Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1984, Blaðsíða 16

Ægir - 01.02.1984, Blaðsíða 16
Prófessor Yukio Nose: Fiskveiðar og fiskirannsóknir í Japan Formáli þýðanda Dr. Yukio Nose er prófessor í fiskifræði við háskól- ann í Tokyo og þekktur fræðimaður í Japan. Dr. Nose dvaldist á Hafrannsóknastofnun um tveggja mánaða skeið s.l. vetur til þess að kynna sér starfsaðferðir íslenskra fiskifræðinga og íslenskar fiskveiðar almennt. Erindi þetta hélt dr. Nose á ensku skömmu fyrir brottför sína og hefi ég snúið því á íslensku með nokkrum smábreytingum. Japanir eru ein mesta fiskveiðiþjóð í heimi og er dr. Nose gjörkunnugur veiðunum og þeim rannsóknum, sem fram fara í sambandi við þær. Hér er því um að ræða ákaflega fróðlegar upplýsingar um þessi mál, sem ég tel að erindi eigi til okkar Islendinga. Til skýringar á fiskanöfnum í töflu 2 skal tekið fram að brynstirtla er notað fyrir enska heitið Jack mack- erel (lat. Trachurus og Decapterus). Geirnefur kallast saury á ensku (lat. Colabri saira). Gulstirtla heitir yellowtail á ensku (lat. Seriola quinqueradiatá). Bón- itó nefnist skipjack á ensku (lat. Katsewonus pela- mis). Ayu er japanska nafnið á vatnafiski, sem kallast á ensku sweetfish en heitir Plecoglossus altivelis á lat- ínu. Jón Jónsson. Japan er eldfjallaland eins og ísland og eru aðal- eyjarnar fjórar. Þær eru nokkur þúsund kílómetra langar og ná yfir svæði í norðaustur frá 25 gráðum norður að 46 gráðum norður. Auk þessa eru óteljandi smáeyjar og er strandlengjan mjög löng og vogskorin (1. mynd). Heiturstraumur kemurúrsuðri ogkallast Kuroshiwo og úr norðri kemur kaldur straumur og heitir sá Oyashio og flytur með sér mikið af uppleyst- um næringarefnum. Af þessum sökum er dýra- og plöntulíf við strendur Japans mjög fjölskrúðugt. Flatarmál Japanseyja allra er um 370 km2 og árið 1980 var íbúafjöldinn 117 milljónir. Aðeins sextán af hundraði eru ræktanlegt land og landið er einnig snautt af málmum og olíu. Japanir hafa því verið mjög háðir fiskveiðum frá alda öðli og kemur þetta vel fram á 2. mynd. Á láréttu línunum er sýnt daglegt framboð á mann af dýraproteini og á lóðréttu línunum er sýnd dagleg neysla á mann af dýraproteini úr sjávarafurðum og sést þar að í Japan er sú neysla um fjórum sinnum meiri en í öðrum þróuðum ríkjum og um helmingur af öllu dýraproteini sem neytt er í landinu. Nettóverðmæti fiskveiða Japana var um þrettán þúsund milljarðar yena árið 1975, eða um 1% af þjóð- arframleiðslunni það ár. Þetta samsvarar um tólf hundruð milljörðum íslenskra króna samkværnt gengi f maí 1983. Fiskveiðar veittu um 460 þúsund fiskimönnum at- vinnu árið 1981 (tafla 1) og var það um 1% af heildar- vinnuaflinu í landinu. 1. mynd. Hafstraumar umhverfis Japanseyjar. (JapO11 Fisheries Association 1982). 64 - ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.