12% þeirra fiska, sem réðust á beituna og öngulinn. Fyrir þorsk reyndist veiði- hlutfallið 14% og þar kom í ljós, að hvorki meira né minna en 60% af þeim þorski, sem á krókinn fór, tókst að sleppa. Ekki skulum við gleypa þessar tölur sem algildan sannleik. Einhvern veginn hljótum við að ætla, að veiðihlutfallið sé mun hærra en 14%, þegar þorsk- ur ,,er á hverju járni“ eins og oft er sagt, þegar vel aflast. Helst er hægt að álykta, að veiðihlutfallið hljóti að vera hærra, þegar fiskur er mjög svangur. Þegar svo er, ætti hann síður að smjatta á beitunni og skyrpa henni út úr sér, heldur taka hana ákveð- ið. Engu að síður segja þessar tölur mjög ákveðið, að miklu fleiri fiskar ráðist á beituna en þeir, sem á dekk koma. Ýmsar nýjar krókagerðir með mjög lítið skaðlegt horn, svipaðar þeim sem sýndar eru á 1. mynd, hafa gefið aflaaukningu allt upp í 50—60%, en að jafnaði e.t.v. rúm 20%. Slíkar krókagerðir eru þó vart komnar á markaðinn. Enda þótt slíkir krókar kunni að vera seinbeittari, þá er þó ýmislegt á sig leggjandi fyrir slíka afla- aukningu. Svo virðist sem lag krókanna hafi hing- að til miðast við það, að fljótlegt sé að beita þá og þeir séu sem þægilegastir í meðförum. 2. mynd. Skýringarmynd af Lófótlínunni. 3.7. Vélvæðing veiðanna Þrátt fyrir sjálfvirk eða hálfsjálfvirk linuspil efU þó býsna mörg handtökin við þessa veiðiaðferð vegur þar beitingin og allt, sem henni fyl8ir’ þyngst. Á siðustu 10—15 árum hafa þó kon11^ fram ýmsar vélar, sem ekki aðeins beita línU , heldur draga hana einnig og gera línuna klára á ny; í töflu 1 er listi um þær línuvélar, sem vitað ernnl notkun eða hönnun. ^ Línuvélarnar draga línuna annað hvort upP kefli eða stokka hana upp. Kosturinn við upP stokkunina er sá, að þá má líta eftir línunni og la» hana á meðan hún er ekki í notkun. Uppstokka línan flækist hins vegar frekar í lagningu, en sem lögð er af kefli. Af þeim línuvélum, sem nP eru taldar í töflunni vinda vélar nr. 10 og 11 unni ásamt taumum og krókum upp á keflið- vélar nr. 5, 8 og 14 er aðeins línan sjálf undin uiy en taumarnir með önglunum á eru fjarlægð'1 ^ linunni, þegar dregið er, en fest á hana aftm leið og lagt er. vegal Beitingin fer fram á tvennan hátt. Annars - j. ,,án kerfis“, (krókurinn dregst í gegnum hrugu beitu) og hins vegar ,,með kerfi“ (hver krókur UVHU/ 6 111110 V^6M1 ivviu v** kjn beittur með einni sérstakri beitu). (Orðatiltm ^ ,,án kerfis“ og ,,með kerfi“ eru að sjálfsögðu 0 ^ tittir en voru valin af því að þau eru nógu stutt að rúmast vel í töflunni). ,,Kerfislausa“ beitinS hefur annars reynst viðunandi. 4. Framtíð línuveiða Vegna hækkandi olíuverðs na" hafa ýmsar grannaþjóðir okkar markvisst unnið að því að <a ^ upp veiðiaðferðir, sem eru sparar á olíu. Að Þv^ Dani og V-Þjóðverja varðar má nánast tala ^ byltingu. Sú veiðiaðferð sem hætt er við (me° 430 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.