Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1983, Qupperneq 30

Ægir - 01.06.1983, Qupperneq 30
Ólafur Karvel Pálsson: Fiskifræðilegur grundvöllur þorskveiðieftirlits Inngangur. Eitt af viðfangsefnum fiskveiðistjórnunar er að takmarka veiðar á smáfiski. Með þeim hætti er að því stuðlað að fiskur sé ekki dreginn úr sjó að marki, fyrr en hann hefur náð lágmarksþunga, og fiskstofninn í heild gefi þvi sem mest af sér. Jafn- framt er þetta liður í þeirri viðleitni, að nægilega stór hluti stofnsins nái að auka kyn sitt og tryggja endurnýjun stofnsins svo og fiskveiðar komandi ára. Ymsum aðgerðum hefur verið beitt hér við land í þessu skyni, og hafa þær einkum beinst að togveið- um. Áhrifaríkasta aðgerðin er að líkindum sú stækkun á möskva togveiðarfæra, sem gerð var á árunum 1976 og 1977, úr 120 mm í 155 mm möskva í poka. Allstór svæði hafa verið friðuð fyrir togveiðum árið um kring, og ennfremur hafa fjölmörg svæði verið friðuð í eina viku hverju sinni með svonefndum skyndilokunum, þegar veiðieftir- litsmenn hafa orðið varir við mikið af smáfiski í afla fiskiskipa. Eftirlit með fiskveiðum, framkvæmt af sérstök- um veiðieftirlitsmönnum um borð í fiskiskipunum, hófst árið 1976, en skyndilokun var beitt í fyrsta skipti í nóvember 1976 á Vestfjarðamiðum. Talsverður styrr hefur staðið um veiðieftirlitið allt frá upphafi. Þykir sjómönnum oft súrt í broti að verða að fara af bleyðum þar sem vel fiskast, enda þótt fiskur sé ekki af stærstu gerð. Tíðar breytingar á þeim viðmiðunarmörkum, sem lögð eru til grundvallar þegar úrskurðað er um það, hvort loka skuli veiðisvæði, hafa auk þess ekki haft góð áhrif á afstöðu sjómanna til veiðieftirlits- ins. Það er álit mitt að samstaða eigi að vera mögu- leg milli sjómanna og annarra hagsmunaaðila í sjávarútvegi annars vegar og fiskifræðinga og ann- arra stjórnenda fiskveiða hins vegar i málum, sein lúta að stjórnun veiðanna, enda hlýtur farsasl stjórnun að vera til hagsbóta fyrir alla þessa aðila og aðra landsmenn auk heldur. Ekki er ólíklegt að ónóg skoðanaskipti um grundvallaratriði veiðt- eftirlitsins hafi valdið hér meiri ágreiningi en efm standa til. Með það í huga mun ég leitast við að skýra þann fiskifræðilega grundvöll sem þorsk- eftirlit og skyndilokanir byggjast á, í þeirri von að aukin skoðanaskipti muni auka skilning manna a nauðsyn umræddra friðunaraðgerða eða leiða > ljós tilgangsleysi þeirra að öðrum kosti. Viðmiðunarmörk þorskeftirlits. Störf veiðieftirlitsmanna eru einkum í því fólgin að mæla lengd þess fisks, sem á dekk kemur i fiski- skipum. í lögum er kveðið á um, að Hafrann- sóknastofnunin geti bannað veiðar á tilteknum svæðum þegar „veiðieftirlitsmenn verða varir við verulegt magn af smáfiski eða smáhumar í afla“' Það hefur síðan komið í hlut fiskifræðinga að skil- greina nánar orðalagið „verulegt magn af sma- fiski“. Svonefnd viðmiðunarmörk lýsa þeim regl' um, sem þróaðar hafa verið í þessu skyni. Viðmiðunarmörk segja til um það, hversu hátt hlutfall fiska í afla megi vera undir tiltekinni lengd. og er þá miðað við fjöld fiska en ekki þyngd, enda óhægt um vik að vikta fisk á hafi úti. Viðmiðunar- mörkin eru þannig sett saman af hlutfallsmörkum og lengdarmörkum. Viðmiðunarmörkin 30% undir 60 cm tákna t.a.m. að hlutfall fiska undir 60 cm að lengd megi ekki vera hærra en 30%. Fari hlutfallið yfir þau mörk kemur til álita að skyndi- loka viðkomandi svæði í eina viku. a) Hlutfallsmörkin. Eftirliti með þorskveiðum er einkum ætlað að 310 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.