Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1983, Page 26

Ægir - 01.04.1983, Page 26
megnustu ótrú á því að útgerð og fiskvinnsla væru á einni hendi. Þegar kom fram yfir miðjan 6. áratuginn þótti mörgum sýnt, að útgerð nýsköpunartogara frá ísa- firði yrði brátt lokið. Forráðamenn Norðurtang- ans tóku þá að huga að nýjum leiðum til að tryggja hráefnisöflun fyrirtækisins og lá þá beinast við að hefja útgerð, annaðhvort fyrir eigin reikning eða í samvinnu við aðra. Fyrstu öruggu heimildirnar um útgerðaráform forráðamanna Norðurtangans eru frá sumrinu 1956. Þá stóð til að stofnað yrði á ísafirði nýtt tog- araútgerðarfélag, sem átti að heita Hafrafell, og var afráðið að Norðurtanginn yrði þátttakandi í því. Þetta félag komst þó aldrei á laggirnar og um haustið 1956 stofnaði Norðurtanginn sitt eigið út- gerðarfyrirtæki. Það hlaut nafnið Hljer h.f. og keypti 36 tonna mótorbát, sem skírður var Már. Hann gekk fyrst til veiða á útvegi Hljes veturinn 1957 og aflaði vel. Þennan bát átti fyrirtækið i tvö ár og reyndist hann ágæta vel. En enn var hraðfrystihúsinu ekki tryggt nægilegt hráefni og haustið 1957 stofnuðu Norðurtanginn og íshúsfélag ísfirðinga útgerðarfélagið Eir h.f. og var hugmyndin að það festi kaup á togara, sem afl- aði hráefnis fyrir bæði húsin. Af togarakaupunum varð ekki og árið 1961 keypti Norðurtanginn hlut íshúsfélagsins i Eir h.f. Sama ár lét fyrirtækið smíða 86 lesta eikarbát í Frederikshavn í Danmörku. Hlaut hann nafnið Guðbjartur Kristj- án, en var skírður Dan árið 1964. Þetta skip átti A-/.S. Dan ÍS 268. qO Eir til ársins 1969 og reyndist það bæði happð'. ' aflasælt. Árið 1964 eignaðist Eir h.f. annað skJp' Það var 149 lesta stálbátur, smíðaður í Flekkefjor í Noregi. Hann var skírður Guðbjartur Kristjal1’ en heitir nú Vikingur III. Þegar togarakaup Eir h.f. drógust úr hön1 tóku forráðamenn Norðurtangans að huga að öð um leiðum til þess að tryggja hraðfrystihúsi111! nægilegt hráefni. Undir árslok 1958 stofn31' Norðurtanginn útgerðarfélagið Víking h.f. í saIfl vinnu við bræðurna Arnór og Hermann Sigur^ syni. Félagið festi kaup á 60 lesta eikarbát, se hlaut nafnið Víkingur II. og var hann gerður út ársins 1973, er hann var seldur. Nokkrum árul áður, eða 1964, höfðu þeir Arnór og Hermann se Séð heim að Norðurlanga frá ,, Vörinni". 1 Et-T- ’ 1 186 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.