Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1983, Page 26

Ægir - 01.06.1983, Page 26
Á nýliðnu skólaári hafði fræðsludeild Fiskifélags Islands að venju umsjón með kennslu í sjóvinnu, bóklegri og verklegri, í grunnskólum landsins, en um 600 nemendur voru skráðir á þessa braut í 46 skólum, þar af stunduðu 370 nemendur nám bæði í siglinga- fræði og sjómennsku. Af þessum nemendafjölda gengu 339 undir hið svokallaða 30 tonna próf í sigl- ingafræði í vor og stóðust 220 prófið, eða 65%, sem verður að teljast ágætur námsárangur, þegar tekið er tillit til þess að lágmarkseinkunn er7,0. Fræðsludeild Fiskifélagsins sá um að halda þessi próf, en að öðru leyti eru störf fræðsludeildarinnar fólgin í að skipu- leggja sjóvinnunámið í hinum ýmsu skólum og vera til leiðbeiningar og eftirlits með framkvæmd kennslunn- ar. Annað hvert ár sér svo fræðsludeild Fiskifélgsins um kennaranámskeið í sjóvinnu í samvinnu við Kennaraháskólann. Á undanförnum árum hefur Fiskifélag íslands gefið út margvísleg kennslugögn í sjóvinnu og nokkrar kennslubækur þar að lútandi. Á s.l. ári fóru hinir 17 stóru skuttogararokkar í 320 (324) veiðiferðir og öfluðu samtals 61.057 (65.331) tonn. Að meðaltali var afli á úthaldsdag 12,7 (13,6) tonn. 86 skuttogarar af minni gerðinni. þ.e. þeir sem mældir eru undir 500 brl, fóru í 2.386 (2.300) veiði- ferðir og öfluðu samtals 271.519 (276.528) tonn. Að meðaltali var afli á úthaldsdag hjá þeim 10,4 (11,5) tonn. (Tölur innan svigar eru frá 1981). Á s.l. ári lögðu því alls 103 skuttogarar afla á land, að verðmæti 1.692 millj. kr., miðað við aflann upp úr sjó og er meðalaflaverðmæti á togara 16,4 millj. Peir þrír togarar sem mest verðmæti fengu fyrir afla sinn 1982 voru: Guðbjörg, ísafirði, 31,7 millj. kr. Vigri, Reykjavík, 30,0 millj. kr. og Ögri, Reykjavík 29,6 millj. kr. Á árinu 1981 landaði 91 skuttogari afla að verðmæti 1.194 millj. kr. og var meðalaflaverðmæti á togara þa 13,1 millj. kr. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofu íslands, var 63,65% verðbólgaás.l. ári ogsé aflaverðmæti togara- flotans á árinu 1981 reiknað á verðlagi ársins 1982, kemur í ljós að raunvirði togaraaflans 1981 var 15,5% meiri en það varð á s.l. ári. Þar sem tólf fleiri togarar voru um hituna á s.l. ári en þeir voru 1981, þá hefur aflaverðmæti á hvern togara minnkað að meðaltah um 30% miðað við fast verðlag á þessum tveim áruni og er þá miðað við aflann upp úr sjó. „Útvegur 1982“ hin árlega yfirlitsskýrsla Fiski- félags Islands um framvindu og þróun mála sjávarút- vegsins er komin út. „Útvegur“ er nú í nýjum búning1 sem gerir hann aðgengilegri en áður. Ný tækni, seiu felst í því, að töflur og annað efni, er sent beint fra tölvu Fiskifélagsins, með símalínu, til setningartölvu Steindórsprents hf., gerir þetta kleift. „Útvegur' hefur fram til þessa verið gefinn út í tveimur hefturn- sem samtals hafa verið nær 500 bls. að stærð, en með hinni nýju uppsetningu komst allt efnið fyrir í einu hefti sem er alls 284 bls. að stærð. Hagdeild Fiskife' lagsins sér um útgáfuna og er þetta í sjöunda sinn sem „Útvegur" kemur út. Efnið er nær eingöngu tölulegar upplýsingar, að mestu unnar úr gögnum FiskifélagS' ins. Hvert eintak af „Útvegi 1982“ kostar 350 kr. Heildarframleiðsla Norðmanna á eldislaxi jókst um 21% milli áranna 1981 og 1982, og varð á s.l- ár1 10.264 tonn. Áætlað er að laxeldi aukist mikið á þessu ári, eða í a.m.k. 15 - 16.000 tonn og að enn meiri aukm ing verði á árinu 1984. Um 95% af heildarframleiðsl' unni var flutt út og var eftirspurn mikil. EfnahagSj bandalagslöndin eru aðalkaupendur á norskum laxl og var um 80% af honum selt þangað. Sala á ferskufl1 laxi til Bandaríkjanna fer ört vaxandi. Alls voru flutt þangað um 760 tonn, sem er drjúgum meira magn,et1 306 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.