Ægir - 01.06.1983, Síða 22
Nýjungar í framleiðslu og orkunýtingu í fiskiðnaði
Baldur Hjaltason, efnafræðingur:
LÝSI H/F
Lýsi sem eldsneyti
I þessari stuttu greinargerð, sem hér fer á eftir,
verður greint frá þeim tilraunum, sem gerðar voru á
vegum Lýsis h/f varðandi notkun úrgangsþorskalýsis
í gufukatla í stað svartolíu og athugunum á þeim
möguleika, að nota samskonar lýsi í stað gasolíu á
vörubíla fyrirtækisins.
Inngangur
Notkun lýsis sem eldsneytis er ekki nýtt fyrirbæri.
Lýsi var notað sem ljósmeti fyrr á tímum á Norður-
löndum, þegar kolur voru aðal ljóstækin. Var lýsið
þá látið í holan stein eða skál og fífukveikjuþráður
látinn fljóta við barminn. Einnig var grúturinn sem
féll til við vinnslu lifrarlýsisins notaður sem eldsneyti.
Þessi siður féll niður þegar steinolían kom til sögunn-
ar.
Ef litið er á sögu lýsisframleiðslunnar hér á landi
þá var í fyrstu nær eingöngu framleitt þorska- og há-
karlalýsi, en síðar bættist við hvallýsið. Um 1910hófu
Norðmenn að bræða síld á Siglufirði, en það var þó
ekki fyrr en með byggingu Síldarverksmiðja ríkisins
á Siglufirði 1928-1930, að veruleg framleiðsluaukn-
ing varð á lýsi. Allt fram til ársins 1967 var búklýsi
unnið úr síld stór þáttur í sjávarútvegi okkar, en eftir
að síldarstofninn datt niður tók loðnan við. Hámarki
náði aflinn 1978 þegar 82.653 tonn af loðnulýsi voru
framleidd, sem var um 93.5% af allri lýsisframleiðsl-
unni í landinu. Nú eru hins vegar veiðitakmarkanir á
loðnu, svo að loðnulýsisframleiðslan hefur farið ört
minnkandi.
Úrgangslýsi sem eldsneyti fyrir gufukatla.
Árið 1979 hóf Lýsi h/f athuganir á því hvort hægt
væri að nota úrgangsþorskalýsi til brennslu á York
Shipley (SPH 150-6 og SPH 500-6) gufukötlum fyrir-
tækisins. Árlega falla til um 80 - 120 tonn af úrgangs-
lýsi, sem uppfyllir hvorki kröfur fyrirtækisins um gsði
meðalalýsis né fóðurlýsis. Er þetta um 2 - 5% af þvl
lýsismagni, sem stöðin fær árlega. Þetta er súrt lýsl
sem er dökkt á litinn og borgar sig ekki að afsýra.
Þegar lifur berst vinnslustöðinni er hún tætt, hituð
upp í 90° C og lýsið síðan skilið frá lifrarfætinum 1
Alfa-Laval skilvindum. Allt meðalalýsið og lýsi, sem
hert er til notkunar í matarfeiti, er afsýrt. Við afsýr-
inguna er fríum fitusýrum eytt með lút, sem myndar
sápur, sem eru síðan skildar frá með skilvindu. Leng'
hafa verið uppi ráðagerðir um að nýta sápulöginn sem
til fellur við afsýringuna. Með því að blanda hann
brennisteinssýru og sjóða, breytast sápurnar í fitu-
sýrur og fæst þannig súrt lýsi með 60-80% fitusýrum.
sem mætti nota til brennslu á kötlum. Héryrði um að
ræða 450 tonn á ári hjá Lýsi h/f og Hydrol h/f.
Tafla I.
Eðlisþyngd við 20° C Svart- olía Gas- olía Þorska- lýsi
(g/cm3) Brennsluvarmi 0.910 0.850 0.920
(kCal/kg.) Seigjavið 38° C 9.870 10.130 9.540
(cSt) 28 1.5 33
Brennisteinn (%) 1.8 0.4 0.003
Ef bornar eru saman efnagreiningar rússnesku
svartolíunnar og úrgangs þorskalýsis, sést að eðhs'
þyngd og brennsluvarmi eru tiltölulega lík. Aftur a
móti er dálítill munur á seigjunni, en þess ber að g*ta
að rússneska svartolían hefur mun minni seigju
tíðkast með svartolíu, sem gerir hana mun meðf®rl'
legri, sérstaklega að vetri til. Meðalþykk svartoh3
302 — ÆGIR