Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1984, Síða 12

Ægir - 01.02.1984, Síða 12
hverri af aftari kojunum, en þær voru nokkru breiðari en fremri kojurnar, sem leiddi af bátslaginu og af sömu ástæðu voru efri kojurnar að framan eilítið rýmri en neðri kojurnar og það var hægt að troða full- orðnum manni og þá unglingi með eða grönnum manni í þær efri kojur. Ef tveir voru saman í koju urðu báðir að liggja á hliðinni. Þeir voru kvikir og lif- andi þessir bátar og létu illa, ef órólegt var í sjóinn og því var kojuopið haft lítið, svo að menn yltu ekki framúr kojunum. Það var oft loftlítið hjá þeim sem lá fyrir ofan í kojunni, því að sá fremri lokaði nær því gatinu; væri það þrekinn maður, þá var ekki auð- hlaupið að því að klofast yfir hann og pota sér útúr kojuopinu, ef þeim sem ofar lá gerðist ómótt. Það hitnaði hins vegar öllu meira á þeim sem lá við stokk- inn eða opið, þegar kokkurinn var að elda og vélin rauðkynnt, einkum gat orðið heitt á mönnum í aftari kojunum sem voru næst vélinni. Það var nú helst á sumrin, þegar tvímennt var í kojurnar og legið í vari eða beðið eftir löndun, hlýtt í veðri og kokkurinn að elda, að mörgum líkaði illa vistin í koju sinni og ekki ótítt, að þá kæmi maður bölvandi framúr og kenndi kokknum um vanlíðan sína og spyrði þeirrar almennu spurningar: - Ætlar nú kokkhelvítið að láta verða af því að drepa okkur. Þá var oft lyktin slæm í lúkurunum af úldnu kjöl- vatni og blautum sjóklæðum og plöggum, einkum sokkum, sem menn reyndu að þurrka við eldavélina. Oft tóku lúkararnir að leka ef keyrt var á móti og bátarnir tóku mikið framan yfir sig eða ágjöf stíf. Rottugangur var mikill víða í kaupstöðum í einn tíma og rotturnar sóttu í bátana. Það var einnig svo á togurunum á þessum árum, að á þeim skipum voru rottur hin versta plága og margar sögur til af þeirri plágu. Það var samt mjög misjafnt hversu rottur lögðust á skip. Þær voru plága í einu skipinu en sáust vart í öðru. Erfitt var að losna við þennan ófögnuð á þessum tíma, nema með því að svæla skipin með ærnum kostnaði. Á einum útilegubátanna á ísafirði hafði skipstjór- inn þá sögu að segja að það var einhverju sinni, að hann kom rakur af víni um borð í skip sitt og skreið í koju sína í káetunni. Hann rumskaði um nóttina við mikinn fyrirgang ofan á brjósti sínu. Þar voru þá komnar þrjár rottur og höfðu runnið á vínþefinn framúr skippernum en rottur eru vínhneigðar. Vökur voru oft miklar á útilegubátunum á lóðaveiðunum. - Hvað er sá maður að gera til sjós, sem ekki getur vakað vikuna, spurði Þorsteinn Eyfirðingur. Það var algengt á vertíðum, einkum við Jökul og í Faxabugt og Miðnessjó, að menn fengu í bátana í þremur lögnum, einni á sólarhring, og náðu þá verkin nær því saman. Menn fengu kannski eins og klukku- tíma snap hvern sólarhringinn á baujuvaktinni, en það var jafnan legið stutt yfir í aflahrotum. Þá voru menn jafnan í tilgerð á leið til lands úr síðustu lögn og þeir lönduðu sjálfir og þessi törn gat náð einum fjórum sólarhringum með þriggja til fjögra tíma svefni alls. Engin sjóvinna, sem íslenskir sjómenn þekkja til, hefur verið kaldsamari en vinna við lóðirnar á útilegu- bátunum. Lóðirnar voru stokkaðar upp frammi á bóg jafn- óðum og dregið var og væru 11 menn á voru 5 í upp' stokkun og tók hver sína lóð frá spilinu. Það var nær ógerningur að vinna verkið með ullar- vettlingum, um aðra vettlinga var ekki að ræða og menn urðu að hraða sér við verkið til að hafa undan, uppstokkuninni átti að vera lokið um leið og búið var að draga. Menn stokkuðu því upp berhentir hversu kalt sem var í veðri. Það má þó segja, að uppstokkunin væri hlýleg hjá beitningunni. í uppstokkuninni voru lóðirnar blaut- ar, náðu aðeins í mestu frostum að krepja í höndum manns við uppstokkunina, en við beitninguna voru þær orðnar gaddfreðnar og svo var beitt freðbeitu og ekki stórt skorið í þennan tíma, svo að mönnum hætti við, einkum þegar fingurnir voru orðnir koldofnir, að stinga sig í vísifingur eða löngutöng, en á þeim fingr- urn lá beitan, þegar önglinum var beitt í hana. Það var kapp í mönnum við beitninguna, það gat orðið erfitt um gott skipsrúm fyrir þann, sem var ekki sæmilega fljótur að beita, og í flýtinum vildi oft miskrækjast í beituna og öngullinn lenti þá ekki milli fingranna heldur í öðrum hvorum þeirra. Þessir tveir beitningafingur urðu fljótt alsettir kaunum, sem hörðnuðu í bólgu þrymla. Sá sem var í niðurstöðunum hafði á sér nægan hita; það var þrælavinna að hala þær inn á höndum í miklum straumi. Um tilgerðina en svo var fiskaðgerðin kölluð vestra í þennan tíma, er ekkert sérstakt að segja, nema hún var óhægari á þessum kviku bátum en í landi og svo var auðvitað um öll vinnubrögð að veltingurinn tafð* 60-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.