Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1983, Síða 21

Ægir - 01.06.1983, Síða 21
neinn bræðslufiskur úr sjó. En við ætluðum að byrja á hönnun lítilla verksmiðja sem afköstuðu nægjan- lega miklu fyrir úrgang úr frystihúsum til að koma í veg fyrir að það þurfi að setja í gang 400 tonna verk- srniðjur í 2 daga í mánuði til þess að bræða úrgang eða að öðrum kosti grafa hann. Auk þess trúum við því að astæðan fyrir því að síðustu loðnurnar eru ekki tíndar UPP úr sjónum sé sú, að það standi til að nýta loðnu- stofninn af skynsemi í framtíðinni og þá þarf að vera hægt að greiða það sem sjávarútvegurinn þarf fyrir hráefnið með þeim peningum sem fást fyrir mjölið og 'ýsið. Þetta er ekki hægt í dag miðað við það verð sem er á mjöli og lýsi og þann vinnslukostnað sem nú er á ^tjölinu. Auk þess má ætla að tilkoma þessarar aðferðar á þurrkun á mjöli getið stuðlað að nýtingu á hráefni sem nú er hent svo sem sláturúrgangi frá slát- urhúsum og slógi úr fiski. Vandamálið Landssmiðjan hefur síðan í júlí á síðasta ári verið að leita eftir fjármagni til þess að halda áfram þessu verkefni, en það hefur ekki tekist. Þeir sem leitað hefur verið til um fjármögnun í þetta verkefni hafa ekki séð ástæðu til þess að veita þessu lið. Enda sjá menn það, að þegar allir eru að hrópa hver ofan í annan að fjárfestingin í landinu sé óarðbær, þá er ekki við því að búast að þrjár milljónir séu látnar í verkefni sem getur stuðlað að sparnaði á þúsundum tonna af olfu, veitt hundruðum manna atvinnu, bætt hráefn- isnýtingu og ýtt undir nýjan útflutningsiðnað. ÆGIR —301

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.