Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1984, Qupperneq 14

Ægir - 01.02.1984, Qupperneq 14
Frá því togbátamenn er veiðar stunda á miðum úti af Suður- og Suðvesturlandi voru skikkaðir til að stækka möskvann í trollum sínum úr 135 mm í 155 mm, hefur komið í ljós að ýsuafli bátanna er allt frá því að vera helmingi minni og upp í það að vera þrisv- ar sinnum minni, ef veiði er treg. Þegar möskvinn var stækkaður gaf Hafrannsóknastofnunin það upp að ýsuaflinn mundi dragast saman um 30% fyrsta árið við þessar breytingar, en aukast síðan er frá liði. Út frá þessum staðreyndum verður að draga þær álykt- anir, að forsendur þær sem Hafrannsóknastofnunin gaf sér þegar ákveðið var að stæk.ka möskvann, séu al- rangar. Einnig verður að hafa það í huga að enginn smáþorskur fyrirfynnst á þessum miðum árið um kring og hefur ekki gert frá ómunatíð. Vegna stærðar möskvans fer allt að 60 sm löng ýsa í gegnum þá og vitað er að allt að 80% af ýsunni sem heldur sig á svæðunum hér sunnanlands er á bilinu 50-60 sm að lengd og gefur það auga leið að mikið magn af góðri ýsu fer forgörðum til stórtjóns fiskimönnum og þjóð- inni í heild. Fram til ársins 1974 var ýsa 50 sm og stærri verðlögð sem stór, en í dag er ýsa 52 sm og stærri verð- lögð sem stór. Þegar ákveðið var að stækka möskvann, var sú skoðun ríkjandi að mestallur fiskur er slyppi gegnum möskvana myndi lifa það af og stór hluti af honum veiðast þegar hann hefði náð réttri stærð, t.d. hvað ýsuna varðaði þegar hún væri orðin 57-59 sm. Ekki virðist hafa verið tekið nægilegt tillit til þess, að við það að fara í trollið og borast síðan í gegnum möskv- ana verður fiskurinn fyrir miklu hnjaski. T.d. missir ýsan hreystur sem gerir það að verkum að stór hluti þess magns sem sleppur drepst engum til góða, en ýsa sem er í kringum 50 sm er ágætis hráefni til vinnslu. Undanfarin tvö ár hafa Englendingar verið að gera tilraunir með troll þar sem lögun möskvans í belg og poka hefur verið breytt í því augnamiði að fiskur sem fer í gegnum þá verði fyrir sem minnstu hnaski, eii Englendingar hafa verið með 90 mm möskva í trollun1 sínum í Norðursjónum. Að fenginni sex ára reynslu, fer ekki milli mála að það voru mistök að fara úr 135 mm möskvum í trolli hér suðvestanlands, sérstaklega þar sem rányrkja á þorski er ekki fyrir hendi eins og tilfellið er með miðin allt frá Snæfellsnesi og austur að Stokksnesi. Á hinH bóginn má leiða að því rök að þessi mið mundu nýtast miklu betur og létta þá um leið á því álagi sem er á uppeldisstöðvum þorskins fyrir vestan og norðan. Að lokum get ég ekki sem gamall sjómaður látið hjá líða að minnast aðeins á þann fáheyrða barnaskap og óskaplegu bjartsýni hjá fiskifræðingunum okkar að ætla sér að mæla þorskstofninn með bergmálsmæl' ingum, það samræmist varla vísindamönnum að leyfa sér þvílík vinnubrögð og ætlast jafnframt til að mark sé á þeim tekið. Halldór Halldórsson, skipstjóri- Á s.l. ári veiddu Norðmenn yfir 2,9 milljónir tonna og er það 11% meira en þeir veiddu árið 1982 og mesta veiði frá árunum 1976-1977. Veruleg breyting hefur orðið í aflasamsetningunni í seinni tíð. LoðnU' aflinn jókst um 29% frá árinu á undan og er orðinn yfir 50% af heildaraflanum. Einnig hefur orðið veru- leg aukning í kolmunna-, spærlings- og rækjuveiðum- en aftur á móti dróst þorskveiðin saman um 20% og ýsuveiðin um helming frá f.á. Miðað við aflann upp úr sjó er verðmæti hans áætlað um 4,1 milljarður n.kr. og er það í krónum talið meira en 1982, en ef miðað er við verðbólgu eí það aðeins minna. Helstu breytingarnar miðað við aflaverðmæti hinna ýmsu fisktegunda er að 1982 vaf verðmæti þorskfiskaflans 58,5%, en var á s.l. ád 48,3%, en aflaverðmæti síldar, kolmunna og loðnu jókst úr 27% af heildaraflaverðmætinu í 32,5%. Á s.l. ári voru viðhafðar mjög strangar veiðitak' markanir sem höfðu það í för með sér að þorskaflim1 varð aðeins 276.000 tonn, en var 1982 343,500 tonm Ýsuveiðin hefur einnig dregist mikið saman á s.l- -1 árum, eða úr 66.000 tonnum 1981, í 46.800 tonn 1982 og varð á s.l. ári aðeins 24.100 tonn. Hafa ýsuveið' 62 - ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.