Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1983, Page 27

Ægir - 01.06.1983, Page 27
bráðabirgðatölur er gefnar voru út síðari hluta ársins, höfðu gefið til kynna. Silungseldið jókst aðeins unt 4,5% á s.l. ári og varð 4-690 tonn. Reik.nað er með að lítil sem engin aukn- ’ng verði í þessari grein á komandi árum. Af silungi v°ru flutt út um 2.200 tonn og eru markaðir fyrir hann ntikið til þeir sömu og fyrir laxinn. Sala á silungi hefur aftur á móti farið vaxandi á innanlandsmarkaðnum. Samanlögð framleiðsla af eldislaxi og -silungi varð aHs 14.956 tonn að verðmæti til framleiðendanna um 460 millj. nkr. Er magnaukningin 2.000 tonn f.f.á. og Verðmætisaukningin um 100 millj. nkr. (1 nkr. = 3,80 «1. kr.) Talið er að norks-íslenski síldarstofninn sé nú orð- 'nn um 600.000 tonn af kynþroska síld og gera Norð- menn sér vonir um að síldveiðar þeirra verði, ef allt Sengur að óskum, komnar í sitt gamla horf í lok þessa áratugar. Áður fyrr liðu að jafnaði 8 til 10 ár á milli Þess sem stór árgangur af norsk-íslenskri síld kæmi fram á sjónarsviðið, en norskir fiskifræðingar telja að ekki muni verða neinar stórvægilegar breytingar á st°fnstærðinni fram til ársins 1986 og því ekki ráðlegt a6 auka hinn árlega veiðikvóta. Þrátt fyrir þessar til- lögur fiskifræðinganna, hafa norsk yfirvöld nú ákveðið að leyfa veiðar á um 21.000 tonnum (225.000 kektólítrum) af síld úr þessum stofni, en árin 1981 og 1982 voru leyfðar veiðar á um 12.000 tonnum hvort ar- Nú þegar er norsk-íslenski síldarstofninn orðinn n®ststærsti fiskistofninn við strendur Noregs og er Það samdóma álit þeirra sem að rannsóknum á þess- Urn stofni vinna, að þegar hann hefur náð vissri stærð muni hann taka aftur upp hinar árlegu sumargöngur s'nar í ætisleit i Noregshafi, þ.e. hringinn Bjarnareyj- ar. Jan Mayen, ísland. Þessa dagana eru í undirbúningi rannsóknir á aðstöðu til fiskeldis á Reykjanesi. Rannsóknir þessar ^nu væntanlega verða gerðar af íslensk-norsku yrirtæki, en norsku aðilarnir eru stórfyrirtækið . 0rsk Hydro, sem m.a. á 75% hlutafjár í laxeidisfyr- lrtækinu MOWI. Áætlað er að undirbúningsrann- söknir kosti 15 til 20 milljónir, en ef af framkvæmdum V erður mun fjárfestingarkostnaður verða mikill, enda er stefnt að stórri fiskeldisstöð sem gæti framleitt 5-15 þúsund tonn af laxi árlega. Ekki þarf að fara í graf- götur um það að ef þetta fyrirtæki kemst einhvern tíma á laggirnar, myndi verðmæti útflutningsafurða okkar aukast verulega. Á Hvítasunnudag kom til Þórshafnar verksmiðju- togarinn „Reynsatindur", sem útgerðarfélagið „Atl- antic Trawlers" í Færeyjum keypti nýlega frá Ítalíu. Togarinn er byggður á Ítalíu árið 1976 og hét áður „Assuna Tonini Madre“ og var aðallega gerður út á smokkfiskveiðar, en eftir að fiskveiðilandhelgi varð almennt 200 sml í heiminum, hefur þrengst það mikið um úthafsfiskiflota ítala að þeir hafa orðið að selja nokkra af togurum sínu. „Reynsatindur“ mun vera stærsta skipið í fiskveiði- flota Vesturlanda, en hann er 3.370 brl., 107 m langur og 16 m breiður. Aðalvélar eru tvær af gerðinni MAK, hvor um sig 3.000 ha og er ganghraði togarans 17 mílur að jafnaði. Kaupverð „Reynsatinds“ var um 175 millj. ísl. kr. og auk þess er áætlað að verja fjárhæð sem nemur milli 80 og 90 millj. ísl. kr. til að breyta honum í kol- munnaverksmiðjutogara, en á heimleiðinni frá Ítalíu kom togarinn við í Þýskalandi og tók þar um borð flökunarvélar frá Baader verksmiðjunum o.fl. er við- kemur kolmunnavinslu. Skipasmíðastöðin að Skála mun hafa með höndum allar breytingar og endur- bætur sem gerðar verða á togaranum og er áætlað að hann verði tilbúinn til veiða í október n.k. Skipstjór- inn á „Reynsatindi“ verður Dánjal Petur Nielsen. (Heimild Dimmalætting) Fœreyski verksmiðjutogarinn „Reynsalindur“ ÆGIR — 307

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.