Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1983, Blaðsíða 14

Ægir - 01.06.1983, Blaðsíða 14
Nýjungar í framleiðslu og orkunýtingu í fiskiðnaði Andrés Þórarinsson, verkfræðingur, Daði Ágústsson, tæknifræðingur, Verkfræðistofunni Rafhönnun, Reykjavík. Sjálfvirkni í fískimj öls verksmiðj um Eins og allir vita, þá er fjöldinn allur af fiskimjöls- verksmiöjum um land allt. Hér á árum áður voru þær oft kallaðar síldarverksmiðjur, enda var síld helsta hráefnið. Síðan hvarf síldin en loðna kom í hennar stað sem aðalhráefnið, og þá voru síldarverksmiðj- urnar orðnar að loðnuverksmiðjum. Nú er hvorugt í neinum mæli, hvorki síld né loðna, og verður því að kalla áðurnefndar verksmiðjur gamla heitinu, þ.e. fiskimjölsverksmiðjur. Verk- smiðjur þessar gegna afarmikilvægu hlutverki í þjóð- arbúskapnum, en þegar hvað mest hráefni hefur bor- ist á land til þeirra, þá hefur söluverðmæti mjöls frá þeim numið 7% af útflutningstekjum okkar. Jafnvel þegar engin loðna né síld berst til þessara verk- smiðja, þá er ekki hægt að vera án þeirra, því þær taka við öllum fiskúrgangi frá frystihúsunum, og breyta honum í beinamjöl. Ef ekki væru fiskimjölsverk- Stjórnherbergid í Krossanesi er bjart og vel búið tœkjum. 294 — ÆGIR smiðjur, þá þyrfti að grafa fiskúrganginn í jörðu. allir sjá að slíkt gengur ekki til frambúðar, hvorki vegna mengunarhættu né kostnaðar. Auk þess ólíkt skynsamlegra að koma fiskúrganginum í verð' heldur að grafa hann í jörðu. Á þeim tíma, sem liðinn er frá því að fyrstu verk' smiðjurnar tóku til starfa, þ.e um aldamótin síðustu- hefur rekstur þeirra tekið stakkaskiptum. Nýr betri vélbúnaður hefur leyst eldri af hólmi, svo nú fást meiri afköst með minni orkunotkun en áður þekktis1- Reyndar hefur orkusparnaður aldrei verið neitt ser- stakt atriði á olíukyntum þurrkurum fyrr en eft>r olíukreppuna fyrri svo nefndu, sem geisaði um 197-1- Sem dæmi um kostnað við rekstur verksmiðju sem vinnur fiskúrgang, má taka gamla verksmiðju, sd11 notar 80 kg af olíu á hvert tonn af hráefni. Látuú1 verksmiðjuna afkasta 300 tonnum hráefnis á sólar' hring og olíuna kosta 7 þús. kr. (verð í júní ‘83)- Kostnaður slíkrar verksmiðju vegna olíunotkuru'r nemur hvorki meira né minna en um 10 þús. krónail klukkustund. Margar verksmiðjur eru þó sparari 3 olíu en þetta. Orkufrekasta tækið í hverri verksmiðju er þurrk arinn, þar sem fiskimjölið erþurrkað. Flestirþurrkar anna eru svokallaðir eldþurrkarar, þar sem eldtung urnar teygja sig út úr eldhólfinu og inn í sjálfa11’1 þurrkarabelginn. Þar sem þurrkarinn er svo dýr 1 rekstri, sem raun ber vitni, þá hafa nýjar tegund’r þurrkara skotið upp kollinum. Þekktur er gufuþurrkarinn. þar sem gufurör liggJ1’ inn í þurrkbelginn, og hita fiskimjölið með snerting1*' Mjölið úr gufuþurrkurum hefur þótt öðru mjöli fa legra á að líta, því það er ljóst á litinn, en ekki dökk* eins og mjölið úr eldþurrkurum. Sumir segja- a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.