Ægir - 01.06.1983, Síða 36
MINNING
Kristján Jóhann Hallsson
f. 29. nóv. 1914, d. 25. maí 1983.
Deyr fé
deyja frændr
deyr sjálfr hit sama
en orðstírr
deyr aldreigi
hveims sér góðan getur.
„Orðstírr deyr aldreigi, hveim sér góðan getur".
Þessar ljóðlínur úr Hávamálum koma upp í huga
okkar er við í dag kveðjum hinstu kveðju góðan vin
okkar og félaga Krisján Hallsson fulltrúa hjá Fiskifé-
lagi íslands.
Kristján Hallsson andaðist á Borgarspítalanum h.
25. maí s.l. eftir skamma legu þar, og kom áfail hans
okkur samstarfsfélögum hans mjög á óvart. Kristján
hóf störf hér hjá Fiskifélaginu árið 1975 og ávann sér
strax traust og vináttu allra, enda voru trúmennska,
tryggð, glaðværð og góðvild jafnan sterkustu þættir í
fari hans.
Kristján Hallsson var fæddur á Hofsósi h. 29. nóv.
1914, sonur hjónanna Halls Einarssonar útvegsbónda
og konu hans Friðrikku Karenar Jóhannsdóttur. A
Hofsósi ólst Kristján upp uns hann hóf nám við Hér-
aðsskólann í Reykholti en þaðan lauk hann prófi
1936. Síðan hóf hann nám við Samvinnuskólann og
útskrifaðist þaðan árið eftir eða vorið 1937. Þá réðst
hann til starfa hjá kaupfélaginu á Þingeyri og starfaði
þar næstu tvö árin eða til ársins 1939 er hann tók við
kaupfélagsstjórastarfi hjá Kaupfélagi Austur-Skag-
firðinga á Hofsósi og þar starfaði hann til ársins 1955,
en þá fluttist hann til Stykkishólms þar sem hann tók
við kaupfélagsstjórastarfinu.
Auk starfa sinna við kaupfélagið á Hofsósi var
hann oddviti Hofsóshrepps og sýslunefndarmaður
Skagafjarðar frá 1947-1955.
Kristjáni var mjög annt um heimbyggð sína og var
mjög fróður um sögu hennar og Skagafjarðar í heild,
enda átti hann mikinn og góðan bókakost þar um.
Sem oddviti Hofsóshrepps vann Kristján ötullega
að mörgum hagsmunamálum hreppsins og má nefna
að hann átti mestan þátt í lagningu vatnsveitunnar
þar, enda var framkvæmd sú mjög umdeild á sínum
tíma, en með sérstökum áhuga og dugnaði kom Krist-
ján þessu mikla hagsmunamáli Hofsósbúa 1
framkvæmd. Ekki verður sú saga rakin hér, en hún er
mörgum vel kunn, sérstaklega á Hofsósi og þar t
kring.
Frá árinu 1955 til 1963 starfaði Kristján við
kaupfélagið í Stykkishólmi en þá flytur hann til
Reykjavíkur og hefur störf hjá Tryggva Ófeigssym
útgerðarmanni. Þar starfaði hann til ársins 1975 er
Tryggvi hætti rekstri. Kom Kristján þá til starfa hja
Fiskifélagi íslands og starfaði þar æ síðan.
Kristján Hallsson var einn af þessum afburða
starfsmönnum, sem sjaldan féll verk úr hendi. Enda
naut hann allsstaðar óskoraðs trausts meðal sarn-
starfsmanna sinna, jafnt sem yfirmanna. Hin geisl-
andi glaðværð og hlýtt viðmót gerði hann nieð
afbrigðum vinsælan félaga hvar sem hann fór. Hann
var og jafnan, ef þess var nokkur kostur, boðinn og
búinn til hjálpar ef til hans var leitað og gerði þar 1
engu mannamun.
Samvera við Kristján var mannbætandi. Hann sa
alltaf það góða í fólki og reyndi alltaf að sjá björtu og
góðu hliðarnar á öllum hlutum. Samt trúði hann 3
baráttu góðs og ills í þessum heimi og sannfærður var
hann um tilveru æðri máttarvalda. Léttstígur, léttur i
lund, bjartsýnn á lífið og tilveruna og gamansamur-
Þetta eru þær minningar sem við samstarfsmenn hans
geymum um hann nú þegar samfylgd okkar er lokið-
Kristján var mikill áhugamaður um fiskrækt og
veiðimaður góður, og kunni frá mörgu skemmtilegu
316 —ÆGIR