Ægir - 01.06.1983, Qupperneq 54
plötufrystir fyrir flök frá Jackstone, HPF CJ 12, afköst
14 tonn á sólarhring; þrír lóðréttir plötufrystar frá
Kronborg af gerð DS-KF 20-100A, afköst 8.3 tonn á
sólarhring hver.
Búnaður og fyrirkomulag á vinnsluþilfari er einnig
gert fyrir vinnslu á kolmunna og rækju og er þá skipt
um vinnsluvélar.
Kolmunnavinnsla: Kolmunninn er tekinn frá mót-
tökunni með þverfæribandi, framan við hana, síðan
inn á tröppufæriband sem flytur hann að flökunarvél-
um, þaðan renna flökin í roðflettivélar og frá þeim í
fleytiker. Upp úr því er tröppufæriband að marnings-
vél. Marningnum er síðan pakkað og hann frystur í
lárétta plötufrystinum. Ef frysta á flökin heil eru
þau tekin frá fleytikerinu með færibandi í safnkassa
og þaðan með færiböndum í lóðrétta plötufrysta.
Kolmunnavinnslutæki eru eftirfarandi: tvær Baader
234 flökunarvélar; tvær Baader 51 roðflettivélar og
ein Baader 694 marningsvél.
Rœkjuvinnsla: Fiskmóttakan er sérstaklega gerð
fyrir móttöku á rækj u. Rækj an er flutt frá móttökunni
með þverfæribandi, síðan inn á tröppufæriband, sem
flytur hana að flokkunarvél, sem flokkar rækjuna í
tvo til þrjá flokka. Flokkunarvél er frá Kronborg af
gerð Panda 2001. Síðanfer rækjan í vigtun ogpökkun
og er að síðustu fryst í plötufrystunum.
í skipinu er ein ísvél frá Finsam af gerð VIP 10 IM
22S, afköst 10 tonn á sólarhring. ísvél er í klefa á efra
þilfari (í hvalbak) en á neðra þilfari, undir ísvélar-
klefa, er ísgeymsla, um 20 m3 að stærð.
Loft og síður vinnuþilfars er einangrað og kl*tl
með vatnsþéttum krossviði, plasthúðuðum.
Frystilest:
Frystilest er um 350 m3 að stærð, gerð fyrir geymslu
á frystum afurðum í kössum og eru síður því klæddaf
af neðst með lokuðum stöllum fyrir stöflun. Lestin
einangruð með polyurethan, 280 mm í síðum. 250
mm í lofti og á þilum og 150 mm í botni, og klætt med
4 mm stálklæðningu. Kælileiðslur í lofti lestar getu
haldið h-28°C hitastigi í lest. Lestinni er skipt í hón
Baader hausunarvél og flökunarvél á fiskvinnsluþilfari. Ljós'”'
Tœknideild, E.R.
334 — ÆGIR